Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 11 BERLÍNARKYNNING á Grand Hóteli kl. 9 í kvöld, mið. 7. júlí BERLÍN er hið nýja hjarta Evrópu, heimsborg, sem fáir Íslendingar þekkja enn, kemur á óvart í fegurð sinni og ótrúlegri fjölbreytni lista og menningar, auk þess ódýrasta heimsborg Evrópu — toppgæði á spottprís! Þeir stefna á BERLÍN, sem fylgjast með tímanum! Í febrúar sl. hélt Ingólfur Guðbrandsson ferðafrömuður námskeið um listina að ferðast og víkka út heimsmyndina. Um 70 manns sóttu námskeiðið, sem mæltist afar vel fyrir hjá þátttakendum. Nærri 30 þeirra ákváðu að taka sig saman og fara stutta ferð að loknu námskeiði undir leiðsögn Ingólfs. Ferðinni er nýlokið, þar sem nýtt var hið nýja beina flug Flugleiða til Schönefeld-flugvallar í Berlín en þð tekur aðeins 3 klukkustundir og gist á nýju hóteli við glæsigötuna Kurfurstendamm í 5 nætur. Námskeiðshópur Ingólfs nýtti tíma sinn út í æsar við að skoða nýja og gamla byggingarlist, skemmta sér við óperu- og ballettsýningar, skoða forna og nýja myndlist á vönduðum listasöfnum og gæða sér á heimskrásum í veitingahúsum, auk skemmtana með léttara ívafi. Þeir sem ekki komust í Berlínarferðina í júní fá tækifæri dagana 24.-29. ágúst, en þá verður ferðin endurtekin á nýju tilboðsverði. Þessi ferð er verkleg útfærsla Ingólfs á listinni að ferðast og verður kynnt og þátttaka skráð á sérstakri Berlínarkynningu á Grand Hóteli Reykjavík kl. 9-10 í kvöld, mið. 7. júlí. Ingólfur Guðbrandsson lýsir Berlín í máli og myndum sem nýrri uppgötvun ferðamanna. FERÐANÁMSKEIÐ INGÓLFS - HEIMSKRINGLA sími 861 5602 - fax 581 4610. ÚR VERINU MEIRI líkur eru á því en minni að meira sé af loðnu norðvestur af land- inu en nýafstaðin mæling á loðnu- stofninum gaf til kynna, að mati Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðang- ursstjóra. Leiðangrinum lauk í gær og var stofninn mældur 335 þúsund tonn. Ekki liggur endanlega fyrir hver hlutur íslenskra skipa verður. Hjálmar segist ánægður með leið- angurinn, talsvert hafi sést til loðnu sem búið sé að leita lengi. „Það leitaðist að mínu viti mjög vel í leiðangrinum. Við höfðum okk- ur til fulltingis sex loðnuskip sem reyndust ómetanleg aðstoð þegar kom að því að staðsetja fiskinn. Loðnan virtist fyrst og fremst bund- in við svæðið út af norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Strandagrunni að Víkurál. Það var loðna á mjög stóru svæði, hvergi var þó verulega mikið magn að sjá en mjög víða. Það verður þó að horfa til þess að á þess- um árstíma er loðnan ekki auðfund- in, það lóðar ekki vel á henni og það er þekkt að meira komi úr torfum en mælitæki gefa til kynna. Það eru því meiri líkur á því en minni að þarna sé meira á ferðinni en mælingin segir til um.“ Hjálmar segir að þegar búið sé að gera ráð fyrir hrygningu og náttúru- legum afföllum sé veiðistofn loðnu metinn 335 þúsund tonn og það sé því tillaga Hafrannsóknastofnunar- innar að loknum þessum leiðangri. Það sé síðan stjórnvalda að ákveða hvort heimiluð verður veiði á öllum 335 þúsund tonnunum eða gefinn út bráðabrigðakvóti eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum úr sjáv- arútvegsráðuneytinu var í gær enn beðið svars frá Noregi við tillögu um úthlutun loðnukvótans. Gert er ráð fyrir að það berist í dag og að þá verði hægt að úthluta til einstakra skipa. Útlit fyrir minni afla Útlit er fyrir að aflinn verði í minna lagi á þessari sumarvertíð því nokkuð er liðið af hefðbundnum veiðitíma, líkt og fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Auk þess eru mörg skip upptekin við kolmunnaveiðar sem í raun eru frjálsar eftir ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að auka kvótann úr 493 þúsund tonnum í rúm 713 þúsund tonn. Í júlí í fyrra veiddist 71 þúsund tonn af loðnu en 2002 veiddust 125 þúsund tonn. Veiðar hafa verið leyfðar og skip eru þegar lögð af stað á miðin norður af landinu. Alls var landað um 10.171 tonnum af loðnu upp úr þeim skipum sem tóku þátt í leiðangrinum. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Gert klárt Guðmundur Garðarsson, skipstjóri á loðnuskipinu Hörpu VE, gerir við loðnunótina á Krossanesi í Eyjafirði, þar sem skipið landaði 250 tonnum af loðnu á sunnudaginn. Skipið heldur á loðnumiðin um leið og bú- ið er að úthluta kvóta vertíðarinnar. Jafnvel enn meira af loðnu KÍNVERSKI dómsmálaráðherrann, Zhang Fusen, er mjög áhugasamur um ýmiskonar framkvæmdaratriði sem lúta að íslenskum dómstólum og starfi þeirra, segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann fundaði með kínverska dóms- málaráðherranum í tvær klukku- stundir í Peking í Kína á mánudag, en Björn, sem er formaður Þingvalla- nefndar, er staddur í Kína vegna þess að Þingvöllum hefur verið bætt á heimsminjaskrá Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Björn segir að lögreglan í Kína heyri ekki undir dómsmálaráðu- neytið og hafi kínverski dóms- málaráðherrann viljað fræðast um ýmsa hagnýta grundvallarþætti varð- andi störf íslenska dómsmálaráðu- neytisins, enda séu miklar breytingar í gangi í kínversku þjóðfélagi. „Þetta eru að sumu leyti mjög tæknilegar viðræður og að öðru leyti snúast þær um það að þeir margítreka að þeir vilji læra af Íslandi, og öðrum lönd- um, um það hvernig tekist er á við ýmis viðfangsefni sem þeir standa nú frammi fyrir í fyrsta sinn, þegar þjóð- félagið er að breytast svona mikið hjá þeim,“ segir Björn. „Þetta eru um- ræður sem snúast um allt aðra hluti heldur en maður væntir þegar maður er að hugsa um tímann, því þeir eru að glíma við alveg nýja tegund af við- fangsefnum þar sem frjálsræði í við- skiptum og breytingar á þjóðfélags- kerfinu eru þess eðlis að þeir þurfa að laga sig að aðstæðum sem þeir hafa aldrei staðið frammi fyrir áður.“ Björn segir að kínverski dóms- málaráðherrann hafi rætt um að eiga í góðu samstarfi við Ísland en Björn segist einnig hafa hitt varaforseta Hæstaréttar Kína ásamt því að hitta meðlim úr ríkisráði Kína og sögðust allir hafa áhuga á því að læra af Ís- landi og öðrum þjóðum. „Mér sýnist umræðurnar hafa snúist að verulegu leyti um það að fá upplýsingar og átta sig á því hvernig við höfum tekið á ýmsum málum sem þeir þurfa líka að taka á,“ segir Björn um fundina. Dómsmálaráðherra fundaði með kínverskum starfsbróður Vilja fræðast um íslenska dómstóla Björn Bjarnason ásamt Zhang Fusen, dómsmálaráðherra Kína (fyrir miðju), í ráðuneytinu í Peking. Með þeim eru til vinstri Eiður Guðnason sendiherra og til hægri Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri . BORGARSTJÓRA voru afhentar í gær undirskriftir 1.500 íbúa Reykjavíkur, sem óskuðu eftir að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð var vegna fjöl- miðlalaga yrðu framkvæmdir við færslu Hringbrautar bornar und- ir atkvæði. Dóra Pálsdóttir, fulltrúi átakshóps Höfuðborg- arsamtakanna og Samtaka um betri byggð, afhenti borgarstjóra lista með undirskriftum, sem ákveðið var að afhenda óháð því hvort af þjóðaratkvæðagreiðslu yrði. „Listinn sýnir ótvívæðan vilja fjölmargra til að hindra þetta skipulags- og umhverfisslys sem á sér núna stað í hjarta fram- tíðarborgarinnar,“ segir í til- kynningu frá samtökunum. Dóra Pálsdóttir afhendir borg- arstjóra, Þórólfi Árnasyni, undir- skriftalistann. Morgunblaðið/ÞÖK Borgarstjóra afhent mót- mæli vegna Hringbrautar ina og kvartað yfir því að þeir séu látnir greiða aukalega fyrir greiðslu- tímabil sem þeir hafa þegar greitt fyrir. Til að gæta jafnræðis Bjarni Pétur Magnússon, deildar- stjóri afnotadeildar Ríkisútvarpsins, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að gæta jafnræðis gagnvart öllum greiðendum afnotagjalda, en þeir skiptast í þá sem greiða með beingreiðslum, kreditkortum og gíróseðlum. Fyrstu tveir hóparnir greiða sín afnotagjöld mánaðarlega. Hækkunin kom því beint inn í mánaðargreiðslu þeirra fyrir maí og júní. Þeir sem fá senda gíróseðla greiða hins vegar þrjá mánuði í einu og því ÞEIR greiðendur afnotagjalda Rík- isútvarpsins sem greiddu afnota- gjöldin fyrir apríl, maí og júní með gíróseðli í aprílbyrjun fengu auka- rukkun fyrir sama tímabil í byrjun júlí. Menntamálaráðherra ákvað 2. apríl sl. að hækka afnotagjaldið um 177 krónur á mánuði frá og með 1. maí en þá hafði afnotadeild RÚV þegar sent út gíróseðil fyrir næstu þrjá mánuði. Afnotadeild RÚV sendi nýverið bréf til þeirra sem greiða afnota- gjöldin með gíróseðlum og tilkynnti þeim að hækkunin fyrir maí og júní, sem nemur 354 krónum í það heila, verði lögð við mánaðargjaldið fyrir júlí, ágúst og september. Margir hafa hringt í afnotadeild- óhjákvæmilegt að láta hækkunina koma niður á þeim með þessu hætti, að sögn Bjarna. „Við tókum ákvörðun um að láta gírógreiðendur greiða þrjá mánuði í einu fyrir nokkrum árum. Sú ákvörð- un var tekin í kjölfar þess að Um- boðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að Ríkisút- varpinu væri óheimilt að innheimta gírógjöld af greiðendum afnota- gjalda,“ segir Bjarni. Hann segir að ekki hefði gengið að fresta gildistöku hækkunarinnar gagnvart þeim sem greiða með gíró- seðlum, enda muni Ríkisútvarpið um hverja krónu. „Þetta snýst um 10 milljónir og það er mikill niðurskurð- ur á öllum deildum Ríkisútvarpsins um þessar mundir,“ segir Bjarni. Hluti afnotagjalda RÚV rukkaður eftir á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.