Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÚ SAGA er sögð að þegar sós- íalistar höfðu tekið völdin í París eftir velheppnaða byltingu um miðja 19. öldina að þá hafi helstu fjár- málamenn Parísar komið saman til fundar og margir talið örvænt um sinn hag en banka- stjóri þjóðbankans sagði að þeir skyldu vera rólegir því að það væri ekkert sem að sósíalistar óttuðust jafn mikið og sósíal- ismann. Nú er svo komið hér á landi að þeir sem óttast lýðræð- ið mest eru Sjálfstæð- isflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn. Koma á í veg fyrir að þjóðin fái að segja hug sinn í kosningum um lög sem Alþingi hefur afgreitt frá sér. Til að koma í veg fyrir að þjóð- in hafi með þetta að gera hafa þing- flokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ákveðið að ógilda fyrri gerðir, breyta út af fyrri sannfæringu og samþykkja ný lög um fjölmiðla pínulítið breytt. Af hverju má þjóðin ekki greiða at- kvæði um lögin? Gegn lýðræði fyrir flokksræði Forustumenn stjórnarflokkana virðast telja hættulegt að kjós- endum gefist færi á að taka afstöðu til annars en stjórnmálaflokka með 4 ára millibili. Slíkar kosningar er hægt að undirbúa með því að leggja fram vinsæl mál síðustu misserin fyrir kosningar. Nota gríðarlegar auglýsingar til að slá ryki í augu kjósenda og misnota almannafé til að fá enn meiri framgang. Í fram- boð eru sett þæg flokkslíkamabörn sem hafa þann metnað helstan í pólitík að þjóna foringjanum. Einu sinni voru vaskir ungir menn í Sjálf- stæðisflokknum sem töldu að nauð- synlegt væri að efla beint og milli- liðalaust lýðræði. Sjálfstæðis- flokkurinn barðist fyrir því. Nú telja foringjarnir mikilvægast að reyna að koma í veg fyrir að þjóð- arviljinn nái fram að ganga. Sannfæringar- kraftur Ætla mætti að þeir sem börðust fyrir fjöl- miðlafrumvarpinu hefðu þann sannfær- ingarkraft um ágæti þess að þeir treystu sér til að leggja það fyrir dóm kjósenda og berjast fyrir því fram til þjóðaratkvæða- greiðslunnar að sannfæra meiri hluta kjósenda um ágæti þess. Þingmenn sem samþykktu frum- varpið í vor en ætla nú að breyta því til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu hafa sérkennilega pólitíska sannfæringu. Í vor lá á að samþykkja frumvarpið en nú er hægt að fella það úr gildi og samþykkja annað. Hvað breytt- ist í millitíðinni? Opinberuðust þing- mönnum stjórnarflokkanna einhver ný sannindi? Varð sannfæringin allt í einu önnur? Er það e.t.v. óttinn við lýðræðið sem kemur í veg fyrir að stjórnarflokkarnir láti leggja málið undir dóm kjósenda? Er með þessu verið að gera grín að þjóðhöfðingj- anum, stjórnarskránni og kjós- endum? Er ef til vill helst verið að gera grín að lýðræðinu? Nái fyr- irætlun stjórnarflokkanna fram að ganga um að ógilda fyrri gerðir og setja ný fjölmiðlalög lítið breytt eru öll efnisrök fyrir því að forsetinn neiti einnig að staðfesta þau. Þjóðin á rétt á því. Ekki er hægt að líða það að þeir sem fara með meiri- hlutavald á Alþingi misnoti það með þeim hætti sem ætlunin er að gera. Jón Magnússon fjallar um nýjustu vendingar í sambandi við fjölmiðlafrumvarpið ’Ekki er hægt að líðaþað að þeir sem fara með meirihlutavald á Alþingi misnoti það með þeim hætti sem ætlunin er að gera.‘ Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður samtakanna Nýtt afl. Hræðslan við lýðræðið ÞAU Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Agnarsson eru í blaðagrein í Morgunblaðinu sl. föstudag ekki ánægð með athugasemdir mínar við landbúnaðarspjall þeirra í útvarpinu núna á dögunum. Máli sínu til stuðnings nefna þau fréttir af ný- legri skýrslu frá OECD. Það er alveg rétt að 3. júní sl. gaf Efnahags- og fram- farastofnunin út nýja skýrslu um stöðu land- búnaðar í aðildarríkj- unum. Upplýsingarnar sem þar er að finna eru mjög vand- meðfarnar og geta auðveldlega valdið miklum misskilningi. OECD mælir stuðning við landbúnað í því sem nefna mætti tekjuígildisstuðning við framleiðendur (PSE = Producers Support Estimate) sem er ekki mæli- kvarði á útgjöld ríkisins til landbún- aðar, heldur mælikvarði á greiðslur til framleiðenda að viðbættum áætl- uðum tekjum þeirra vegna þess að verð afurðanna er hærra en það væri ef innflutningsverndar nyti ekki við. Út úr þessu reikniverki OECD er það niðurstaðan að áætlaðar tekjur íslenskra bænda árið 2003 væru 7,8 milljörðum kr. lægri ef landbúnaður- inn byggi við opin landamæri. Spurn- ingin er þá: Trúa menn því að ís- lenskir neytendur eða íslenskt samfélag stæði 7,8 millj- örðum króna betur að vígi ef landbúnaður hér á Íslandi byggi við opin landamæri? Ég er per- sónulega alveg sann- færður um að þessu er þveröfugt farið. Kostn- aður samfélagsins – kostnaður sem enginn greiddi nema skattborg- ararnir, þ.e. neytendur – yrði miklu hærri en nemur þessum 7,8 millj- örðum ef það óhappa- verk yrði unnið að rústa byggðir landsins með óheftum innflutningi erlendra land- búnaðarafurða. Ég veit líka ósköp vel að margir eru mér ósammála. En það er um þetta sem stríðið stendur. Þau Guðrún og Tryggvi nefna einnig rekstur stofnana landbún- aðarins, niðurgreitt lánsfé til bænda, kostnað við markaðsstarf, kostnað við ráðunauta og rekstur bænda- samtakanna og spyrja mig hvort ég treysti mér til að upplýsa um þetta „með sóma og sann“. Mér er að sjálf- sögðu bæði ljúft og skylt að upplýsa þau og fleiri um þetta. Greiðslur rík- isins vegna landbúnaðar eru skv. fjár- lögum fyrir árið 2004 (nokkrar helstu tölur teknar saman) sem hér segir: Sjá töflu. Það er misskilningur að lánsfé til landbúnaðarins sé niðurgreitt úr rík- issjóði. Lánasjóður landbúnaðarins fær hluta af búnaðargjaldi sem bændur borga sjálfir. Svo er einnig um aðra sjóði landbúnaðarins, svo sem Búnaðarsjóð, Garðávaxtasjóð, Fóðursjóð og Fiskræktarsjóð. Ríkið borgar ekkert til þessara sjóða held- ur borga framleiðendur sjálfir í sjóð- ina – og fá greitt úr þeim. Að lokum þetta: Styrkir til íslensks landbúnaðar eru miklir. Um það er ekki deilt, en það er mjög ósann- gjarnt að kenna íslenskum bændum um hátt matarverð á Íslandi. Orsak- anna er að leita í mörgum öðrum þáttum verðmyndunarinnar eins og glöggt kom fram í nýlegri skýrslu um samanburð á matarverði á Íslandi, Norðurlöndunum og ríkjum Evrópu- sambandsins sem unnin var af hag- fræðistofnun Háskóla Íslands. Mun- urinn er heldur ekki eins mikill og margir vilja vera láta. Skv. gagna- grunni hagstofu ESB var hlutfall matar árið 2003 í samræmdri vísitölu neysluverðs án húsnæðis 14,7% á Ís- landi, en meðaltalið á Evrópska efna- hagssvæðinu var á sama tíma 13,4%. Það verða allir að fara með mikilli gát er þeir ræða um landbúnað á Ís- landi. Hann er að sjálfsögðu við- kvæmur – ekki síst vegna norðlægrar legu landsins. Enn til varnar íslenskum landbúnaði Einar Oddur Kristjánsson svarar Guðrúnu og Tryggva Einar Oddur Kristjánsson ’Það er misskilningurað lánsfé til landbún- aðarins sé niðurgreitt úr ríkissjóði.‘ Höfundur er alþingismaður. Fjárlagaliðir Upphæðir í milljónum ísl. króna Beingreiðslur til framleiðanda 7.030 Landgræðslu- og skógræktarverkefni 1.157 Landbúnaðarskólarnir 464 Bændasamtökin og hagþjónustan 440 Yfirdýralæknir og riðuveikivarnir 315 Landbúnaðarráðuneytið og ýmis framlög 289 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og önnur rannsóknarstarfsemi 278 Framleiðnisjóður landbúnaðarins 185 Átak í hrossarækt 25 Samtals 10.183 UMRÆÐAN um þjóðaratkvæða- greiðslu hefur valdið vonbrigðum. Í stuttu máli er hún þessi: Hverjum þyk- ir sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði horaður og magur. Öll þessi umræða hefur einkennst af hatri, valdagræðgi og einsýni. Það er ömurlegt að vita til þess, að þjóð- aratkvæðagreiðsla skuli háð valdi og duttlungum fárra manna og kvenna. Ef á annað borð á að setja lög um þjóð- aratkvæðagreiðslu á að gera það á þann hátt, að það séu kjósendur, fólkið í landinu, sem ákveður hvort hún á að eiga sér stað. Ég hefi alla tíð verið á móti þjóðaratkvæða- greiðslu, sem er ákveðin af örfáum þingmönnum eða nú af forseta Ís- lands. Hins vegar hefi ég ávallt verði meðmæltur þjóðaratkvæða- greiðslu, sem hluti af réttbærum kjósendum gæti óskað eftir að færi fram. Það væri annar bragur á að 10% eða 15% kjósenda gætu tekið sig saman um ákveðið málefni og farið fram á þjóðaratkvæða- greiðslu. Við kjósendur viljum gjarnan fá þjóð- aratkvæði um ýmis mál- efni, sem alþingismenn þora ekki að setja í hendur almennings. Við sem búum í landinu er- um svo vitlausir og skammsýnir eða hvað? Hvað með Kárahnjúka eða láglaunaskattinn, sem ekki á að leiðrétta? Væri ekki 150 þúsunda skattfrelsi launafólks sjálfsagt? Ég skora á Alþingi Íslands að setja lög þessa efnis og afnema jafnframt alla mögu- leika annarra á að svala sér á kostnað þjóð- arinnar eða vísa ákvörð- unartöku af herðum sér. Aðeins fólkið í landinu á að hafa þenn- an rétt. Við viljum ekki láta hina fáu skammta hvað við megum eða eigum að kjósa um. Þjóðaratkvæða- greiðsla hverra? Hreggviður Jónsson fjallar um þjóðaratkvæðið Hreggviður Jónsson ’Öll þessi um-ræða hefur ein- kennst af hatri, valdagræðgi og einsýni.‘ Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. VIÐ Íslendingar fáum fleiri en eitt tæki- færi til þess að nýta kosningaréttinn okkar þetta árið. Forseta- kosningar eru nýaf- staðnar og minna okk- ur á hve nauðsynlegt er að endurskoða stjórnarskrá okkar og lög og fjölga meðmæl- endum frambjóðenda og jafnvel setja hömlur á að sami maðurinn geti, kosningar eftir kosningar, boðið sig fram, þrátt fyrir að þjóðin hafi sinn eftir sinn hafnað honum. Núverandi fyr- irkomulag er frá 1944 og er barn síns tíma en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, þjóð- inni hefur fjölgað og byltingar- kenndar breytingar átt sér stað í þjóðfélaginu. Næstu kosningar verða væntanlega í ágúst þar sem forseti Íslands hefur ákveðið að vísa lögum um eign- arhald á fjölmiðlum til þjóðarinnar eftir að lögin höfðu verið sam- þykkt á Alþingi. Víst er að þessi ákvörðun for- seta Íslands er og verð- ur ákaflega umdeild og vísar væntanlega til þess að fleiri málum, stórum og smáum, verði vísað til þjóð- arinnar af hans hálfu. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann geri þetta einn og sjálfur, aðrir beri ekki ábyrgð á þessari gjörð. Þetta er auðvitað vís- bending um það að forseti lýðveldis geti, eftir eigin sannfæringu eða duttlungum, allt eftir því hvaða orð menn kjósa að nota um þessa gjörð, gripið inn í lagasetningu Alþingis og nýti sér ákvæði stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. Í framhaldi af þessu vakna spurn- ingar um það hver á í raun að bera kostnað af þessum athöfnum. Lög- um samkvæmt eiga sveitarfélögin í landinu að bera þann kostnað sem fellur við kosningar. Það er ljóst að kostnaður við þessar kosningar nemur tæplega 200.000.000 króna. Það er í hæsta máta óeðlilegt að sveitarfélögin beri kostnað af öllum þessum kosningum. Þessi upphæð er ekki langt frá þeirri krónutölu sem menntamálaráðherra og rík- isstjórnin hafa ákveðið að leggja til viðbótar til þess að unga fólkið okkar sem var að útskrifast úr grunn- skólum þetta árið komist í fram- haldsskóla. Eðlilegt er að sveit- arfélögin beri kostnað af sveitar- stjórnarkosningum og síðan beri Alþingi kostnaðinn af alþingiskosn- ingum og forsetaembættið kostn- aðinn af forsetakosningum og ef um þjóðaratkvæðagreiðslu er að ræða þar sem forsetinn ákveður að skrifa ekki undir lög heldur vísa ákvörð- unartökunni til þjóðarinnar. Þannig er það tillaga mín að kostnaður vegna kosninga um fjöl- miðlafrumvarpið verði settur á fjár- aukalög ársins 2004 og færður á æðstu stjórn ríkisins – embætti for- seta Íslands. Í nútímanum, þar sem alltaf er verið að kostnaðargreina hlutina, er ekki úr vegi að þeir beri kostnaðinn sem honum valda. Þann- ig er það í umhverfismálunum sem og á fjölmörgum öðrum sviðum. Að minnsta kosti er ekkert réttlæti fólgið í því að sveitarstjórnir lands- ins beri þennan kostnað. Hver á að borga kostnaðinn? Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu ’… er ekki úrvegi að þeir beri kostnaðinn sem honum valda.‘ Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er sveitarstjóri og varaþingmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.