Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 28

Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eggert Andrés-son stýrimaður fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu 17. ágúst 1933. Hann lést að heimili sínu 26. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin á Hamri, þau Guðný Gestsdóttir, f. 12.8. 1895. d. 9.4. 1987, og Andrés Gíslason. f. 20.4. 1888, d. 5.3. 1976. Eggert var þriðji yngstur af 15 systkinum en þau eru: Haukur Breiðfjörð, f. 1919, Gísli, f. 1920, d. 1945, Guðbjartur Gestur, f. 1922, Sigurbergur, f. 1923, d. 1989, Kristín, f. 1924, Andrés Berglín, f. 1925, d. 2003, Guðrún Jóhanna Norðdahl, f. 1927, Páll Straumberg, f. 1928, Sigríður, f. 1929, d. 2000, Bjarni Kristinn, f. 1930, Jón, f. 1931, Ingibjörg Sig- urhildur, f. 1932, d. 1943, Garðar, f. 1935, d. 2001, og Björg, f. 1937. Hinn 9. júlí 1967 kvæntist Egg- ert eftirlifandi eiginkonu sinni, Ásthildi Fríðu Sigurgeirsdóttur, f. 28.10. 1937, en hennar foreldrar voru Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir, f. 22.8. 1914, d. 27.2. 1993, og Sig- urgeir Jóhannson, f. 3.1. 1911, d. 9.9. 1943. Ásthildur var ekkja eftir Hilmar Guðmannsson, f. 18.1. 1938, d. 26.12. 1961 en Eggert gekk sonum þeirra tveimur í föð- urstað og eru börn þeirra því: 1) Óskar Arnar, bifreið- arstjóri, f. 9.5. 1958. Kona hans er Guð- laug Margrét Christ- ensen, hennar dætur eru Jóhanna Elín, f. 1978, Guðrún Mar- grét, f. 1981, og Katr- ín, f. 1986. Fyrri kona Óskars er Ásgerður Hlinadóttir og er þeirra sonur Hilmar Geir, f. 1978, maki Anna Fjóla Helga- dóttir, sonur þeirra Andri Þór, f. 2003. 2) Guðmann Reynir, járniðnaðarmaður, f. 7.1. 1961. Kona hans er Hrönn Ægisdóttir, þeirra börn eru Hilmar f. 1980, og Þórey Erna, f. 1984. 3) Salóme Inga, saumakona, f. 17.6. 1963, hún var gift Trausta Sigurjónssyni en þau skildu, dætur þeirra eru Sig- urrós Inga, f. 1994, og Ásthildur Svana, f. 1998. Barnsfaðir Salóme er Magnús Gunnarsson, þeirra son- ur er Eggert Bjarni, f. 1986 og hans unnusta er Arna Dögg Tóm- asdóttir. 4) Eggert Bjarki, verk- stjóri, f. 8.3. 1969. Kona hans er Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, þeirra börn eru Bjarki Fannar, f. 1995, og Ásthildur Silva, f. 1998, sonur Ástu er Marvin Kjarval, f. 1989. Barns- móðir Eggerts er Þorbjörg Ragn- arsdóttir og er þeirra sonur Sig- urður Kristinn, f. 1994. Útför Eggerts var gerð frá Foss- vogskirkju 6. júlí. Eggert var úr stórum systkina- hópi og hefur vafalítið oft verið hart í búi á Skálmarnesinu í þá daga en maður er manns gaman og það hefur örugglega oft verið glatt á hjalla hjá fjölskyldunni á Hamri. Fólk að vestan er oft talið harð- gert og vandað fólk og átti það vel við um Eggert því hann var harð- duglegur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, lét aldrei deigan síga og átti ekki gott með að sitja auðum höndum. Gegnheill og góður eru enda þau orð sem að lýsa best þessum dugmikla stýrimanni, traustur var hann enda ávallt, ávallt hægt að stóla á að það sem hann sagði, það stóð. Hann fór ekki mik- inn, Eggert var hæglátur maður sem vissi sínu viti en að hann færi að ota sínu, ónei, aldeilis ekki en hjálp- samur við sína og greiðvikinn. Eggert var stríðinn og fór vel með það en við barnabörnin kunnum vel að meta hvað hann nennti að atast í okkur og ef honum tókst, graf- alvarlegum, að gabba okkur stöku sinnum þá krimti niðri í honum hlát- urinn, já, þá var nú gaman að lifa. Eggert var kallaður Eddi af þeim sem til hans þekktu og fylgdi það honum úr barnæsku þar sem systk- ini hans hafa trúlega gefið honum þetta gælunafn sem fylgdi honum alla tíð en ,,kært barn hefur mörg nöfn“ var einhvern tímann sagt og í augum barnabarnanna hét hann því virðingarverða nafni Kókómjólk- urafi. Það var þannig til komið að Eddi og Ásta áttu alltaf til kókó- mjólk handa þyrstum barnabörnum en hann afi þóttist stundum ekki muna hvort hann ætti til kókómjólk og hvað þá hvar hún gæti verið. Úr þessu varð oft hálfgerð fjársjóðsleit og það voru hróðugir krakkar sem hömpuðu kókómjólk eins og gull- slegnum verðlaunagripum og mikið gátu þau hlegið að kjánaganginum í afa. Það er erfitt að kveðja en minn- ingin lifir og vitundin um að við er- um betri manneskjur fyrir það að hafa átt hann að. Hvíl í friði og Guðs náð, elsku afi. Guð blessi og styrki fjölskyldurn- ar okkar. Marvin Kjarval, Sigurður Kristinn, Bjarki Fannar og Ásthildur Silva Eggertsbörn. Elsku afi. Þú hefur kennt mér svo margt í gegnum tíðina, þú kenndir mér að hjóla, hjálpaðir mér að læra á bíl, kenndir mér hvað má og hvað má ekki ásamt móður minni, meira að segja að halda á stjörnuljósi og svo margt fleira. Þú hefur ætíð verið til staðar þegar ég hef þurft á þér að halda, ég hef alltaf getað talað við þig um hvað sem var og ég sé eftir að hafa ekki gert það meira en ég gerði. Lífið á eftir að vera erfitt án þín, þú hefur alltaf stutt mig, hrósað mér og ég hef alltaf litið upp til þín, þú hefur ætíð verið meira en bara afi fyrir mér, þú fylltir uppí föðurímynd mína. Mamma var að segja mér þeg- ar ég var lítill, þegar ég plataði þig til að fara með mér niður í kompu á Seljabrautinni, út af því að þú varst með eitthvert nammi sem mér fannst svo gott eða ís og það var okk- ar leyndarmál sem enginn átti að vita. Ég man líka þegar við, þú, amma, mamma og ég, fórum út á land. Það voru okkar bestu tímar, ég sakna þeirra tíma. Ég get ekki lýst því hvað það voru góðir tímar, þegar við löbbuðum upp á fjöll, hóla og hæðir saman, þegar ég kom yfir í tjaldvagninn ykkar ömmu á morgn- ana og fékk kókómjólk og margt fleira. Ég man sérstaklega þegar ég kom einn morguninn og við ákváðum að leggja okkur saman í vagninum, það var góð stund og hvert skipti sem ég kom í heimsókn eða þegar ég sá þig, þá fann ég hvað var gott að fá, sjá og hafa þig. Af því sem hún Arna kynntist þér, þá sá hún strax að þú værir góður maður, bara við fyrstu kynni. Hún er það besta sem hefur nokkurn tímann gerst fyrir mig. Þú, amma, mamma, Eddi frændi, Arna og systur mínar eru það besta sem ég á, ég á þig í minningum mín- um. Ég sé sárt eftir að hafa ekki knúsað þig og kysst þig bless þegar ég fór frá þér í hvert skipti. Allir sem þekktu þig sakna þín mjög sárt. Ég mun alltaf halda upp á þig. Ég sakna þín svo sárt að ég get ekki lýst því, mér finnst þú fara alltof snemma frá okkur. Ég elska þig svo mikið, og mig langar að fá þig aftur til mín. Ávallt þinn. Eggert. EGGERT ANDRÉSSON Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns, mágs og frænda okkar, JÓNS ARNGRÍMSSONAR, Árgilsstöðum. Marta Arngrímsdóttir, Svavar Friðleifsson, Benjamín Jóhannesson, Sæmundur Óskarsson og systrabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR fyrrv. skólastjóri, Sléttuvegi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 12. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1151. Sophus A. Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðmundur Sophusson, Elín Guðmundsdóttir, María Sophusdóttir, Sigurjón Mýrdal, Kristín A. Sophusdóttir, Sigþór Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, bróðir, faðir og afi, BJÖRN ZOPHANIAS KETILSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Vesterled 8, Hirtshals, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 8. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Vigdís Ragnarsdóttir, Sigurður Ketilsson, Guðrún Hjálmarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Snorri Hafsteinsson, börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DROPLAUG BENEDIKTSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, fimmtudaginn 1. júlí, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. Benedikt Þ. Jónsson, Fanney Helga Friðriksdóttir, Hannes J. Jónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Stefán Ásgeirsson, Andrea K. Jónsdóttir, Jóhannes Ingi Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkær- rar móður okkar, tengdamóður, systur, mág- konu og ömmu, GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR PERSECHINO, Skúlagötu 66, Reykjavík. Jacqueline Persechino, Shawn Sigurvin Persechino, Patricia Kronen, Anna María Persechino, Eric Mayne, Davíð Sigurliðason, Emilía Jónsdóttir, Duane Anderson, Jón Hákon Jónsson, Anna Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir, Helga Jónsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og vinarþel við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Gullsmára 8, Kópavogi. Auður Harðardóttir, Frímann A. Sturluson, Jóna Finnsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Hildur Finnsdóttir, Jökull Daníelsson, Þórunn Finnsdóttir, Rafn H. Skúlason, Ingveldur Björk Finnsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Steinunn Ásta Finnsdóttir, Óskar Ö. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, sonur, unnusti og bróðir, SIGURÐUR ÞÓR SVEINSSON, Miðholti 5, Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 4. júlí. Silja Dögg Sigurðardóttir, Unnur Ólafsdóttir, Elva Dís Adolfsdóttir, Vígl. Rúnar Jónsson, Rannveig Christensen, Kristján M. Jónsson, Ásta Baldursdóttir, Gunnar Ó. Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristvin J. Sveinsson, Alma Capul Avila, Jón T. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.