Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMVARP félagsmála-
ráðherra sem felur í sér
verulegar breytingar á út-
lánum Íbúðalánasjóðs var
tekið til annarrar umræðu
á Alþingi í gær. Í því er
gert ráð fyrir að í stað þess
að kaupendur fasteigna fái
afhend húsbréf, eins og nú
tíðkast, verði íbúðabréf
boðin út á markaði og lán-
takendur fái andvirði verð-
bréfsins greitt út í pening-
um.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir nefnd-
aráliti meirihluta félagsmálanefndar. Í máli
hans kom fram að meginmarkmið breyting-
anna, sem lagðar eru til á starfsemi Íbúða-
lánasjóðs, er að gera sjóðnum kleift að bjóða
hagstæðari lánakjör til viðskiptavina sinna og
bæta þannig hag almennings í landinu. Vextir
útlána sjóðsins muni verða mismunandi á milli
tímabila þar sem þeir verða ákvarðaðir á
grundvelli vaxtakjara sem ráðist í útboðum
sjóðsins og fjármagnskjara
vegna uppgreiðslu lána
sjóðsins. Þannig megi gera
ráð fyrir að aukinn áhugi
og eftirspurn fjárfesta eftir
skuldabréfum Íbúðalána-
sjóðs skili sér í hagstæðari
vöxtum til lántakenda að
mati Guðlaugs. Skipt verði
úr skuldabréfaskiptakerfi
yfir í peningalánakerfi.
Í greinargerð með frum-
varpinu segir að með þess-
um breytingum sé stefnt að því að bæta hag
lántakenda sjóðsins bæði með lægri fjármögn-
unarkostnaði og áhættuminni fasteignavið-
skiptum. Húsbréfakerfið hafi verið við lýði í
tæp fimmtán ár og almennt gefist vel þótt fyr-
irkomlag viðskiptanna þyki flókið. Ávöxtunar-
krafa fjárfesta á hverjum tíma hafi ráðið af-
föllum eða yfirverði húsbréfanna sem hafi
orsakað töluverða áhættu í fasteignaviðskipt-
um sem íbúðakaupendur hafi borið. „Með
þeirri kerfisbreytingu sem lögð er til í frum-
varpinu er gert ráð fyrir að íbúðalán verði
greidd út í peningum og áhrif affalla við sölu
verðbréfa verði þar með úr sögunni. Lánin
munu bera fasta vexti í samræmi við ávöxt-
unarkröfu hverju sinni,“ segir í greinargerð-
inni.
Jákvæð kerfisbreyting
Í nefndaráliti minnihluta félagsmálanefnd-
ar, sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, mælti fyrir segir að þó
minnihlutinn sé jákvæður gagnvart þessari
kerfisbreytingu séu gerðar athugasemdir við
ýmis framkvæmdaratriði. Auk þess gagnrýnir
minnihlutinn hversu stuttan tíma nefndin
hafði til að fjalla um málið.
Í máli Jóhönnu kom fram að óvíst sé hver
vaxtaáhættan af nýjum íbúðabréfum verði fyr-
ir Íbúðalánasjóð. Vaxtakjörin ráðist í útboði
hverju sinni að viðbættu vaxtaálagi sem skapi
mikla óvissu um hver lánskjör kaupenda og
seljenda húsnæðis verði. Ljóst sé að vaxtaálag
á lántakendur verði meginstýritækið til að
verja Íbúðalánasjóð. Ekki sé hægt að slá því
föstu að þessi breyting leiði til hagkvæmari
húsnæðislána, ekki síst í ljósi óvissu um vaxta-
álagsgreiðslur og framkvæmd á uppgreiðslu-
ákvæðunum.
Minnihluti félagsmálanefndar gagnrýnir
harðlega ákvæði frumvarpsins um uppgreiðslu
lánanna og vísar í umsögn Seðlabanka Íslands
og Alþýðusambands Íslands. Er þar lýst að-
stæðum, sem geta komið Íbúðalánasjóði illa, ef
margir lántakendur greiða upp lán sín og end-
urfjármagna með hagstæðari lánum. Gat komi
þá í fjármögnun Íbúðalánasjóðs sem hann
þyrfti að verjast með sérstöku uppgreiðslu-
gjaldi.
Erfitt að byggja
Minnihlutinn vekur einnig athygli á því
álitaefni hvenær þeir sem sækja um lán til ný-
bygginga fái lánin greidd út. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem fram hafi komið hafi verið
uppi hugmyndir um að greiða lán til nýbygg-
inga í nýju kerfi með eingreiðslu þegar fram-
kvæmdum sé að fullu lokið. Verði það nið-
urstaðan gæti það verið mjög íþyngjandi fyrir
þá sem fá lán til nýbygginga sem á fram-
kvæmdatímanum þyrftu að leggja í verulegan
fjármagnskostnað með skammtímalántökum.
Íbúðalán verði greidd út í peningum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Björk Bjarnadóttur,
fyrrverandi yfirlandverði í Herðu-
breiðarlindum og Öskju.
Í tilkynningunni segir: „Vegna
þeirra orða sem höfð eru um mig í
Morgunblaðinu í dag eftir Árna
Bragasyni stjórnanda á Umhverf-
isstofnun, vil ég koma eftirfarandi á
framfæri: Fánamálið, sem svo hefur
verið kallað, kom ekki til umræðu
að mínu frumkvæði á Alþingi. Ég
tel það hins vegar til góðs að málið
fái opna og málefnalega umræðu.
Framlag Árna Bragasonar verður
þó varla talið málefnalegt, því hann
gerir tilraun til þess að drepa mál-
inu á dreif með því að reyna að
sverta mína persónu með dylgjum
um óskyld efni. Það er rétt sem
fram kom hjá Ögmundi Jónassyni
alþingismanni að Umhverfisstofnun
hafði í hótunum um að veita mér
áminningu vegna fánamálsins og
var það mál manna að þetta skyldi
gert öðrum til viðvörunar. Síðan lék
grunur á að þeir sem flögguðu í
hálfa stöng 19. júlí í fyrra, yrðu
ekki endurráðnir. Á þetta hefur nú
reynt í einu tilviki og var viðkom-
andi starfsmaður ekki endurráðinn.
Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að
forsvarsmenn Umhverfisstofnunar
blandi sér í opinbera umræðu, en
óskandi væri að það yrði framvegis
gert til að styðja við bakið á starfs-
fólki en ekki til að níða niður æru
þess.“
Björk vill bæta því við að þeir
tveir landverðir, sem Árni Braga-
son segir að hafi fengið vinnu, hafi
ekki verið á meðal þeirra sem
flögguðu í hálfa stöng, en Dagný
Indriðadóttir hafi tekið þátt í því og
ekki fengið vinnu.
Yfirlýsing frá Björk
Bjarnadóttur landverði
EKKI liggur fyrir hvenær Alþingi
lýkur störfum, en viðræður stjórn-
ar og stjórnarandstöðu um það
mál hafa enn ekki skilað nið-
urstöðu. Í gær voru mörg mál á
dagskrá, en ekki var þó sami hiti í
umræðum og verið hefur síðustu
daga meðan tekist var á um fjöl-
miðlafrumvarpið. Hér sitja saman
þingmenn Samfylkingarinnar,
Björgvin G. Sigurðsson og Jón
Gunnarsson.
Enn er
óljóst hve-
nær þinglok
verða
Morgunblaðið/Árni Torfason
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður
Vinstri-grænna, segir að yfirvöld
umhverfsimála á Íslandi hafi hótað
landvörðum sem flögguðu í hálfa
stöng 19. júní í fyrra til að lýsa
hryggð sinni yfir óafturkræfum nátt-
úruspjöllum við Kárahnjúka. Einum
þeirra hafi verið hótað áminningu í
starfi í bréfi frá Umhverfisstofnun
sem ekki varð af eftir að starfsmað-
urinn hafi snúið sér til síns verka-
lýðsfélags. „Síðan kemur það á dag-
inn núna að þeir landverðir, sem
tóku þátt í þessum aðgerðum, og að-
gerðirnar eru að flagga íslenska fán-
anum í hálfa stöng, þeir fá ekki ráðn-
ingu,“ sagði Ögmundur við upphaf
þingfundar í gær.
Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra sagði þessa umræðu frá-
leita og Ögmundur hefði hlaupið á
sig þegar hann fjallaði um þetta í
eldhúsdagsumræðunum í fyrra-
kvöld. „Málið er þannig vaxið að það
voru fimm landverðir í Herðubreið-
arfriðlandinu. Tveir þeirra voru
ráðnir, annar í þjóðgarðinum í
Jökulsárgljúfrum, hinn í þjóðgarð-
inum Snæfellsjökli. Tveir sóttu ekki
um vinnu. Þá er einn eftir sem fékk
ekki vinnu. Þetta eru nú allar ofsókn-
irnar. Það fékk enginn áminningu
eftir þetta svokallaða fánamál. Það
var hins vegar litið á það svo, að það
væri ámælisvert en það fékk enginn
áminningu,“ sagði Siv.
Hún vitnaði í bréf annars þeirra
sem ekki sóttu um og sagði að hvergi
hefði verið minnst á þetta fánamál.
Þar væru tilgreindar ástæður sam-
starfsörðugleikar milli landvarða og
Ferðafélags Akureyrar. Einnig
minnti hún á að ráðningar landvarða
væru í höndum þjóðgarðsvarðar,
Sigþrúðar Stellu Jónasdóttur. Eftir
samtal við hana í gærmorgun hefði
komið í ljós að þetta fánamál var
ekki ástæðan fyrir því að einn land-
vörður var ekki endurráðinn.
Nokkrir stjórnarandstæðingar
tóku þá til máls og sögðu þessar
skýringar Sivjar ótrúverðugar. Vís-
uðu þeir í bréf Umhverfisstofnunar,
sem heyrir undir umhverf-
isráðherra, skrifað af Davíð Egils-
syni forstjóra, til landvarðar þar sem
skýringa var óskað á atburðinum
þegar landverðir flögguðu í hálfa
stöng. Spurðu þingmenn hvort
starfsmenn þessarar stofnunar
mættu ekki tjá skoðanir sínar í sín-
um frítíma. „Hvers konar þjóðfélag
er þetta eiginlega? Hvað er að gerast
á Íslandi?“ sagði Magnús Þór Haf-
steinsson, þingmaður Frjálslynda
flokksins.
Fundur í umhverfisnefnd
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði málið alvarlegt
ef rétt væri. Því hefðu fulltrúar
stjórnarandstöðunnar í umhverf-
isnefnd ákveðið að krefjast fundar
um þetta mál og boða ráðherra eða
undirmann hans til að skýra málið
betur.
Segir landvörðum refsað fyrir að
flagga í hálfa stöng
Fráleit umræða,
segir umhverfis-
ráðherra ureyrar. Tveir þeirra hafi veriðráðnir við stofnunina í sumar, tveir
sóttu ekki um og einn hafi ekki
fengið vinnu.
Inn á háskalegar
brautir skoðanakúgunar
„Ég fæ ekki betur séð en það sé í
fyrsta lagi verið að reyna að drepa
þessu máli á dreif. Og í öðru lagi og
það er alvarlegur hlutur að sverta
mannorð þessa fólks. Eins og
greinilega kemur fram í gögnum í
málinu þá stóð til að veita því fólki
sem tók þátt í að flagga íslenska
fánanum í hálfa stöng til að lýsa til-
finningum sínum vegna Kára-
hnjúkavirkjunar áminningu sem er
undanfari brottreksturs úr starfi en
eftir mikla rekistefnu þar sem lög-
fræðingar verkalýðssamtakanna
komu að var fallið frá því en þó gef-
ið mjög streklega til kynna að
stofnunin liti athæfi þeirra mjög al-
varlegum augum. Og nú hefur það
komið á daginn að landvörður sem
tók þátt í þessum aðgerðum er ekki
ráðinn til starfa. Þetta er morg-
unljóst og ég fæ ekki betur séð en
hér séu menn komnir inn á mjög
háskalegar brautir við að beita fólk
skoðanakúgun,“ segir Ögmundur.
ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað-
ur VG, segir viðbrögð umhverfisyf-
irvalda við ummælum sínum í eld-
húsdagsumræðum í fyrrakvöld
mjög alvarleg og dapurleg. Ög-
mundur greindi frá því að land-
vörðum sem í fyrrasumar hörmuðu
Kárahnjúkavirkjun með því að
draga fána í hálfa stöng hefði verið
neitað um vinnu í sumar. For-
stöðumaður náttúruverndarsviðs
hjá Umhverfisstofnun vísar um-
mælunum á bug og að einn af fimm
starfsmönnum sem málið varði hafi
ítrekað óhlýðnast fyrirmælum og
átt í deilum við Ferðafélag Ak-
Ögmundur Jónasson segir viðbrögð Umhverfisstofnunar í
máli landvarðanna mjög alvarleg
„Verið að reyna að drepa
þessu máli á dreif“