Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfskraftur á fasteignasölu Kjöreign ehf. leitar að starfskrafti í 80-100% starf við símavörslu, skráningu, auglýsingar, upplýsingaöflun, aðstoð við sölumenn o.fl. Góð og notaleg framkoma nauðsynleg. Góð íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist til auglýsingdeildar Morgun- blaðsins fyrir 15. júlí merktar: „F — 15634“. ⓦ Blaðbera vantar í afleysingar í Breiðholt. Ekki yngri en 18 ára. Blaðbera vantar í Laugaráshverfi Upplýsingar í síma 569 1376 ⓦ R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Miðborg Reykjavíkur Þekkt skartgripafyritæki óskar eftir ca 100 fm leiguhúsnæði undir verslun og verkstæði í miðborg Reykjavíkur frá september. Sendið inn tilboð til augldeildar Mbl. eða á box.mbl.is, merkt: „Miðborg — 15630.“ TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulags- áætlanir og breytingar á deili- skipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deili- skipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipu- lagsáætlunum í Reykjavík. Gufunes, útivistarsvæði Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Strandvegi til austurs, fyrirhuguðum Hallsvegi til suðurs, fyrirhugaðri Sundabraut til vesturs og að komuvegi að Áburðarverksmiðju til norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið verði nýtt sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Þar er m.a. gert ráð fyrir aðstöðu fyrir íþróttafélagið Fjölni (tveimur fótboltavöllum), fjölnota grasvöllum sem nýtast munu almenningi og áhugamannahópum, golfæfingarsvæði, brennustæði, skrúðgarði með ræktun fjölbreytts gróðurs, reitum til starfsemi fyrir tómstunda- og félagasamtök. Svæðið tengist stofnstígum borgarinnar um fyrirhuguð undirgöng undir Hallsveg til móts við Hamrahverfi. Gert er ráð fyrir möguleikum á byggingu vallarhúss, á einni hæð allt að 200 m2 við gervigrasvöll og golf- æfingasvæði. Þá er gert ráð fyrir mögulegri stækkun Gufunesbæjarins. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Gufuneskirkjugarður, breyting á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar garðsins til suðvesturs um 1020 m2. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja sáluhlið við aðkomu garðsins frá Hallsvegi (Gagnvegi). Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grafarholt, atvinnusvæði Vínlands- leið 1, breyting á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að norðurhorn lóðarinnar skerðist vegna legu aðreinar frá Vesturlandsvegi og er lóðin í stað þess stækkuð til norðausturs. Bygg- ingarreit á lóðinni er breytt þannig að í stað vinkillaga byggingarreits með jafn breiðum örmum er byggingarreitur samsíða Reynisvatns- vegi breikkaður en reitur samsíða Vesturlands- vegi mjókkaður. Skilmálum fyrir húsbyggingu er einnig breytt lítillega en hámarkshæð húss og nýtingarhlutfall lóðarinnar verður óbreytt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Háskólasvæði vestan Suðurgötu, milli Suðurgötu, Hjarðarhaga, Dun- haga, Birkimels og Hringbrautar. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Suður- götu til austurs, Hjarðarhaga til suðurs, Dunhaga og Birkimels til vestur og Hringbraut til Norðurs, að undanskildum lóðum fjölbýlishúsanna á horni Dunhaga og Hjarðarhaga. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir svæðið en á því standa m.a. Háskólabíó, Hótel Saga og Þjóðarbókhlaðan. Tillagan skilgreinir lóðamörk og byggingarmögu- leika á svæðinu til framtíðar. Auk möguleika á viðbyggingum við Þjóðarbókhlöðuna og Hótel Sögu gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja 4 nýbyggingar á 2-3 hæðum meðfram Suðurgötu. Þá gerir tillagan ráð fyrir neðanjarðar- tengingu milli svæðanna austan og vestan Suðurgötu auk þess að Hagatorgi verður breytt og það svæði sem Hótel Saga hefur til umráða, vestan við húsið, stækki. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 7. júlí til og með 18. ágúst 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við þær skal skila skriflega til skipulags- fulltrúa eigi síðar en 18. ágúst 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 7. júlí 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Athygli er vakin á að Iðntæknistofnun verður lokuð vegna sumarleyfa frá 12. júlí til og með 2. ágúst 2004. Hægt er að fá framkvæmdar prófanir og gæða- eftirlit á sviði suðutækni meðan á lokun stend- ur. Skiptiborð stofnunarinnar tekur við skila- boðum meðan á lokun stendur. Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími 570 7100. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Mið-Mörk, Rangárþingi eystra, ehl. gerðarþ., lnr. 163780, þingl. eig. Gísli Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Hitaveita Suðurnesja hf., þriðjudaginn 13. júlí 2004 kl. 11:00. Lyngás 2, Rangárþingi ytra, lnr. 165116, þingl. eig. Bergur Svein- björnsson, gerðarbeiðandi Harpa-Sjöfn hf., þriðjudaginn 13. júlí 2004 kl. 13:30. Reiðholt, spilda úr Meiri-Tungu Rangárþingi ytra, ehl. gþ., lnr. 177468, þingl. eig. Sigríður Þ. Sæmundsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, þriðjudaginn 13. júlí 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 5. júlí 2004. Uppboð Eftirtalið ökutæki verður boðið upp að Brúnöldu, Hellu, fimmtudaginn 15. júlí nk., kl. 11:00: MB-085 Coles bílkrani. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. júlí 2004. Uppboð Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 14. júlí 2004 kl. 16.00: MB-516 UX-269 Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 5. júlí 2004. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Heilunar- og hugleiðslustund í kvöld kl. 20.00 í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð. Hjartanlega velkomin! www.ljosheimar.net ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.