Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 16
MINNSTAÐUR 16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Breiðholt | Ein athugasemd barst skipulags- og byggingasviði Reykja- víkurborgar vegna breytinga á deili- skipulagi á lóð Staldursins við Stekkjarbakka í Breiðholti. Að sögn Jóns Halldórssonar hjá skipulags- og byggingasviði verður athugasemdin tekin fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar í dag, miðvikudag. Þar verður tekin afstaða til at- hugasemdarinnar og hvort verða á við henni eða senda deiliskipulagið áfram til staðfestingar hjá Skipulags- stofnun. Framkvæmdir gætu þó ekki hafist að nýju fyrr en að lokinni birt- ingu í B-deild stjórnartíðinda. Athugasemdin sem barst kom frá íbúum við Gilsárstekk í næsta ná- grenni Staldursins. Gera þeir at- hugasemd við staðsetningu bens- ínstöðvar á lóðinni, þar sem bensínstöð Olís sé í næsta nágrenni. Ennfremur er gerð athugasemd við verulega aukna umferð, skyggni bensínstöðvarinnar fari út fyrir lóð- armörk og húsnæði Staldursins stækki og skyggi á útsýni úr Stekkja- hverfi. Framkvæmdir við byggingu bens- ínstöðvarinnar voru stöðvaðar í apríl síðastliðnum þegar upp komst að um brot á deiliskipulagi var að ræða. Var þá unnið nýtt skipulag, sem nú hefur verið auglýst á tilteknum tíma. Bensínstöð við Staldrið fékk eina at- hugasemd Morgunblaðið/Árni Torfason Framkvæmdir við Staldrið, þar sem Olíufélagið ráðgerir að opna bensínstöð. HÖFUÐBORGIN Reykjavík | Veitt hafa verið verð- laun fyrir myndarskap og framtaks- semi í hreinsunarátaki Reykjavíkur- borgar, sem fór fram fyrr í sumar. Fyrstu til önnur verðlaun hlutu Sól- heimasafn Borgarbókasafns Reykja- víkur, sem fékk grillveislu frá Grill- vagninum og fjölskyldan Viðarási 29a sem fékk heimabíókerfi frá Esso. 3. til 4. verðlaun hlutu leikskól- inn Sæborg og félagsstarfið í Gerðu- bergi, og hlutu báðir verðlaunahafar gasgrill. 5. til 7. verðlaun hlutu fjöl- skyldan Bárugötu 14, Grófarhús og leikskólinn Funaborg. Hlutu þau 15 þúsund króna gjafabréf í garð- plöntuverslanir. Ætlunin er að gera hreinsunar- átak þetta að árlegum viðburði á vegum Reykjavíkurborgar, en það má rekja til funda borgarstjóra með borgarbúum síðastliðið haust. Morgunblaðið/Þorkell Frá afhendingu hreinsunarátaksverðlaunanna í Ráðhúsinu. Verðlaunahafar í hreinsunarátaki Eldri Seltirningar í sumarferð | Farið var í Jónsmessuferð um Suðurland á vegum félagsstarfs aldraðra á Seltjarnarnesi. Fyrst var komið við á Keldum á Rangárvöll- um og bæjarhús skoðuð í fylgd Drífu Hjartardóttur. Þar næst var farið undir Eyjafjöll og að Skógum, þar sem Þórður Tómasson safn- vörður tók á móti hópnum. Snædd- ur var kvöldverður að Moldnúpi – Önnuhúsi áður en lagt var af stað í bæinn á ný. Miðborgin | Boðið verður upp á gott kaffi og með því í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, milli 20 og 22, þar sem skapandi sumarhópar Hins hússins halda upp á vel heppnað sumar. Alls hafa 18 hóp- ar ungmenna á aldrinum 17–25 ára verið starfandi í borginni í sumar og unnið að fjölbreyttum listrænum verkefnum. Hafa hóp- arnir auðgað listalíf miðborg- arinnar og farið víða til skemmt- unar og fróðleiks. Í kvöld verður rjóminn af allri sköpuninni sem unnið hefur verið að til sýnis og skemmtunar. Meðal listgreina sem átt hafa inni hjá skapandi sumarhópum eru leiklist, ritlist, tónlist, dans og fatahönnun, svo af mörgu er að taka. Ungt hæfileikafólk skipar hvert sæti innan sumarhópanna. Skapandi sumarstemning í kvöld Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. ÚTSALAN HEFST Í DAG Iðnaðarsafnið, sem hefur veriðstarfrækt á Akureyri í nokkurár, var fyrr á þessu ári flutt íglæsileg húsakynni á Krókeyri og var opnað almenningi á ný fyrir skemmstu. Það er Jón Arnþórsson, sem lengi starfaði hjá Sambandinu sáluga, sem hafði forgöngu um stofn- un safnsins og hefur safnað saman ýmsu, tækjum og tólum, ljósmyndum og alls kyns varningi, sem minnir á iðnaðarbæinn Akureyri, sem lengi var víðfrægur, en hefur í seinni tíð orðið kunnari fyrir ýmislegt annað. Í safninu er áhersla lögð á iðnað á Akureyri í gegnum tíðina en Jón seg- ir að vissulega geti verið spennandi að taka fyrir stærra svæði í framtíð- inni, jafnvel landið allt. „Vegna þess að á Akureyri var iðnaðurinn leiðandi á Íslandi miðað við önnur bæjarfélag má segja að Iðnaðarsafn Íslands ætti heima á Akureyri. En við vildum ein- beita okkur að því sem er næst og full ástæða til þess. Enda hefur komið í ljós að mjög margt er að gleymast sem þótti sjálfsagt áður. Og ýmislegt af því þótti mönnum engin ástæða til þess að hafa fyrir að skrá. Hlutirnir eru nefnilega mjög fljótir að gleym- ast. Unga fólkið virðist til dæmis margt hafa takmarkaðan áhuga á málum eins og við erum að sinna hér; sumir halda að Róm hafi verið byggð fyrir hádegi og annað er eftir því,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. „Það sem menn átta sig ekki á er að iðnaðurinn á Akureyri og hér um sveitir er grundvöllurinn sem aðrir nota svo sem stökkpall. Menn tala gjarnan um útgerðarfyrirtækin í bænum sem myndarlegt framtak, sem þau vissulega eru, en það var iðn- aðurinn sem byggði Akureyri upp í hálfa öld áður en hinir tóku flugið. Ásamt ýmsu öðru auðvitað, en iðn- aðurinn virðist vilja gleymast mjög hratt. Þegar við vorum að byrja í þessu voru sum fyrirtækin í iðn- aðinum orðin sjötíu til áttatíu ára, fyr- irtæki sem höfðu verið í duglegum rekstri og jafnvel alið upp þrjár kyn- slóðir í starfi, en vegna þess að illa hafði gengið síðustu fjögur eða fimm ár var fortíðin öll gleymd.“ Enginn svaraði fyrsta bréfi Þegar Jón er spurður hvernig gengið hafi að ná saman hinum ýmsu munum á safnið svarar hann: „Það hefur gengið misjafnlega vel. Í upp- hafi, í ársbyrjun 1993, skrifaði ég fjörutíu bréf til ýmissa fyrirtækja hér á Akureyri. Enginn svaraði. Ekki einn einasti. En eftir að ég heimsótti sama fólkið voru allar dyr opnar, allir voru reiðubúnir að huga að því sem væri frá liðinni tíð,“ segir Jón. „Ég upplifði það að mörgum fannst að betur ætti að passa upp á gamla hluti, en sáu ekki beinlínis fyrir sér möguleikann á því að setja upp safn í einstökum greinum. Fólk tók því þessum möguleika fegins hendi og fannst gott að þeirra þáttur í iðn- aðinum á Akureyri kæmist fyrir al- menningssjónir með þessum hætti ásamt öðru úr skyldum greinum.“ Hefur safnið ekki vaxið hratt? „Ja, ég veit ekki. Hvað vex tólf ára barn hratt? Þetta barn er að minnsta kosti orðið ansi þungt tólf ára miðað við byrjunina. Það er sagt að fíllinn gangi með í átján mánuði, við geng- um með í tólf ár en barnið er líka stórt.“ Safnið var vígt 1998 í gamla Heklu- húsinu á Gleráreyrum. „Kristján Þór bæjarstjóri gerði það myndarlega og við þeyttum Gefjunarflautuna því til sönnunarmerkis. Sagt var að þessi flauta hefði vakið hálfa Akureyri í hálfa öld,“ segir Jón. „Síðan missum við það húsnæði og flytjum í Sjafn- arhúsið við Austursíðu en síðan bauð Akureyrarbær okkur þetta húsnæði hér við Krókeyri, sem garðyrkjudeild bæjarins notaði áður. Lagt hefur ver- ið í töluverðan kostnað við að gera þetta að þeim fallegu sýningarsölum sem hér eru í dag.“ Þegar safnið var opnað 1998 voru þar kynnt tæplega fjörutíu fyrirtæki en þau eru nú orðin sjötíu. En skyldi safnið vera vel sótt? Jón segir ekki mikla reynslu komna á það í þessum nýju húsa- kynnum. „Þegar við vorum úti í Sjöfn var safnið óbeint í geymsluástandi þótt við gætum kynnt það töluvert með því að stilla upp völdum gripum.“ Safnið var opnað í nýjum húsa- kynnum hinn 1. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn, þar sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra opnaði það formlega, og var Ólafur Ragnar Grímsson forseti viðstaddur. „Það kom aldrei annað til greina en opna hér 1. maí og skýringin á því er ein- föld. Verkalýðurinn var 90% þess starfsfólks sem gerði iðnaðinn jafn myndarlegan og raun ber vitni.“ Skyldi eitthvað sérstakt vekja sér- staka athygli fólks í safninu eða er það misjafnt? „Það er mismunandi. Ég tek til dæmis eftir því að kvenfólkið staldrar lengur við skótauið og vefnaðinn en karlarnir eru aftur á móti duglegri við að skoða vélarnar. Það er bara staðreynd. En allir kunna að meta mjólkina, smjörið og rjómann niðri.“ Jón segir ýmsa hafa kvartað yfir því að þegar safnið var fyrst opnað hafi vantað þar heimildir um iðn- aðarmanninn; „og við nánari athugun var það auðvitað hárrétt. Enda er duglegur iðnaðarmaður undanfari verksmiðju. Þú veist að skósmiður bjó kannski til gott skópar og allt í einu vantaði mörg pör. Og sjá tré- smiðinn sem gerði góðan stól eða gott borð – og allt í einu vantaði borð- stofusett í nokkrum tugum. Við erum því farnir að vekja athygli á iðn- aðarmanninum hér og erum bæði með dálítið af sveinsstykkjum þekktra manna hér og fróðleik um handverkið, sem er náttúrlega marg- þættur.“ Dásamlegur staður Jón segist ekki geta hugsað sér betri stað fyrir safnið en Krókeyri. Garðyrkjudeild bæjarins er með höf- uðstöðvar steinsnar frá. „Staðsetn- ingin hérna við gróðrarstöðina er al- veg dásamleg, okkur langar líka að kynna staðinn fyrir fólki með tilliti til þess að það fái sér gönguferð hérna í skóginum.“ Jón kveðst hafa orðið var við það að margir sem komi í safnið tengist mjög þeirri sögu sem þar er kynnt. „Margir sem hingað koma hafa aug- ljóslega mikla tilfinningu gagnvart iðnaðinum, það verð ég var við þegar fólk fer að ganga hér um. Ég hef spurt marga hvers vegna svo sé og heyri strax að ekki voru það launin. En atvinnuöryggið er númer eitt, tvö og þrjú. Þótt launin væru ekki há lög- uðu menn sig að því sem þeir þó höfðu fyrir víst. Og svo er það fé- lagsskapurinn. Það er mjög ríkt í fólki hve mikilvægur hann var.“ Fólk er svo fljótt að gleyma … Sumt unga fólkið heldur að Róm hafi verið byggð fyrir hádegi og annað er eftir því, segir safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Krókeyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Arnþórsson í Iðnaðarsafninu: „Iðnaðurinn á Akureyri og hér um sveitir er grundvöllurinn sem aðrir nota svo sem stökkpall.“ skapti@mbl.is AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.