Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes kemur í dag, Selfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jaxlinn kemur í dag. Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrifstofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl.13.30 leshringur í fund- arsalnum. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.40 ferð í Bónus, pútt- völlurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 13 leikfimi, kl. 14 sagan. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Postulíns- málun, námskeið og leirmótun, námskeið kl. 9–16.30. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 10.30 guðsþjónusta fellur niður 2. júní en verður í dag, 26. maí. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15, handa- vinnuhornið kl. 13. Opið í Garðabergi kl. 13–17. María Helgadóttir og Svava Valdimarsdóttir með samsýningu í myndlist. Opið virka daga nema þriðjudaga milli kl. 13 og 17. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Húsið opnað kl. 9, kl. 11 línu- dans.Viðeyjarferð. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borg- ara á RÚV. Ferð um Norðurland 29. júní – 3. júlí. Akureyri, Grímsey, Vesturfarasafnið á Hofsósi, Hólar í Hjalta- dal, Þverárfjall o.fl. í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, frá há- degi spilasalur opinn, kóræfing fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 17 bobb. Kl. 15.15 söngur, Guðrún Lilja mætir með gít- arinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga kl. 9–17. Sumarfagnarður hefst kl. 14. Handa- vinnustofan er opin kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10, kl. 10–11 og kl. 11– 12 jóga, kl. 10.30 sam- verustund. Fótaaðgerð- ir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun fimmtudag pútt á Korpúlfsstöðum kl.10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 10 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 9 fótaaðgerð- ir, kl. 10 bútasaumur og hárgreiðsla, bókband, kl. 13 föndur og kóræf- ing, kl. 12.30 versl- unarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, föndur, kl. 15 bókabíll- inn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins, norð- anmegin. Í dag er miðvikudagur 26. maí, 147. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum. (Jh.. 17, 2.)     Egill Helgason, stjórn-andi Silfri Egils, seg- ir frá því í spjalli á vef sínum að hann hafi hitt Gísla Martein Bald- ursson, varaborgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins og sjónvarpsmann, og Helga Hjörvar, þing- mann Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúa, á veitingastaðnum Jóm- frúnni. Hann segir gott þegar pólitískir andstæð- ingar geti talað saman og sleppt skærunum og ruglinu. Fólk eigi að geta verið vinir þó það aðhyll- ist ekki skoðanir hvað annars.     Svo segir Egill: „Éghvatti Gísla til að fara í slaginn um borg- arstjórann. Ég meina það. Væri fínt að fá ung- an mann eins og hann, með lag á að geta látið fólk vinna með sér, nægi- lega víðsýni til að um- gangast pólitíska and- stæðinga af virðingu – og nútímalegar hugmyndir um hvernig fólk lifir í borgum. Út með karl- fauskana Alfreð og Vil- hjálm, menn sem búa í Breiðholti og hafa Breið- holt í hausnum. Brátt þurfa borgarbúar að kjósa af sér hinn andlega gjaldþrota R-lista. Öm- urlegt að sjá hvernig borginni hrakar undir stjórn hans – og hvernig gröfurnar eru byrjaðar að grafa í hinni óþörfu þríbreiðu Hringbraut.“     Egill segir að hannverði e.t.v. að endur- skoða sumarfrí sitt neiti forseti Íslands að skrifa undir fjölmiðlalögin. Hann rökstyður samt að hann eigi ekki von á því. Óvíst sé hvort lögin brjóti í bága við stjórn- arskrá. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um þetta og sýnist svo ekki vera. Ríkið setur ýmsar tak- markanir á atvinnufrelsi í öðrum greinum en fjöl- miðlarekstri. Varla brýt- ur þetta í bága við ákvæði um eignarrétt, því útvarpsleyfin fá að renna út. Þá er spurning um tjáningarfrelsið. Tak- markanir á fjölmiðla- rekstri hafa verið í lög leiddar víða í Evrópu án þess að það sé talið stríða gegn tjáningarfrelsi – hví þá ekki hér? Ólafur Ragnar er heldur enginn dómari um hvort lög brjóti gegn stjórnarská. Um það hljóta dómstólar að fjalla,“ segir Egill.     Þá sé talað um að Ólaf-ur Ragnar hljóti að taka tillit til þess að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Það hafi þó gerst í mörgum veiga- meiri málum. „En er með nokkru móti hægt að halda því fram að þetta mál sé merkilegra en til dæmis aðildin að EES, gagnagrunnurinn, kvóta- kerfið, Kárahnjúkar og öryrkjamálið? Það er erf- itt að sannfæra mig um það,“ segir Egill Helga- son en tekur fram að hann sé á móti lögunum og telur þau vitlaus. STAKSTEINAR Hvatti Gísla Martein í borgarstjórann Víkverji skrifar... Tilviljun er forvitnilegt fyrirbæriog endalaust rannsóknarefni fyr- ir áhugamenn um tölfræði og lík- indareikning. Í orðabókum er þetta orð, tilviljun, skýrt sem hending, eitthvað sem vill til að gerist. Tilefni þess að Víkverji fór að velta tilviljunum fyrir sér var frá- sögn samstarfsfélaga af hótelferðum þeirra hjóna út á land. Í fyrra skiptið voru þau að spóka sig í heitum potti við hótelið þegar nágrannahjón úr bænum birtust óvænt á sundföt- unum. Samstarfsfélagi Víkverja brá sér síðan á hótel nýlega og hafði það á orði við manninn sinn við morg- unverðarborðið að nú vantaði bara að nágrannarnir birtust. Og viti menn. Orðinu hafði varla verið sleppt þegar sömu nágrannahjónin mættu í morgunverðinn. Skemmti- leg tilviljun? Jú, Víkverji er ekki frá því, nema ef vera skyldi að öflugar nágrannanjósnir séu stundaðar í þessu tilviki! Öll höfum við eflaust upplifað svipaðar aðstæður. Hverjar eru til dæmis líkurnar á að mæta Íslendingi á fyrsta götuhorni eftir komuna til New York? Víkverji kann ekki svar- ið í prósentum talið en hann lenti að minnsta kosti í þessu um árið, í sinni fyrstu ferð til Bandaríkjanna. Enn fyndnara þótti hvaða Íslendingur þetta var en það er nú annað mál. Það var líka svolítið skondið á dög- unum þegar góðan vin Víkverja bar á góma í samræðum á heimilinu. Mitt í því spjalli hringdi gemsinn í höndum Víkverja og hver haldiði að hafi verið hinum megin á línunni? Jú, vinurinn góði. Tilviljun? Víkverji er ekki frá því að svo hafi verið. Þegar orðinu tilviljun er svo flett upp í leitarvélum Netsins kemur margt forvitnilegt í ljós. Meðal þess er samanburður á ævi og örlögum tveggja Bandaríkjaforseta, þeirra Abrahams Lincolns og Johns F. Kennedys. Eitt hundrað ár liðu frá því að Lincoln og Kennedy voru kjörnir á þing og síðar kjörnir for- setar, báðir voru þeir myrtir á föstu- degi, einkaritari Lincolns hét Kenn- edy og einkaritari Kennedys hét Lincoln, Lincoln var skotinn í Kenn- edy-leikhúsinu og Kennedy skotinn í Lincoln-bifreið. Þá mun morðingi Lincolns hafa fundist í vöruhúsi eftir að hafa flúið úr leikhúsinu en morð- ingi Kennedys á að hafa flúið úr vöruhúsi og fundist í leik- eða kvik- myndahúsi. Allt er þetta harla ótrú- legt og liggur við að sé eitthvað ann- að og meira en tilviljun. x x x Víkverja fannst það líka eitthvaðannað og meira en tilviljun að hryðjuverkaárásirnar í Madríd voru gerðar 11. mars síðastliðinn, 911 dögum frá árásunum í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Hafi það verið tilviljun var það í öllu falli ekki skemmtileg tilviljun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sumarkoman er engin tilviljun. „Ég vill“ NÝLEGA las ég grein í Fréttablaðinu þar sem blaðakona þess skrifar um það af mikilli vandlætingu að alþingismaður nokkur hafi sagt í ræðustól: „Ég vill.“ Þetta kom mér ekki á óvart; mér er ekki kunnugt um að fólk þurfi að leggja fram prófskírteini til þess að geta tekið sæti á Alþingi. Umræddur þingmaður veit ekki betur; enginn hefur sagt honum að rétt sé að segja: „Ég vil.“ Hver kálfur getur sest á Alþingi. Aðalatriðið er að fólk láti vel að stjórn. Í kvæði Gríms Thomsens „Á Glæsivöllum“ minna nokk- ur erindi mjög á Alþingi Ís- lendinga, t.d. þetta: Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Ég lýk svo þessu grein- arkorni með orðum Gríms Thomsens úr sama ljóði: …og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. 201019-4359. Tapað/fundið Myndavél fannst MYNDAVÉL í svartri tösku með átekinni filmu fannst á Geirsnefi sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 554 6853. Dýrahald Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR fannst hjá Landspítalanum sl. mánu- dag í gróðri fyrir utan kvennadeildina. Hann var frekar slappur en afskap- lega gæfur. Fuglinn er ljósblá/hvítleitur að lit. Upplýsingar gefur Karen í síma 692 3840. Brandur er týndur FRESSKÖTTURINN Brandur slapp úr búri fyrir utan Dýralæknastofuna, Lyngási 18, í Garðabæ, laugardaginn 22. maí sl. Brandur er brúnbröndóttur með svarta flekki á baki og hvítar hosur og háls. Hann var ómerktur og auk þess hefur hann verið veikur og þarf nauðsynlega að kom- ast undir hendur dýralækn- is. Ef einhver hefur upplýs- ingar um hann, vinsamlega látið vita í síma 898 0857 eða 551 1800. Einnig má láta Dýralæknastofuna vita í síma 565 8311/863 3131 eða koma honum í Kattholt. Kettlingar af skógarkattakyni FIMM kettlinga af skógar- kattarkyni vantar heimili. Þeir eru í senn kassavanir og gæfir. Upplýsingar í síma 896 1488. Barnelskur fress og félagar TVEIR yndislegir brönd- óttir kettlingar og einn stór barnelskur fress fást gef- ins. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar hjá Láru í síma 694 5368. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 Júðana, 8 hlemmarnir, 9 starfið, 10 umfram, 11 forföðurinn, 13 þekkja, 15 hlaupastörf, 18 gagns- lausa, 21 þar til, 22 líf- færin, 23 framleiðslu- vara, 24 kompásar. LÓÐRÉTT 2 kveða, 3 kvendýrið, 4 hrekk, 5 ferskan, 6 ljóma, 7 röska, 12 veiðarfæri, 14 bókstafur, 15 bráðum, 16 eftirskrift, 17 áma, 18 reykti, 19 fiskinn, 20 ójafna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 trega, 4 hrauk, 7 kofan, 8 gunga, 9 set, 11 ráma, 13 orga, 14 fljót, 15 kufl, 17 assa, 20 arg, 22 tóm- an, 23 atóms, 24 móður, 25 aflar. Lóðrétt: 1 tekur, 2 elfum, 3 agns, 4 hægt, 5 annar, 6 krafa, 10 erjur, 12 afl, 13 ota, 15 kætum, 16 fumið, 18 stóll, 19 ansar, 20 anar, 21 gata. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.