Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var gaman á Hótel Borg á sunnudagskvöldið þegar kvartettinn Skófílar lék tónlist gítarleikarans John Scofield. Það eru næstum tveir áratugir síðan Scofield lék í Gamla bíói í boði Jazzvakningar með þeim Steve Swallow og Adam Nussbaum. Hann hafði þá nýlega hætt með hljómsveit Miles Davis og skein stjarna hans skært og gerir enn, enda er hann einn fremsti djassgítarleikari okkar daga. Tónleikar hans í Gamla bíói voru ógleymanlegir öllum sem á hlýddu og fjölsóttir. Því miður voru fáir sem mættu á tónleika Skófíla á Borginni en kvartettnum tókst mjög vel að túlka lög Scofields sem eru mörg hver mjög athyglisverð þótt hann muni seint teljast til helstu tón- skálda djassins. Flestir ópusanna sem þeir félagar léku voru af Blue Note skífum Sco- fields frá því um 1990 þegar Joe Lov- ano var með honum, „Time on my hand“ og „Ment to be“, og eru margir í anda Ornette Colemans og jafnvel Mingusar, þótt persónuleg einkenni Scofields séu sterk. Eisenhover var upphafsópusinn, boppuð lína með bláum undirtóni sem Ásgeir undir- strikaði skemmtilega í gítarsóló sín- um. Scofield litar gítarleik sinn oft á tíðum blús- og rokkhrifum og var skemmtilegt að heyra Ásgeir, sem oftast er á hinum tæru djassnótum Montgomery og félaga, leika þann leik þetta kvöld. Enn skófíldaðri var Ásgeir í „What I did“, ópus er Sco- field samdi í anda Parkers. Ég er heldur ekki frá því að Lovano hafi haft sín áhrif á blástur Ólafs Jóns- sonar, en þeir Birgir og Qvick hefðu mátt draga meiri lærdóm af Haden og DeJohnette sem léku í kvartetti Scofields á „Time on my hand“. Satt að segja stóð rýþminn sólistunum nokkuð að baki, en það stæði til bóta fengi kvartettinn tækifæri til að leika meira saman. Það var ansi gaman að Big fan, or- nettískum ópusi, þar sem Ásgeir lék lipran sóló, tónninn oft grófur, skemmtileg riff spunnin upp og hljómar slegnir. Ólafur blés svo á frjálsum nótum meðan rýþminn kroppaði í bítið áður en allt féll í ljúfa löð. Scofield er fínn ballöðuhöfundur og Ólafur blés vel „Since you asked“. Hann er einna fremstur saxófónleik- ara okkar í þeim klassíska ballöðuleik er Dexter Gordon lagði grunninn að. Hann var enn betri í Nocturnal mis- sion þar sem dramatíkin ólgaði undir tæru yfirborðinu. Ólafur er hefð- bundnastur tenórtríósins okkar (Ólafur-Jóel-Óskar) og um margt inn- hverfastur þeirra. Lengi háði tónninn honum nokkuð en á þeim vanda hefur hann ráðið bót. Mister Coleman to you er skemmtilegur kalýpsóblendingur, ekki ósvipaður mörgu sem Pierre Dørge semur. Millikaflinn var þó í anda Colemans og var spilamennskan fín hjá Birgi Braga og Eric Qvicks, sem brá fyrir sig burstum. Að lokum skal nefnd túlkun þeirra félaga á Not you again, sem Scofield hljóðritaði fyrst árið 2000. Eins og nafnið gefur til kynna er hér byggt á gömlum merg. Hljómar úr „There will never be another you“ og laglínan eitthvað sem manni finnst maður hafa heyrt síðan á dögum KK sextettsins. Stórskemmtilega samið og leikur þeirra félaga fínn. Það var synd að ekki skyldi vera húsfyllir á þessum tónleikum, því þeir voru bráðskemmtilegir og tónleikar Múlans á Borginni eru ekta tónleikar en engin bjórkvöld. Vonandi mæta tónlistarunnendur betur næstu sunnudagskvöld, en það eru aðeins þrjú Múlakvöld eftir á þessu starfs- ári. Skófíldað á Múlanum Djass Múlinn á Hótel Borg Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Ásgeir Ás- geirsson gítar, Birgir Bragason bassa og Eric Qvick trommur. Sunnudagskvöldið 9.5. 2004. Skófílar Kvartettinn Skófílar. Vernharður Linnet FORN GRÍSK hetjudýrkun er áhættunnar virði í augum kvik- myndaframleiðenda um þessar mundir. Spartverji (Spartan) er reyndar spennutryllir úr samtíman- um en nafnið og aðalpersónuna bendlar leikstjórinn og handritshöf- undurinn David Mamet við þraut- þjálfaða stríðsmenn og heragann sem skapaði og kom ódauðlegu frægðarorði á konungsríkið forna. Bætir við fjölskylduharmleik og meinsæri á æðstu stöðum. Mamet er einn þekktasti leikrita- höfundur samtímans og hefur jafnframt skrifað frá- bær kvikmyndahandrit á borð við The Verdict, The Untouchables og toppurinn kvikmyndagerð Glengarry Glen Ross, sem hann byggði á eigin Pulitzer verðlaunaleikriti. Spart- verji er 12. myndin sem hann leikstýrir, á þeim vettvangi er hann oftar en ekki nær meðalmennsk- unni en þegar hann lætur ritsmíðarnar nægja. Mynd- irnar hans eru jafnan áhugaverðar, vel leiknar og skrifaðar, snúnar og orð- margar fléttur sem skortir gjarnan meitlaðri úrvinnslu og niðurstöðu. Söguhetja Spartverja er Robert Scott (Val Kilmer), yfirmaður í sveit útvalinna hörkutóla bandarísku ríkis- stjórnarinnar. Til þeirra er leitað ef fýkur í flest skjól hjá Leyniþjónustunni CIA, Alríkislögreglunni FBI og öðrum slíkum stofnunum. Í myndarbyrjun er Scott við störf í þjálfunarbúðum, temjandi nýja kynslóð harðjaxla til hlýðni, drápa og undirgefni. Þá er hann kallaður í háleynilega aðgerð, stúlkunni Lauru Newton (Kristen Bell), nemanda við Harvard háskóla hefur verið rænt, að öllum líkindum af alþjóðlegum, eða öllu frekar arab- ískum hring hvítra þrælasala. Kem- ur á daginn að stúlkan er hugsanlega látin, að meinsæri liggur í loftinu og að hún er hvorki meira né minna en dóttir forsetans. Lengst af er Spartverji á talsvert frumlegri nótum en hinn almenni karlrembutryllir. Arabarnir eru að vísu vondu kallarnir (myndin er gerð áður en Moore sagði svo mikið sem Fahrenheit), en þeim er ekki kunn- ugt um hvaða persónu þeir hafa á milli handanna. Mamet tekur til meðferðar kaldranalegt hafdjúpið á milli tamningamannsins Scotts og nemendanna og gerir það forvitni- legt og umhugsunarvert þegar at- burðarásin er komin vel á stað. Býr til trúverðugt andrúmsloft í kringum dularfulla elítu atvinnumanndrápara sem víla hlutina ekki fyrir sér, en framkvæma skipanir yfirboðaranna umyrðalaust. Mamet hverfur frá áhugaverðu sjónarhorni og endar myndina á margtuggðum hetjuóð til Scotts. Spartverjans sem kippir málunum í lag, einn á móti öllum. Lokakaflinn í Dubai er hrikalega ósennilegur og einnig á skjön við þá skynsamlegu sögufléttu og samræður sem ráða lengst af ríkjum fram að því. Kilmer er aðsópsmikill sem handbendið knáa en Mamet fer illa með uppá- haldið sitt, gæðaleikarann William H. Macy, sem fellur í vonlausri glímu við klisjuhlutverk. Spartverjinn flokkast undir enn ein, forvitnileg mistök Mamets, sem skilja engu að síður eftir meira bragð en önnur. Brotlent í Dubai KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjórn og handrit: David Mamet. Kvikmyndataka: Juan Ruiz-Anchia. Tón- list: Mark Isham. Aðalleikendur: Val Kil- mer (Robert Scott), Derek Luke (Curtis), William H. Macy (Stoddard), Ed O’Neill (Burch), Kristen Bell (Laura Newton), Tia Texada (Jackie). 110 mínútur. Warner Brothers Pictures. Bandaríkin. 2004. SPARTVERJI / SPARTAN ½ Robert Scott (Val Kilmer) er mikið hörkutól. Sæbjörn Valdimarsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Fö 28/5 kl 20 - UPPSELT Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20, Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20, Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20, Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 Fi 27/5 kl 20 - UPPSELT Fö 28/5 kl 20 - UPPSELT Mi 2/6 kl 20, Fi 3/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20 THIS IS NOT MY BODY Norræn gestaleiksýning Lau 29/5 kl 20 - kr. 1.900 PÓLSTJÖRNUR - TÓNLEIKAR/TROMMUDANS Grænland - Belgía - Ísland Fi 27/5 kl 21 - kr 2.500 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Fö 28/5 kl 20 - kr 2.500 BRODSKY KVARTETTINN Sjón, Ásgerður Júníusdóttir, Skólakór Kársness Lau 29/5 kl 16 - Miðasala Listahátíðar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Á LISTAHÁTÍÐ: Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.39 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.