Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 23 þátttöku Íslendinga í kostnaði á Keflavíkurflugvelli. „Nei. Varnarvið- búnaðurinn og allt sem að honum snýr yrði auðvitað á þeirra ábyrgð og þeirra kostnaður. Hins vegar tel ég að varðandi það sem menn hafa kallað hlutdeild í rekstrarþáttum, séu menn aðallega að horfa á að þættir sem snúa beinlínis að okkur verði meira á okkar könnu heldur en verið hefur. Frekar en við séum að borga eitthvað til reksturins tækjum við að okkur tiltekna rekstrarþætti sem hafa fallið á Bandaríkin.“ – Hvernig bregst þú við því? „Mér finnst ekki ósanngjarnt að við leggjum okkar af mörkum og að við sýnum að við viljum að varnir séu tryggðar og að við séum ekki á nokk- urn hátt að halda vörnum í landinu til þess að hagnast á því peninga- lega,“ svarar Davíð. Á fundinum með fréttamönnum lagði Bush mikla áherslu á að þjóð- irnar tvær fyndu sameiginlega lausn á málum er varðar varnarviðbúnað- inn á Íslandi. Davíð segir ljóst af orð- um Bandaríkjaforseta að Banda- ríkjastjórn vilji finna lausn á málinu. „Ég tel að hann hafi sýnt skilning á því að Ísland þyrfti að búa við varnir sem Íslendingar teldu fullnægjandi, en hann vildi ekki skuldbinda sig endanlega á þessu stigi. Ég tel að við séum komnir miklu nær niðurstöðu en áður,“ segir Davíð. Skilningur á sjónarmiðum Davíð hefur lagt á það áherslu í samtölum sínum við bandarísk stjórnvöld að til að standa undir skuldbindingu varnarsamningsins um að tryggja öryggi Íslands verði Bandaríkin að tryggja að til staðar sé lágmarksviðbúnaður í landinu og þ.m.t. að F-15-orrustuþoturnar sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli verði hér áfram. Engin ákvörðun var tekin um orrustuþoturnar á Kefla- víkurflugvelli á fundi Davíðs og Bush í gær en Davíð segist vera miklu von- betri eftir fundinn um að Banda- ríkjamenn muni standa við eðli og inntak varnarsamningsins. „Mér finnst forsetinn hafa sýnt á því skilning sem ég er þakklátur fyr- ir. En um leið þá átta ég mig á því að það eru ákveðnir þættir sem við þurfum að horfa á með öðrum hætti en við höfum áður gert, og af sann- girni af beggja hálfu,“ segir Davíð. Að sögn forsætisráðherra er ljóst að aukin hlutdeild Íslendinga í rekstri Keflavíkurstöðvarinnar muni hafa í för með sér meiri fjárútlát fyr- ir Íslendinga. „En á móti kemur að tekjur okkar af vellinum hafa verið að aukast og þær ættu að milda þetta. Það er þýðingarmikið fyrir okkur að fá fasta tilveru fyrir varn- arsamstarfið til nokkurs tíma og það munum við leggja áherslu á að verði,“ segir Davíð. Hann segir einnig að þótt ekki sé orðið ljóst hvort orrustuþoturnar verða áfram á Keflavíkurflugvelli líti hann svo á að bandarísk stjórnvöld átti sig á að það sé grundvallaratriði af hálfu íslenskra stjórnvalda að þær lágmarksvarnir séu til staðar. „Þó að forsetinn hafi alls ekki lofað því og ég undirstrika það, þá tel ég að eins og umræðurnar á milli okkar þróuðust, þá sé fyrirliggjandi skilningur hans á okkar sjónarmiðum og á því að Ís- land verði ekki fremur en önnur lönd skilið eftir óvarið. Það tel ég mik- ilvægt,“ segir Davíð. Undirbjó fundinn vel Að sögn Davíðs var Bush mjög vel undirbúinn undir fundinn í gær. „Hann hafði átt fundi með sínum ráðgjöfum fyrr helgina til að undir- búa þennan fund. Hann tekur þetta af mikilli alvöru þrátt fyrir miklar annir og er orðinn mjög vel heima í málinu, sem er þýðingarmikið.“ Forsætisráðherra telur að í fram- haldi af fundi hans og Bush í gær muni fljótlega komast skriður á við- ræður landanna um varnarsamstarf- ið. „Forsetinn fól Colin Powell utan- ríkisráðherra, sem var viðstaddur, átti mjög góðan þátt í fundinum og lagði gott til mála, að annast þær af sinni hálfu. Hann mun síðan sjálfur taka hina endanlegu ákvörðun.“ Davíð og Bush ræddu einnig al- þjóðamál í gær og fóru yfir niður- stöðu fundar leiðtoga Atlantshafs- bandalagsins í Istanbul, stöðu mála í Írak og stöðuna fyrir botni Miðjarð- arhafsins. „Við ræddum m.a. um til- lögurnar sem hann hefur samþykkt að Ísraelsmenn hverfi af Gaza-svæð- inu. Þeim tillögum var í fyrstu frekar illa tekið í Evrópu, en eru sennilega mesta hreyfing sem orðið hefur á þeim málum,“ segir Davíð. Skemmtilegur og opinskár Forsætisráðherra segist hafa átt mjög góð kynni af George W. Bush Bandaríkjaforseta á umliðnum ár- um. „Mér finnst að þessi persóna sem maður hittir í návíginu sé mjög áhugaverð. Hann er mjög skemmti- legur maður og mjög opinskár, segir hug sinn á svona fundum, og er ekk- ert að fara í kringum það. Ég held að þessi persóna, eins og hún blasir við mér á svona fundi, þyrfti að komast meira út til almennings, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Þá myndu menn fá allt aðra mynd af honum en reynt er að draga upp af honum. Hann er afar vel að sér og gengur hreint til verks, segir það sem honum býr í brjósti en er ekki með einhverjar vöflur og æf- ingar eins og hinir reyndu stjórn- málamenn eru stundum með. Ég tel að það myndi styrkja mjög stöðu hans ef þessi mynd sem birtist manni svona, kæmi út, því hann kemur afar vel fyrir í samtölum af þessu tagi,“ segir Davíð. kjaforseta í gær vera vonbetri um að Bandaríkin muni standa við eðli og inntak varnarsamningsins taki aukinn þátt í kostnaði ge W. Bush forseta Bandaríkjanna í gær hafa verið góðan og árangursríkan. Bush lagði áherslu á að mál varnarstöðv- ann setti fram hugmyndir um að Íslendingar tækju aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar og fól Colin Powell utan- r Falur Ingólfsson ljósmyndari og Ómar Friðriksson blaðamaður fylgdust með fundi leiðtoganna í Hvíta húsinu í gær. Morgunblaðið/Einar Falur áðherra og George W. Bush Bandaríkjaforseti ræða við blaðamenn í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. FUNDUR George W. Bush Banda- ríkjaforseta og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gær fór fram á 58 ára afmælisdegi Bush. Skv. upplýsingum úr Hvíta húsinu héldu forsetahjónin upp á afmælið sl. sunnudag á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Davíð Oddsson segir að það hafi verið ánægjuauki að fund- urinn skyldi fara fram á afmæl- isdegi forsetans. „Þegar ég kom inn í Oval Office (skrifstofu Bandaríkjaforseta) og hann heils- aði mér, þá spurði ég hann: „Er þetta einhver afmælisveisla?“ „Það gæti verið,“ svaraði hann. „Þú ert nú sá fyrsti sem ég hitti í morgun sem nefnir afmælið mitt,“ sagði Davíð í samtali við Morg- unblaðið í gær. Á stuttum fundi með frétta- mönnum óskaði Davíð Bush til hamingju með afmælið og banda- rísku fréttamennirnir í Hvíta hús- inu tóku undir það í lok fundarins með því að hefja upp raust sína og sungu afmælissönginn til heiðurs forsetanum og viðstaddir tóku undir. „Takk fyrir. Ætla menn að kalla þetta söng?“ sagði Bush og uppskar hlátur. „Þetta var glæsi- legt.“ Sungu afmælis- sönginn fyrir forsetann Bush Bandaríkja- víð Oddsson forsætis- u stuttan fund með m í forsetaskrifstofunni num viðræðum sínum. og ljósmyndara vel- orgun að bandarískum kum tíma. Síðan sagði ægja að bjóða for- velkominn á forseta- rra, þakka þér fyrir að yfirlýsingu; hann mun við munum síðan gum. ATO-fundarins sem ég maður sem heilsaði líða eins og ég væri si vinur minn hérna. ymt. Ísland hefur verið ríkjanna og Íslend- ægur vinur [okkar]. rðar samræður um ni og við ræddum sam- . Og maður gerir ráð nasamræður er að ð og heiðarlegt. Og for- ður sem ber öryggi r brjósti, rétt eins og þess vegna sem hann ill leiðtogi þess góða d. a: Vertu velkominn.“ a þér kærlega fyrir, ér mikil ánægja að ki síst fyrir þá sök að ælisdagur forsetans. Bush forseti: „Kærar þakkir fyrir að muna eftir því.“ Davíð: „Nú, við ræddum ýmis málefni – ég ætla að nefna tvo hluti. Fyrir skömmu, fyrir viku, var haldinn NATO-fundur í Istanbúl, þetta var afar góður fundur að mínu mati; ekki síst vegna þess að forsetinn sýndi for- ystuhæfileika sína, hann er opinn í öllum sam- skiptum, talar hreint út, og það skilja allir hvað hann á við þegar hann tekur til máls. Og hann breytti andrúmsloftinu innan NATO til hins betra. Fortíðin er að baki, menn eru sam- stiga og horfa til framtíðar. Í öðru lagi gafst okkur tækifæri til að ræða varnarmál Íslendinga, málefni sem er okkur afar mikilvægt. Og forsetinn skoðar þau mál með jákvæðum hætti. En hann verður þó auð- vitað að horfa á málin frá öllum hliðum. Þetta voru árangursríkar samræður um framtíðina. Þakka ykkur fyrir.“ Bush forseti bauð nú blaðamönnum að spyrja nokkurra spurninga. Var sú fyrsta um þá ákvörðun Johns Kerrys, forsetaframbjóð- anda Demókrataflokksins, að velja John Ed- wards öldungadeildarþingmann sem varafor- setaefni sitt. En síðan bauð Bush íslenskum blaðamönnum að varpa fram spurningu. Spurning: „Herra forsætisráðherra, náðuð þið samkomulagi um [bókun við] varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands?“ Davíð Oddsson: „Það var aldrei – fundurinn snerist ekki um það að ná samkomulagi. Mér gafst núna, í dag, tækifæri til að skýra sjón- armið mín í málinu fyrir forsetanum og hann hyggst skoða afstöðu mína og afstöðu Íslands; en hann kom til umræðunnar með opnum huga.“ Bush forseti: „Já. Ef ég mætti segja nokkur orð um þetta – við erum að tala um F-15- þoturnar. Svo að bandarísku blaðamennirnir átti sig á þessu: Við erum með fjórar F-15- árásarþotur staðsettar á Íslandi. Forsætisráð- herrann lagði afar mikla áherslu á að við hefð- um þoturnar þar áfram. Hann flutti mál sitt vel, var ákveðinn í því að Bandaríkin ættu að hafa hermenn þar áfram. Og ég sagði honum að ég væri opinn fyrir því. Ég vil tryggja að ég átti mig fyllilega á því hvað er í húfi þegar tekin verður ákvörðun um hvort þar verða áfram hermenn. Og við munum afla okkur frekari upplýsinga. Hann hyggst sjá okkur fyrir upplýsingum um herstöðina á Íslandi og hvaða þarfir eru þar fyrir hendi. Ég mun ræða við þau ráðuneyti hér, sem málið varðar, og ég mun síðan taka endanlega ákvörðun í málinu byggða á efni og aðstæðum. Ég sagði forsætisráðherranum að ég væri – ég met bandalag [þjóða] okkar mikils og vin- átta hans skiptir mig miklu. Ég skil full- komlega afstöðu hans og við munum vinna saman að því að leysa málið.“ Bush var nú spurður spurninga um Íraks- málin og um störf bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Davíð Oddsson tók síðan aftur til máls undir lokin: „Ég vil bara – hvað þessi mál varðar þá verð ég að segja að ég er sammála forset- anum að því er varðar stöðuna í Írak. Framtíð Íraks er – framtíð heimsins alls er mun bjart- ari vegna þeirra aðgerða sem Bandaríkin, Bretland og bandamenn þessara þjóða gripu til þar. Ef ekki hefði komið til þessara að- gerða væri staðan í þessum heimshluta mun hættulegri en hún er núna. Núna er von til staðar. Áður höfðu menn enga von.“ Bush forseti: „Þakka þér fyrir, herra for- sætisráðherra.“ Lauk fundinum sjö mínútum eftir að hann hófst. nd hefur verið staðfastur r Bandaríkjanna“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.