Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FEÐGUM BJARGAÐ Feðgum var bjargað eftir að bátur þeirra, Svanborg VE 53, 12 tonna eikarbátur, sökk þrjár mílur austur af Bjarnarey í fyrrinótt. Feðgunum tókst að bjarga sér í gúmbjörg- unarbát þar sem þeir höfðust við í um tæpan hálftíma uns þeim var bjargað í björgunarbátinn Þór. Gott veður var á þessum slóðum þegar slysið varð. Telja al-Qaeda hafa eflst Innrás Bandaríkjamanna í Írak hefur orðið til þess að al-Qaeda- hryðjuverkanetið hefur eflst. Má bú- ast við að hryðjuverkamenn herði enn á árásum sínum á vestræn skot- mörk. Þetta er niðurstaða árs- skýrslu Alþjóðaherfræðistofnunar- innar sem birt var í gær. Sjálfstæðisflokkur 75 ára Sjálfstæðismenn fögnuðu 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra við það tækifæri að frelsið ætti að vera allra en ekki fyrir fáa, stóra og sterka sem notuðu afl sitt og auð til að traðka miskunnarlaust á öðr- um. Engin svör um undirskrift Hvorki fengust svör í forsæt- isráðuneytinu né á skrifstofu forseta Íslands í gær hvenær lög um eign- arhald á fjölmiðlum kæmi til stað- festingar hjá forsetanum. Lögin komu úr prentsmiðju í gærmorgun til Alþingis. Áhrif Skaftárelda í Englandi Breskir vísindamenn hafa sett fram þá kenningu að um tíu þúsund manns á Englandi hafi látist vegna eiturgufa og öskufalls sem barst yfir hafið frá Íslandi í Skaftáreldunum árið 1783. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Úr verinu 13 Minningar 33/36 Viðskipti 14 Skák 39 Erlent 15/17 Brids 39 Minn staður 18 Bréf 40/41 Höfuðborgin 19 Dagbók 42/43 Akureyri 20 Staksteinar 42 Suðurnes 21 Kirkjustarf 43 Landið 22 Íþróttir 44/47 Daglegt líf 23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27/32 Veður 55 * * * Kynningar – Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á mánudag að gera yrði Ríkisútvarpinu kleift að standa hallalaust undir sínum skyldum sem jafnframt yrði að endurskil- greina og draga úr. Einnig þyrfti að búa þannig um hnútana að einkaaðilar geti staðið að arðbær- um rekstri ljósvakamiðla „án óeðli- legra tengsla við stórar fyrir- tækjasamsteypur í öðrum atvinnugreinum. Ég er ekki í vafa um að í landinu eru ýmsir fjár- festar sem vilja vera með í slíku,“ sagði ráðherrann. „Allt frá því að útvarpsrekstur var gefinn frjáls hefur ekki tekist að búa þessum rekstri þannig um- hverfi að bæði hann og Ríkisút- varpið fái þrifist og dafnað saman með eðlilegum hætti. Næsta verk- efni á þessu sviði hlýtur að vera að skilgreina þetta umhverfi upp á nýtt,“ sagði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra Endurskil- greina þarf skyldur RÚV ÞAÐ MÁ segja að sumarið hafi brostið á á Austurlandi í gær með yfir 20 stiga hita og hægri suðvestangolu, sem sótti þó heldur í sig veðrið er leið á daginn. Hitinn fór í 21 stig á Hallormsstað. Veðrátta hefur undanfarið ver- ið heldur of margbrotin fyrir smekk þeirra sem telja að nú eigi sumar að vera gengið í garð. Þannig hefur inn- an um þokkalega góðviðrisdaga brostið í hraglanda og gjóstur og menn þá gjarnan sagt að snemma vetraði norðaustanlands þetta árið. En nú bendir sem sagt flest til að sumar sé komið til að vera næstu mánuði. Svo heitt var í gær að klæðning, sem lögð var á veg- arkafla á Kaupvangi á Egilsstöðum, ásamt tengingu við þjóðveg eitt, tók að bráðna. Klæðningin glitrar í aftan- sólinni og tjaran skvettist upp á bíla sem fóru um veg- inn. Ástæða þessa mun vera sú að klæðningin var lögð í köldu veðri sl. haust og er nú að „sjóða niður“. Segja fróðir malbiksmenn að þetta þorni smám saman þegar hiti jafnast. Veðurspá gerir ráð fyrir hlýindum og suðvestlægum áttum næstu daga. Yfir 20 stiga hiti á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Soffía Tinna Hjörvarsdóttir og Eva Beckmann undir heitri hádegissólinni á Egilsstöðum í gær. Hitinn mældist þá tæpar tuttugu gráður og mátti hvarvetna sjá lifna yfir mönnum, skepnum og gróðri. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita héraðs- dómstólum landsins 35 milljóna króna aukafjárveitingu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin í kjölfar könnunar á fjárhagslegri stöðu héraðsdómstóla í landinu. Hann segir að ríkis- stjórnin hafi samþykkt að beina því til fjárveitingarvaldsins, Alþingis, að tekið verði á vanda dómstólanna með þeim hætti, að fjárlagahalli síðustu ára hefti ekki starfsemi þeirra. Síðan verði að skapa dóm- stólunum þann starfsgrundvöll að með skilvirkum rekstri nái endar saman. „Það þarf að komast að nið- urstöðu um það, hver þessi fjár- hagsrammi er. Það er ekki viðun- andi, hvorki fyrir ríkisstjórn né aðra, að það sé fjárhagsleg óvissa um starf dómstólanna,“ segir Björn. Talsvert hefur verið rætt um fjárhagsstöðu héraðsdómstólanna síðustu mánuði og að t.d. væri ekki mögulegt að ráða laganema til starfa í sumar eins og venja hefur verið. Björn segir að hann hafi ekki talið að réttarörygginu væri ógnað vegna fjárskorts hjá dómstólunum, en að hann hafi talið sjálfsagt að fjárhagsmál héraðsdómstólanna yrðu skoðuð til hlítar. „Það var staðfest að það hefði safnast upp halli og það yrði að taka á þessum málum. Dómstóla- ráð hefur einnig gripið til hagræð- ingaraðgerða, sem eru skynsam- legar og auðvelda eiga framhaldið,“ segir Björn. 35 milljóna aukafjárveit- ing til héraðsdómstóla KOSTNAÐUR Tryggingastofnunar ríkisins af reglubundinni súrefnis- gjöf í heimahúsum vegna lungna- sjúkdóma nam 136 milljónum frá árinu 2000 til ársins í fyrra. Þar af var kostnaður TR tæpar 44 milljónir árið 2003. Fram kom í Morgun- blaðinu í gær að tæplega 300 þurftu á þessari aðstoð að halda í fyrra en um 150 árið 2000. Kristján Guðjónsson, forstöðu- maður sjúkratryggingasviðs TR, segir að innifalið í tölunum sé allur kostnaður við þjónustu og kaup á súrefni og viðhald á tækjum fyrir einstaklinga í heimahúsum. TR sé með samning við ÍSAGA ehf. varð- andi súrefni, súrefnissíur og allan tækjabúnað og við Landspítala – há- skólasjúkrahús varðandi faglega þjónustu. Breytt þjónustustig Að sögn Guðlaugar Rakelar Guð- jónsdóttur, sviðsstjóra á lungnadeild LSH í Fossvogi, hefur Landspítalinn haft súrefnisþjónustu TR undir höndum frá því hún var flutt frá Reykjalundi að Vífilsstöðum í sept- ember árið 2000. Þjónustustigið hafi breyst á liðnum árum og meðal ann- ars dvelji veikara fólk inni á heim- ilum sínum en áður sem nýtur þjón- ustunnar. Kostnaður tæpar 44 milljónir í fyrra Reglubundin súrefnisgjöf í heima- húsum vegna lungnasjúkdóma HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í fimm mánaða fangelsi fyrir 13 þjófnaði og tilraun til þjófnaðar í Reykjavík í ár og í fyrra. Verðmæti þýfisins í heild var áætlað rúmar 760 þúsund krónur, þar af stærstur hluti þess úr íbúðarhúsi en þangað hafði ákærði komist inn um ólæstar dyr. Í dómi héraðsdóms segir að brot- in nú tengist fíkniefna- og áfeng- isneyslu ákærða. Við uppkvaðningu dóms yfir honum í janúar í fyrra var til þess litið við ákvörðun refs- ingar að hann hygðist taka á þeim vanda sínum. Væri hins vegar ekki séð að nokkurt lát hafi verið á af- brotum hans nema á þeim tímabil- um sem hann afplánaði fangelsis- refsingu. Ákærði á að baki langan sak- arferil og hefur frá árinu 1997 hlot- ið samtals 14 refsidóma aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig skjala- fals, umferðarlagabrot og fíkniefna- brot. Málið var dæmt 21. maí af Sigríði J. Hjaltested, settum hér- aðsdómara. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. og sækjandi Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. 5 mánaða fangelsi fyrir þjófnaði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.