Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 13 Mjög góð 2ja herb. 73 fm íbúð á jarðhæð í VR-blokkinni. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd. Þjónusta er í húsinu. Húsvörður. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 13,5 millj. HVASSALEITI 58 - VR-BLOKKIN ÁÆTLAÐ er, að í Afganistan séu um 700.000 konur, sem misst hafa mann sinn í stríðsátökum í land- inu. Lifa margar þeirra á bón- björgum eða á aðstoð erlendra hjálparstofnana, eins og til dæmis þessar konur í höfuðborginni, Kabúl. Matarskammturinn, sem þær fá mánaðarlega, er 50 kíló af hveiti, fimm lítrar af matarolíu, eitt kíló af salti og níu kíló af baunum. AP 700.000 stríðsekkjur TONY Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, við- urkenndi í gær í fyrsta sinn, að hugsanlega myndu aldrei finnast gereyðingarvopn í Írak. „Ég verð að játa, að þau hafa ekki fundist og munu kannski aldrei finnast,“ sagði Blair á fundi með þingmönnum. „Við vitum ekki hvað um þau varð. Kannski hafa þau verið flutt í burtu, kannski falin, kannski verið eytt.“ Blair baðst þó ekki af- sökunar á innrásinni í Írak og sagði, að það væri rangt að halda því fram, að engin hætta hefði stafað af Saddam Hussein, fyrrver- andi Íraksforseta. Sagði hann, að Saddam hefði dreymt um og langað til að beita gereyðingar- vopnum. Hingað til hefur Blair staðið á því fastar en fótunum, að gereyð- ingarvopnin myndu finnast. Á fundinum með þingmönnunum sagði Blair einnig, að fangabúðir Banda- ríkjamanna í Guant- anamo á Kúbu væru „frávik“, sem yrði að taka endi. Í næstu viku verður birt skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar á þeim upplýs- ingum, sem breska leyniþjónustan hafði í aðdraganda Íraksstríðsins, og á notkun þeirra. Úrkula vonar um gereyðingarvopn London. AFP. Tony Blair ÆTTINGJAR íraskra vísinda- manna sögðu útsendurum banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA) fyr- ir innrásina í Írak í fyrra að stjórnvöld í Bagdad hefðu lagt áætlanir sínar um framleiðslu ger- eyðingarvopna á hilluna. CIA þagði hins vegar um þessar upp- lýsingar þó að George W. Bush Bandaríkjaforseti væri á sama tíma að vara opinberlega við hætt- unni sem stafaði af vopnabúri Íraka. Frá þessu var greint í The New York Times í gær en upplýsing- arnar munu hafa komið fram í störfum leyniþjónustunefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Mun nefndin hafa komist á snoðir um það, að CIA stóð fyrir stríð fyrir yfirheyrslum yfir ættingjum ír- askra vísindamanna. Afrakstur yf- irheyrslnanna rataði hins vegar ekki til forsetans, að sögn blaðsins. Þingnefndin hefur verið að kanna störf bandarísku leyniþjón- ustunnar í aðdraganda Íraksstríðs- ins og ákvarðanatöku stjórnvalda er byggði á upplýsingum leyni- þjónustunnar – enda hefur það mikla magn efna- og sýklavopna í Írak, sem Bush-stjórnin réttlæti innrásina í Írak á, ekki fundist. Nefndin mun gera grein fyrir af- rakstri rannsóknar sinnar í vik- unni og er talið líklegt að þar verði farið hörðum orðum um frammi- stöðu CIA og forystumanna stofn- unarinnar, enda hafi þeir ekki átt- að sig á því að þær upplýsingar sem þeir bjuggu yfir réttlættu ekki þá niðurstöðu þeirra að Sadd- am Hussein Íraksforseti ætti mik- ið magn gereyðingarvopna. Fulltrúar CIA gera lítið úr upp- ljóstrunum sem New York Times greindi frá í gær. Þeir segja að að- eins hafi verið um örfáa einstak- linga að ræða, sem héldu því fram að gereyðingarvopnaáætlanirnar hefðu verið lagðar á hilluna. Sögðu vopnaáætlanir Íraka úr sögunni Washington. AFP. THOMAS Klestil, forseti Austurrík- is, lést í gærkvöldi, 71 árs að aldri. Hann var fluttur á sjúkrahús í Vín í fyrradag eftir að hafa fengið hjartaáfall og lést klukkan 21.33 að íslenskum tíma. Wolfgang Schüssel, kansl- ari, tók við skyld- um forsetans er hann veiktist en Heinz Fischer, sem sigraði í forsetakosningum fyrr á þessu ári, mun taka við embættinu fyrr en ætlað var. Klestil starfaði í austurrísku utan- ríkisþjónustunni og var m.a. sendi- herra Austurríkis í Bandaríkjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann notaði oft tækifærið til að tala um helförina og gagnrýna þátt Austur- ríkismanna í ofsóknum nasista gegn gyðingum. Forseti Aust- urríkis látinn Vín. AFP. Thomas Klestil VANGAVELTUM um val demókrat- ans John F. Kerrys í Bandaríkjunum á varaforsetaefni lauk í gær er hann skýrði frá því að öldungadeild- arþingmaðurinn John Edwards frá Norður-Karólínu hefði orðið fyrir valinu. „Ég valdi mann sem skilur og stendur vörð um gildi Bandaríkja- manna, mann sem hefur sýnt að hann hefur til að bera hugrekki og sann- færingu í baráttunni fyrir miðstétt- ina í Bandaríkjunum,“ sagði Kerry á fjölmennum útifundi í Pittsburgh og var ákaft fagnað. Kerry, sem er sextugur, mun hafa sagt stuðningsmönnum sínum í tölvu- skeyti að hann gæti varla beðið þess að sjá þá leiða saman hesta sína, hinn unglega og kraftmikla Edwards og Dick Cheney varaforseta sem er mun eldri maður og auk þess hjartveikur. Frost í beinni Edwards er 51 árs og hefur verið þingmaður í sex ár. Hann var nær óþekktur utan eigin sambandsríkis er hann gaf kost á sér sem forseta- efni en þótti sýna að mikið væri í hann spunnið. Heldur var byrjunin þó brösótt. Hann var ekki vanur hvössum spurningum fréttamanna í Washington og varð fyrir því óláni að „frjósa“ í beinni sjónvarpsútsendingu er hann fann ekki rétta svarið. Helst þykir það ókostur við Edwards að hann hefur enga reynslu af utanrík- ismálum. Smám saman sjóaðist frambjóð- andinn, sjálfsöryggið jókst og í ljós kom að hann átti auðvelt með að tjá sig en margir sökuðu hann um að ganga full langt í lýðskrumi. Ed- wards er talinn eilítið íhaldssamari en Kerry, hann styður til dæmis dauðarefsingar eins og langflestir stjórnmálamenn landsins. En Ed- wards greiddi á sínum tíma atkvæði gegn samningnum um Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku, NAFTA, sem Kerry studdi. Báðir studdu á hinn bóginn heimild til handa Bush um að hefja stríð gegn Saddam Hussein. Einkum er til þess tekið hve vel Edwards tekst að ná til almennra kjósenda um landið allt. Sterkur suð- urríkjahreimur hans og drengjalegt útlitið virðist falla mörgum vel í geð. Ekki spillir að tímarit hafa m.a. út- nefnt hann „kynþokkafyllsta stjórn- málamann“ landsins. Edwards er oft líkt við Bill Clinton og ekki síður ann- an snilling í að nota alþýðlegt tungu- tak, nefnilega Ronald Reagan. John Kerry er þaulreyndur þing- maður en hann er hinn dæmigerði yf- irstéttarmaður frá norðausturríkj- unum. Hann hefur þótt traustur en harla óspennandi á kosningafundum síðustu vikurnar, notar oft langar og flóknar setningar sem ekki hrífa áheyrendur. Illkvittnir repúblikanar segja að hann sé álíka líflegur og steinstytturnar fornu á Páskaey. Hins vegar hefur honum gengið afar vel að safna fé til kosningabarátt- unnar. En demókratar vona að bjartsýni og baráttugleði Edwards muni hleypa nýjum krafti í Kerry og liðs- menn hans. Edwards er verka- mannssonur og vann sjálfur fyrir sér í háskólanáminu með því að sópa gólfin í sömu verksmiðju og faðirinn. Hann lauk lögfræðinámi við háskól- ann í Norður-Karólínu og efnaðist síðar vel á iðju sem reyndar er um- deild: hann beitti öllum brögðum til að fá skjólstæðingum sínum dæmdar bætur fyrir læknamistök en margir halda því fram að sektir af þessu tagi séu orðnar óhóflega háar. Eiginkona hans er Elizabeth Ed- wards og eiga þau þrjú börn, Cate, Emmu Claire og Jack. Fjórða barnið, sonurinn Wade, fórst í umferðarslysi aðeins 16 ára gamall árið 1996. Ed- wards er trúrækinn meþódisti og hefur aldrei verið orðaður við framhjáhald; skjöldurinn er hreinn. Getur skipt máli En skiptir valið á varaforsetaefni forsetaframbjóðenda miklu máli? Fræðimenn vestra hafa rannsakað þann þátt og niðurstaðan er að mjög sjaldan hafi varaforseti haft svo mikil áhrif í kosningabaráttu að hann hafi ráðið úrslitum. Yfirleitt eru Kerry og Bush nú með svipað fylgi í könnunum og gæti það bent til þess að mjög mjótt yrði á mununum í nóvember. En Robert G. Kaiser, aðstoðarritstjóri dagblaðsins The Washington Post sagði í gær að allt of snemmt væri að spá nokkru um það hvort svo færi, jafn líklegt væri að annaðhvort Kerry eða Bush ynni með yfirburðum. „Ykkar getgát- ur eru jafngóðar og mínar,“ sagði Ro- bert G. Kaiser. Reuters John Edwards (t.v.) og John Kerry. Virkja baráttugleði Johns Edwards kjon@mbl.is Fréttaskýring | John Kerry velur sér vara- forsetaefni úr suðurríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.