Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 183. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Barsmíðar í síldarbræðslu Fjölbreytt þjóðlagahátíð haldin á Siglufirði Menning 35 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Vinsælustu bílar Evrópu  Deilt á ryðvörn bíla Íþróttir | Sænsku meistararnir sýna Sölva áhuga  FH og KR skildu jöfn í Kaplakrika BANDARÍSKI öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards sagðist í gær taka boði John Kerrys, for- setaefnis demókrata, af auðmýkt en Kerry valdi í gær Edwards sem varaforsetaefni sitt. Edwards, sem keppti við Kerry um tilnefningu demókrata, er 51 árs gamall öldungadeildarþingmaður frá Norð- ur-Karólínu. Hann sagðist í senn vera auðmjúkur og „harðánægður“ með boðið og sagði Kerry hafa til að bera „sterkan persónuleika og hugrekki“. John Edwards verður varaforsetaefni demókrata. Pittsburgh, Washington. AFP, AP.  Virkja/13 Edwards „harðánægður“ AUÐUG kaupsýslukona í Ósló hefur verið dæmd til að greiða 5,2 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir að keyra ölvuð. Er um að ræða hæstu sekt fyrir brot af þessu tagi í Noregi. Sektir fyrir ölvunarakstur eru háar í Noregi og samsvara yfirleitt mánaðar- launum þess, sem brýtur af sér. Konan er heldur enginn fisjungur í þeim efnum eða með rúmlega 60 millj. kr. í árslaun að því er fram kom í Verdens Gang. Konan var handtekin í ágúst fyrir ári og reyndist alkóhólinnihald í blóði vera marg- falt það, sem leyfilegt er. Hafði hún drukkið ellefu vínglös áður en hún lagði upp í öku- ferðina, sem varð innan við 100 metra löng, en þá var hún búin að aka á þrjá bíla. Dýr ölvunarakstur EINUNGIS 9% þeirra útlendinga sem sótt hafa um pólitískt hæli í Danmörku á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa fengið umsókn sína samþykkta. Er hér um að ræða mikla fækkun frá því sem áður var, því árið 2001 voru 53% umsókna um pólitískt hæli sam- þykkt. Í millitíðinni samþykkti hægri-miðju-stjórn And- ers Fogh Rasmussens forsætisráðherra mun strangari reglur um innflytjendur en áður höfðu verið í gildi en stjórn hans tók við völdum í nóv- ember 2001. Nú geta flóttamenn ekki sótt um leyfi til fastrar búsetu fyrr en eftir að hafa búið í Dan- mörku í sjö ár en áður voru það þrjú ár, auk þess sem reglur um dvalarleyfi fyrir samviskufanga og samkynhneigða, sem hafa verið ofsóttir í heimalandi sínu, voru hertar. Segir færri flóttamenn sækjast eftir að koma Andreas Alsoee, starfsmaður danska innflytj- endaeftirlitsins, segir að flóttamönnum sem vilji koma til Danmerkur hafi fækkað. „Danir hafa líka tekið upp strangari lög um innflytjendur, rétt eins og aðrar Evrópuþjóðir á borð við Þjóðverja, Hol- lendinga, Breta og nú nýlega Norðmenn, en það hefur haft áhrif á hversu margir flóttamenn eru boðnir velkomnir til landsins,“ segir hann. Aðeins 9% fá pólitískt hæli Kaupmannahöfn. AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjun- um vilja að Íslendingar taki á sig aukna hlutdeild í rekstri Kefla- víkurstöðvarinnar. Þetta kom fram á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Davíð sagð- ist í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn telja að til greina kæmi að Íslendingar tækju að sér aukin verkefni, sem sneru að hinni borgaralegu starfsemi á Keflavíkurflugvelli sem um væri að ræða en hafa til þessa verið á könnu varnarliðsins að öllu leyti. „Við reynum að horfa á það með sanngirni, en þó innan einhverra marka sem við ráðum við,“ sagði Davíð. „Mér finnst ekki ósann- gjarnt að við leggjum okkar af mörkum og að við sýnum að við viljum að varnir séu tryggðar og að við séum ekki á nokkurn hátt að halda vörnum í landinu til þess að hagnast á því peninga- lega.“ Bush sagði við fréttamenn að hann og Davíð hefðu átt mjög opinskáar viðræður um varnar- málin á Íslandi. Sagði Bush að Davíð hefði verið talsvert fylginn sér og fastur fyrir á fundinum, sem væri skiljanlegt því hann legði áherslu á að tryggja öryggi lands síns og þjóðar. Lagði Bush áherslu á að þessi mál yrðu leyst með samkomulagi þjóðanna. „Forsætisráðherrann lagði af- ar mikla áherslu á að við hefðum þoturnar þar áfram,“ sagði Bush. „Hann flutti mál sitt vel, var ákveðinn í því að Bandaríkin ættu að hafa hermenn þar áfram. Og ég sagði honum að ég væri opinn fyrir því. Ég vil tryggja að ég átti mig fyllilega á því hvað er í húfi þegar tekin verður ákvörðun um hvort þar verða áfram hermenn.“ Davíð vonbetri eftir fundinn Davíð segist vera miklu von- betri eftir fundinn í gær um að Bandaríkjamenn muni standa við eðli og inntak varnarsamn- ingsins. Forsætisráðherra telur að í framhaldi af fundi hans og Bush í gær muni fljótlega kom- ast skriður á viðræður milli land- anna um varnarsamstarfið. „Forsetinn fól Colin Powell ut- anríkisráðherra, sem var við- staddur, átti mjög góðan þátt í fundinum og lagði gott til mála, að annast þær af sinni hálfu. Hann mun síðan sjálfur taka hina endanlegu ákvörðun,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið eftir fund leiðtoganna í gær. Davíð Oddsson ræddi framtíð varnarliðsins við George W. Bush í Hvíta húsinu Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson og George W. Bush takast í hendur í skrifstofu Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Colin Powell falinn undirbún- ingur viðræðna Ekki ósanngjarnt að við leggjum okkar af mörkum Washington. Morgunblaðið.  Viðræður/Miðopna, 8 LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær karlmann um fertugt vegna gruns um að hann tengist með grunsamlegum hætti hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Tekin verður afstaða til þess í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum vegna málsins. Ekkert hefur spurst til kon- unnar síðan aðfaranótt sunnudags, en ætt- ingjar hennar tilkynntu lögreglu hvarf hennar á mánudag. Hún er liðlega þrítug og ættuð frá Asíu. Rannsókn hófst í kjölfar tilkynningar ættingjanna og tók lögreglan við rannsókn- ina í sína vörslu jeppabifreið í eigu manns- ins. Verður hún rannsökuð m.a. með tilliti til þess að unnt sé að ganga úr skugga um að hin horfna hafi verið flutt í honum eftir að hennar var saknað. Tæknideild lögregl- unnar girti af vettvang íbúðarhúss við Stórholt þar sem hinn grunaði býr og var þar framkvæmd húsleit og vettvangsrann- sókn. Talið er að konan hafi síðast komið þar við og er ekki vitað hvort hún er nú lífs eða liðin. Hinn handtekni hefur áður komið við sögu lögreglunnar en kannast ekki við að vera valdur að hvarfi konunnar. Jafnframt því að vera fyrrverandi sambýlismaður hennar er hann barnsfaðir hennar. Málið er á frumstigi í rannsókn lögregl- unnar. Karlmaður handtekinn vegna mannshvarfs Morgunblaðið/Júlíus Tæknimenn lögreglunnar létu fjarlægja jeppabifreið hins grunaða frá húsi í Stórholti. Lóð og íbúð í húsinu voru girtar af vegna ítarlegrar tæknirannsóknar í þágu málsins. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.