Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSK skúta, S/Y Valkyrie (Valkyrjan), liggur við festar í Reykjavíkurhöfn um þessar mundir en hún kom hingað til lands frá Ný- fundnalandi ásamt þriggja manna áhöfn á laugardag. Skipið er sannast sagna mikið glæsifley eins og blaða- maður og ljósmyndari Morgunblaðs- ins komust að raun um þegar þeir áttu leið um höfnina í vikunni og hittu þar fyrir skipstjórann, Forrest Shropshire, sem bauð þeim um borð. Kostar nýsmíðuð um 400 milljónir Skútan er í eigu bandarískrar ekkju sem er væntanleg til landsins eftir helgi og mun hún sigla með bátnum um suðvesturhorn landsins í nokkra daga, að sögn Forrests. Héð- an heldur skip og áhöfn til Skotlands og þaðan til Írlands og fleiri hafna í Evrópu, síðan Kanaríeyja og áform- ar skipstjórinn að taka stefnuna það- an á Vestur-Indíur. Skútan sem var smíðuð af Dereck- tor Shipyards í Bandaríkjunum árið 1996 er 95 feta löng og búin öllum þeim þægindum sem prýða venju- legt heimili. Nýsmíðuð kostar hún um 400 milljónir króna. Í henni eru hjónaherbergi, tvö gestaherbergi og baðherbergi, setustofa, borðstofa og eldhús, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem þriggja manna áhöfn hefur sérherbergi, baðherbergi og eldhús. Sjónvarp, hljómflutningstæki, mynddiskaspilari og klakavél eru aðeins lítið brot af þeim þægindum sem um borð eru til að stytta mönn- um stundir úti á rúmsjó. Allar inn- réttingar eru af vönduðustu gerð, kirsuverjaviður í hólf og gólf og hvergi til sparað. Siglir skútunni árið um kring Forrest hefur stýrt skútunni frá árinu 1997 en þrír til fjórir eru jafn- an í áhöfn hverju sinni. Starf áhafn- ar er að sinna skútunni allan ársins hring meðan eigandinn er fjarver- andi og er skútan flestum stundum úti á sjó eða í fjarlægum heims- höfum. Forrest reiknar til dæmis ekki með að vera í Bandaríkjunum fyrr en í janúar á næsta ári. Hann hefur áður komið hingað til lands, fyrir um aldarfjórðungi, á minni skútu og lætur vel af landi og þjóð, segist hafa gripið í Íslendingasög- urnar, farið í heitu pottana í sund- laugunum og hafði nýverið keypt Djöflaeyjuna á ensku og 101 Reykja- vík á mynddiski, þegar hér var kom- ið við sögu. „Það gefst oft góður tími til bók- lesturs og annars í þeim dúr,“ út- skýrir Forrest. Glæsifley í Reykjavíkurhöfn bíður eiganda síns Hvað er betra en að koma sér þægilega fyrir í sjónvarpsholinu á síð- kvöldum og skella DVD-mynd í tækið eða taka sér bók í hönd? Búið öllum þæg- indum sem prýða venjulegt heimili Morgunblaðið/Jim Smart Forrest Shropshire, skipstjóri skútunnar, stoltur við fleyið sitt. RANNSÓKN á meintu kynferðis- ofbeldi gegn heyrnarlausum börn- um mun að öllum líkindum fara fram í umsjón félagsmála- og/eða heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis. Sigurjón Örn Þórsson, að- stoðarmaður félagsmálaráðherra, segir að nú sé beðið eftir end- anlegum hugmyndum Félags heyrnarlausra um hvernig haga beri faglegri úttekt á málinu, og þeirra sé að vænta á næstunni. Í framhaldi verði tekin ákvörðun um hvernig staðið verði að rannsókn- inni. Í minnisblaði sem fulltrúar ráðu- neytanna settu saman fyrir rík- isstjórn varðandi meint kynferðis- legt ofbeldi á heyrnarlausum börnum kemur meðal annars fram, að ráðuneytin telji rétt að hefja at- hugun á þessum málum í samstarfi við hagsmunaaðila. Í minnisblaðinu kemur einnig fram sú hugmynd, sem ríkisstjórnin samþykkti, að leggja eina milljón króna til verk- efnisins af ráðstöfunarfé sínu. Að- stoðarmaður félagsmálaráðherra segir að einungis sé búið að taka þessa peninga frá til þessa verk- efnis, en ekki sé um að ræða að Félag heyrnarlausra fái peningana til ráðstöfunar. Ráðuneytið bíður hugmynda frá Félagi heyrnarlausra Fé tekið frá til rannsóknar FORRÁÐAMENN Atlantsolíu hafa sent inn nýja kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Orkunnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Beinist hin nýja kvörtun að slagorði Orkunnar „Orkan bensín er alls staðar ódýrast“ en Atlantsolía telur að slagorðið brjóti í bága við sam- keppnislög. Þetta er önnur kvörtunin sem forráðamenn Atlantsolíu senda vegna slagorða Orkunnar en í desember sl. sendi fyrirtækið kvörtun til Samkeppnisstofnun- ar vegna slagorðs Orkunnar „Orkan – alltaf ódýrust“. Samkeppnisstofnun fjallaði um málið og komst að þeirri nið- urstöðu í mars sl. að slagorðið væri mjög afgerandi og þar sem í því fælist notkun á lýsingar- orði í efsta stigi yrði að gera mjög ríkar kröfur til þess að slagorðið stæðist kröfur sam- keppnislaga. Samkeppnisstofnun tók und- ir álit nefndarinnar og sagði að til að slagorðið bryti ekki sam- keppnislög yrði Orkan ávallt að bjóða lægsta verð á eldsneyti á markaðnum á öllum útsölustöð- um. Í fréttatilkynningu Atlantsol- íu segir að Orkan hafi ekki orðið við tilmælum Samkeppnisstofn- unar og því hafi verið ákveðið að senda inn nýja kvörtun vegna hins nýja slagorðs Orkunnar. Atlants- olía send- ir nýja kvörtun var svo haldin lítil hliðarkeppni þar sem verkstjórar vinnuskólanna sameinast í keppni gegn sameinuðu liði unglinga beggja skólanna. Þar var keppt í „ógeðs- drykkjarkeppni“ í anda sjónvarpsþáttarins 70 mínútna og höfðu krakkarnir sigur með miklum yfirburðum að sögn Steingríms Benediktssonar, yfirflokkstjóra í Mos- fellsbæ, en hann bætir því við að mótið hafi tekist með miklum ágætum. VINNUSKÓLAR Mosfellsbæjar og Garðabæjar héldu árlegan íþróttadag hátíðlegan í gær við íþrótta- miðstöðina í Varmá í Mosfellsbæ. Vinnuskólar bæj- arfélaganna hafa att kappi í næstum 20 ár og var ekk- ert gefið eftir nú sem endra nær. Keppt var í ýmsum greinum s.s. knattspyrnu, körfubolta, boðhlaupi, reip- togi og sundlaugarslag. Báru Mosfellingar sigur úr býtum í ár enda á heimavelli og heiðurinn í veði. Í ár Vinnuskólar etja kappi Morgunblaðið/Jim Smart Í GÆRMORGUN var ekið á kind skammt utan við Eiða. Bílstjóri Borgarfjarðarpóstbílsins, Margrét Hjarðar, fann hana lifandi, liggjandi í vegkantinum, margbrotna og blóð- uga, og hringdi strax í bóndann á Hjartarstöðum, nálægum bæ, og bað hann aflífa dýrið, sem var gert. „Annað hornið hafði brotnað af skepnunni, hún var mölbrotin og vætlaði blóð úr nösum og skrokki,“ sagði Margrét í samtalið við Morg- unblaðið. Legið lengi í blóði sínu Hún segir líklegt að bílstjórinn sem ók á kindina hafi dældað bíl sinn og brotið. Telur hún greinilegt að kindin hafi legið þarna í blóði sínu í einhverja klukkutíma, því blóð hafi verið þornað á veginum í kringum hana. Lömbin hennar tvö vokuðu svo jarmandi í vegöxlinni skammt frá. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bílstjórar hvattir til að láta vita ef ekið er á búfé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.