Morgunblaðið - 26.05.2004, Side 6

Morgunblaðið - 26.05.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 16. júní á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta áfangastaðar Portúgal við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna, tryggir þér síðustu sætin og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða gististað þú býrð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Vikuferð, 16. júní. Stökktutilboð, netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 16. júní, netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Portúgal 16. júní frá kr. 29.995 í fremstu röð í umhverfismálum með viðleitni sinni. Siv þakkaði fyrirtækj- unum fyrir framtakið og bætti við að ENDURVINNSLUSTÖÐ fyrir bensíngufur frá olíustöðinni í Örfir- isey var formlega tekin í notkun í gær. Stöðin, sem er staðsett hjá olíu- tönkunum, vinnur bensín úr bensín- gufum og mun draga verulega úr loftmengun á svæðinu. Hingað til hefur bensínlykt lagt yfir svæðið í ákveðnum veðurskilyrðum en inn- öndun slíkra gufa getur verið hættu- leg mönnum. Bygging endurvinnslustöðv- arinnar er sameiginlegt verkefni eig- anda olíutankanna, Olíudreifingar og Skeljungs ehf. Samkvæmt reglu- gerð frá 1999 er fyrirtækjum sem reka birgðastöðvar fyrir bensín skylt að takmarka magn bensíngufa í lofti í útblæstri frá slíkum stöðvum. Með tilkomu hins nýja búnaðar fer loftmengun frá stöðinni langt niður fyrir það hámark sem reglugerðin kveður á um. Framsýnt skref Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra gangsetti endur- vinnslustöðina í fyrsta sinn í gær að viðstöddum forsvarsmönnum fyr- irtækjanna og öðrum gestum. Við það tilefni sagði Siv m.a að bygging stöðvarinnar væri framsýnt skref af hálfu fyrirtækjanna sem skipuðu sér sá tími væri nú liðinn að starfsmenn borgarinnar á sviði umhverfismála þyrftu að ganga um Örfirisey með nefið út í loftið til að finna hvaðan bensínlyktin kæmi. 110 þúsund bensínlítrar vinnast árlega Kostnaður við byggingu stöðv- arinnar er áætlaður um 100 milljónir króna og framkvæmdir hafa tekið um þrjú ár. Endurvinnsla bensínguf- anna minnkar loftmengun á svæðinu niður í um 10 grömm á rúmmetra en leyfilegt hámark er 35 grömm. Til- koma stöðvarinnar hefur þó ekki eingöngu umhverfislegan ávinning í för með sér, því stöðin endurvinnur árlega um 110 þúsund lítra af bensíni úr bensíngufunum, sem hafa hingað til sloppið út í andrúmsloftið. Til samanburðar má nefna að það magn dugir til að fylla fjóra olíuflutn- ingabíla af stærstu gerð. Endurvinnslustöðin tekur bæði við bensíngufum sem verða til við að bensíni er dælt úr tönkunum yfir á olíubíla og einnig bensíngufum sem verða til þegar olíubílarnir skila af sér bensíni á bensínstöðvarnar. Olíu- bílarnir hafa sérstakan búnað sem tryggir að gufurnar sleppi ekki út í loftið við afhendingu á bensíni. Endurvinnslustöðin er hönnuð í Danmörku og hefur verið seld víðs- vegar um heim. Umhverfisráðherra opnaði endurvinnslustöð fyrir bensíngufur í Örfirisey Morgunblaðið/Árni Torfason Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gangsetur endurvinnslustöðina í Ör- firisey. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, fylgist með. Bensínlyktin heyrir sögunni til KJARASAMNINGUR Starfs- greinasambands Íslands við ríkið, sem undirritaður var 7. apríl, hefur verið samþykktur í öllum aðildar- félögum sambandsins sem málið varðar nema hjá Verkalýðsfélagi Akraness og hjá Verkalýðsfélaginu Vöku, Siglufirði. Á kjörskrá voru 2.134 en 33% greiddu atkvæði um samninginn í öllum félögunum og var niðurstaðan sú að 81,3% sam- þykktu hann en 18% greiddu at- kvæði gegn samningnum. Á Akra- nesi höfnuðu 87,5% af þeim sem greiddu atkvæði samningnum og á Siglufirði 94%. Hjá stærstu fé- lögum Starfsgreinasambandsins var samningurinn hins vegar sam- þykktur með miklum mun: 92,4% hjá Eflingu-stéttarfélagi í Reykja- vík, 96% hjá Einingu Iðju á Ak- ureyri, 72% í Keflavík og í Grinda- vík, 93% samþykktu samninginn á Selfossi og 68,6% hjá Afli, Austur- landi. Kosið um samning Starfsgreina- sambandsins við ríkið Samþykkt- ur nema á Akranesi og á Siglufirði 413 METRA djúp borhola opnaðist í síðustu viku úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar lóðrétt niður að væntanlegri stöðvarhússhvelf- ingu í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Frá þessu greinir á vef Kárahnjúka- virkjunar. Holan verður notuð til að bora svo- kölluð fallgöng fyrir vatn sem streymir úr Hálslóni að hverflum virkjunarinnar. Fallgöngin verða lengstu beinu fallgöng í heimi. Bor- holan, sem kalla má stýriholu (pilot hole), gegnir lykilhlutverki í verkinu sem fram undan er við að bora fall- göngin.Vírar verða dregnir í gegnum holuna, borkróna fest í þá niðri og krónan síðan dregin upp. Fallgöngin verða yfir 400 metra löng og 4 metr- ar í þvermál. Tvenn slík verða boruð í fjallinu. Fallgöngin verða fóðruð stáli og koma til með að verða þau lengstu sinnar tegundar í heiminum. Þegar borinn komst á leiðarenda fór vatn að fossa niður úr holunni eins og búist hafði verið við. Vaxandi spenna var hins vegar á svæðinu meðan mælt var hve miklu kynni að skeika að borholan væri 100% lóðrétt og höfðu starfsmenn stofnað veð- banka af því tilefni. Skekkjan verður að vera innan við 1% og reyndist langt innan þeirra marka eða 19,2 cm, s.s. 0,046%. Þeir hafa því smið- saugað í fínu lagi, bormennirnir eystra. Sá sem vann pottinn í veð- bankanum giskaði á að skekkjan yrði 19 cm og í öðru sæti var sá sem gisk- aði á 19,5 cm. Sniðið sýnir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar liggja lóðrétt niður að væntanlegri stöðvarhússhvelfingu og tengd göng út úr Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Mjög vel tókst til við borun ganganna. Mátti engu skeika í borun stærsta landið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Orkumál eru ofarlega á baugi hjá Teufel en í gær heimsótti hann einnig fyrirtækið Nýorku sem tekur þátt í vetnisverkefninu svo- kallaða ásamt þýsk-ameríska fyr- irtækinu DaimlerChrysler. Í dag mun Teufel hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt því að funda með Þýsk-íslenska versl- unarráðinu. ERWIN Teufel, forsætisráðherra Baden-Württemberg, átti fund með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum í gær- morgun. Á fundinum var m.a. rætt um samskipti Íslands og Þýskalands á sviði viðskipta, menningar, ferða- mála og orkumála svo eitthvað sé nefnt. Baden-Württemberg er þriðja Ræddu samskipti Íslands og Þýskalands Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.