Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 27 ✝ Vilhjálmur Þor-steinsson var fæddur í Reykjavík 15. mars 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi aðfaranótt 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Vilhjálms- son, f. 2. maí 1899, d. 5. júlí 1987, og María Eyvör Eyjólfsdóttir, f. 24. febrúar 1904, d. 29. apríl 1982. Bróðir Vilhjálms er Eysteinn Jóhann Þorsteinsson, f. 3. maí 1936. Hálf- bróðir hans samfeðra er Björn Þorsteinsson, f. 6. júní 1923, d. 1. júlí 1999. Uppeldissystir Vilhjálms er María Eyvör Halldórsdóttir, f. 12. janúar 1951. Vilhjálmur kvæntist 4. febrúar 1971 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, frá Akra- nesi, f. 26. apríl 1932. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 30. júní 1957. Fyrrverandi kona hans er Dröfn Gunnarsdóttir, sonur þeirra er Óskarsson. Börn þeirra eru: Ró- bert Eyvar, f. 6. apríl 1985, Ingi- björg, f. 12. júlí 1989, og Arnar, f. 9. júní 1993. Stjúpsonur Vilhjálms og sonur Ingibjargar er Pétur Óð- insson, f. 17. desember 1951. Fyrr- verandi kona hans er Margrét S. Traustadóttir, sonur þeirra er Þorkell, f. 11. júní 1971, maki Guð- rún E. Snorradóttir. Sonur Þor- kels er Patrekur Sveinn, f. 23. des- ember 1994. Maki Péturs er Laufey Skúladóttir. Börn þeirra eru: Ólafur Pétur, f. 3. janúar 1985, og Arna, f. 29. október 1991. Vilhjálmur ólst upp í Efstabæ í Skorradal og þar á eftir í Hvammi í sömu sveit. Hann fluttist til Akra- ness vorið 1951 með foreldrum sín- um og bjó þar til 1963, þar sem hann stundaði sjómennsku og al- menna verkamannavinnu. Árin 1963–64 bjuggu Vilhjálmur og Ingibjörg á Kvígsstöðum í Anda- kíl. Vilhjálmur hóf búskap árið 1964 á Kambshóli í Svínadal í Hvalfjarðarstrandarhreppi, ásamt konu sinni. Þau bjuggu á Kambs- hóli þar til árið 1995 en þá fluttu þau á Skagabraut 33 á Akranesi, þar sem Vilhjálmur bjó til dánar- dags. Útför Vilhjálms verður gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vilhjálmur, f. 6. ágúst 1982, uppeldisdóttir Þorsteins og dóttir Drafnar er Rósa Björk. Maki Þorsteins er Ingibjörg E. Sig- urðardóttir, börn þeirra eru: Steinar, f. 6. desember 1997, Sig- urður Hrannar, f. 19. apríl 2000, og Selma Dögg, f. 9. ágúst 2002. Fósturdóttir Þor- steins og dóttir Ingi- bjargar er Anna Guð- rún. 2) Hallfreður, f. 3. desember 1959, maki Kristný Vilmundardóttir. Dætur þeirra eru Linda Dagmar, f. 24. júní 1980, og Heiður, f. 20. nóv- ember 1986. 3) Hugrún Fanney, f. 16. september 1962. Sonur hennar er Heiðar Logi, f. 11. maí 1980. Dóttir Heiðars er Sædís Ósk, f. 7. september 1998. Maki Hugrúnar er Eyþór Arnórsson, börn þeirra eru: Fannar Þór, f. 24. október 1982, og Sigurbjörg, f. 10. septem- ber 1990. 4) Jóhanna Sigríður, f. 1. janúar 1964, maki Ólafur Haukur Elsku pabbi. Okkur langar að kveðja þig með fáum orðum. Það var þinn stíll, ekki of mikið. Það er skrít- in tilfinning að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig eða heyra í þér aft- ur. Við þökkum þér samfylgdina af öllu hjarta og af virðingu. Margs er minnast, góðra daga og gullkorna þinna. Þau geymast í huga okkar og verða sögð á góðum stundum með hlýju. Þú unnir dalnum þínum og varst náttúrubarn og bóndi af guðs náð. Þegar við lítum um öxl viljum við þakka þér allt sem þú kenndir okkur og varst okkur. Þú kenndir okkur heiðarleika og samviskusemi. Með söknuð í hjarta viljum við segja: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þínar dætur, Jóhanna Sigríður og Hugrún Fanney. Elsku afi, nú hefur þú kvatt þenn- an heim eftir erfitt veikindastríð síð- astliðnar vikur. Þegar við fjölskyld- an héldum upp á sjötugsafmælið þitt 15. mars s.l. óraði okkur ekki fyrir því að mánuði síðar myndir þú veikj- ast alvarlega og hverfa frá okkur nú. Það hefur verið erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að komið er að kveðjustund. Við hugsum til þín með söknuði en við eigum margar góðar minningar um þig og eru árin sem við áttum með þér og ömmu heima í Kambshól einkar minnisstæð. Seinni ár var það meðal annars gífurlegur fótboltaáhugi þinn sem tengdi þig við okkur barnabörnin og voru ófáar hringingar til okkar til að spá í ým- islegt varðandi boltann. Alltaf varstu áhugasamur um að vita hvað væri að gerast í okkar lífi og þykir okkur mjög vænt um það. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sveitin átti hug þinn allan og hafð- ir þú mest gaman af þegar mikið var að gera yfir sumartímann. Það voru ófá skiptin sem að Ladan var þanin upp afleggjarann í heyskap þegar mikið lá við og þú sagðir að það gæti farið að rigna. Þá var yfirleitt við- kvæðið hjá þér að „drífa sig“. Það eru margar góðar minningar sem við eigum um þig, þú varst mjög sérstakur maður og áttir oftast til þín eigin orð yfir flesta hluti. Við vottum elskulegri ömmu okk- ar dýpstu samúð okkar og biðjum að guð veiti henni og allri fjölskyldunni styrk í sorginni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar okkar skemmti- legu stundir saman, við kveðjum þig með miklum söknuði. Guð geymi þig, elsku afi. Þín barnabörn, Linda Dagmar og Heiðar Logi. Elsku afi minn. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért horfinn frá mér og býst alltaf við að sjá þig heima við eldhúsborðið eða fá stutta símhring- ingu frá þér. Ég hef ekki enn vanist þeirri hugsun að ég muni aldrei sjá þig aftur. En ég verð víst að trúa þeirri staðreynd. Elsku afi, þú lifir enn í minning- unni og ég á fullt af frábærum minn- ingum um okkur saman. Þú og amma voruð alltaf svo góð við mig þegar ég kom í heimsókn upp eftir til ykkar þegar þið bjugguð í sveitinni. Amma gat alltaf fundið eitthvað fyrir mig að gera og þú gast spilað við mig í marga klukkutíma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elskulegi afi minn, þú varst algjör gullmoli og áttir engan þinn líka. Takk fyrir okkar frábæru sam- verustundir. Þitt barnabarn, Heiður. Vilhjálmur Þorsteinsson frá Kambshóli í Svínadal er látinn. Ég kynntist nafna mínum Villa fyrir einum 35 árum þegar ég ungur maður fór að koma reglulega í sveit- ina, í sumarbústað sem tengdafor- eldrar mínir áttu, og varð það fljót- lega ljúf regla að koma við hjá þeim sómahjónum Villa og Ingu til að fá sér kaffi og spjalla. Þarna yfir kaffibolla voru mörg landsmálin brotin til mergjar og lausnir fundnar á mörgum vanda- málum sem hrjáðu land og þjóð, oft á þann húmoríska hátt sem Villa var einum lagið. Villi var nefnilega gæddur þeim kosti að sjá spaugilegu hliðina á mörgum málum og geta á skemmti- legan hátt gert grín að sjálfum sér, alltaf var stutt í brosið. Það hefur sjálfsagt oft kostað mikla vinnu og þrautseigju að búa á Kambshóli á þessum tíma og ekki verið verra að hafa sér við hlið góða eiginkonu sem lét sitt ekki eftir liggja þegar á þurfti að halda, og duglega krakka sem fóru snemma að vinna við búskapinn, eins og gerist í sveitinni. Það sýnir hug Villa til sveitarinnar og búskaparins að eftir að þau hjónin fluttu út á Akranes þá fylgdist hann vel með veðurfréttum á sumrin og hringdi í soninn, sem tók við bú- skapnum, ef vætutíð eða góður þurrkur var framundan. Villi minn, það var sérstakur heið- ur að fá að kynnast þér, þjóðin mætti eiga fleiri góðmenni eins og þig, þá færi ýmislegt betur. Ég kveð þig nú á sama hátt og þú svo oft kvaddir mig í bæjarhlaðinu á Kambshóli: Vertu sæll, elsku vinur, og megi allar góðar vættir fylgja þér. Í huga mér kemur hending úr kvæði eftir Davíð Stefánsson: Ó, hafið lágt við litla gluggann hans, og lofið dagsins þreytta barni að sofa. Elsku Inga, Pétur, Halli, Steini, Hugrún, Sigga og fjölskyldur, við hjónin vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Vilhjálmur. Elsku Villi. Okkur langar með fáum orðum að minnast þín sem góðs vinar, sem reyndist okkur alltaf vel. Þegar við komum í sveitina með son okkar sem þið leyfðuð að vera hjá ykkur í góðu umhverfi og sýnduð honum umhyggju og þökk sé ykkur fyrir það. Þú varst traustur vinur vina þinna en hafðir ekki um það mörg orð. Alltaf fannst okkur gaman að koma að Kambshóli og var þá oft slegið á létta strengi og margt rætt sem við varðveitum í minningunni. Þú háðir erfiða baráttu í veikindum þínum þar til yfir lauk. Það er alltaf sárt að missa góðan vin og við höfum svo margs að minnast með þér, Villi minn, eins og þú varst alltaf kallaður, en gamlar minningar gleymast ei. Þegar aldurinn færist yfir finnst okkur stundum lífið vera allt of stutt og við eiga svo margt eftir ógert, en kannski fáum við að ljúka við þau verkefni á öðrum stað. Elsku Inga mín og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Vilhjálms Þorsteinssonar. Margrét og Jóhann. VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Takk fyrir allt, elsku Villi. Blessuð sé minning þín. Margrét Jóhannsdóttir. HINSTA KVEÐJA ÖRN INGOLFSSON leðursmiður, Skólavörðustíg 17A, Reykjavík, lést aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí. Hjördís Ingolfsdóttir, Ýr Margrét Gunnarsdóttir. Lokað Vegna útfarar ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR verður fasteignasalan lokuð frá kl. 12.00 í dag. Fasteignasalan Lundur, Suðurlandsbraut 10. Frænka okkar, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Hlíð í Skaftártungu, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 28. júní. Jarðsett verður frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 10. júlí kl. 14. Systrabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN GÍSLASON frá Nýjabæ, Vestur-Skaftafellssýslu, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 5. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jónína Herdís Jónsdóttir, Gísli Þorsteinsson, Hrefna Steinarsdóttir, Þorsteinn Gíslason. Okkar ástkæra JÓRUNN PÁLMADÓTTIR, Suðurgötu 49, Keflavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 3. júlí. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 14:00. Halla Tómasdóttir, Pálmi B. Einarsson, Linda Björk Pálmadóttir, Þórdís Halla Gunnarsdóttir, Finna Pálmadóttir, Guðjón Á. Antoníusson, Tómas Pálmason, Jón N. Hafsteinsson, Halldís Bergþórsdóttir, Tómas Tómasson, Finna Pálmadóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR CHRISTIANSEN, Prestastíg 11, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi mánudaginn 5. júlí. Hólmfríður Kristinsdóttir, Elísabet A. Christiansen, Svavar Örn Guðjónsson, Judith E. Christiansen og barnabörn. Móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR lyfjafræðingur, lést þriðjudaginn 6. júlí. Geirlaug Þorvaldsdóttir, Skúli Þorvaldsson, Katrín Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.