Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 38

Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.I. 16.  SV Mbl www .borgarb io. is SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta...og er allt í einu þrítug! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐI I Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15 .00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! ÓHT Rás 2  SV Mbl ETERNAL SUNSHINE  SV Mbl Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í NÚ STENDUR yfir kvikmyndahá- tíðin Karlovy Vary í Prag. Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin er ár hvert í Tékklandi. Kvikmyndin Næsland var frum- sýnd þar eystra síðastliðið mánu- dagskvöld en myndin er ein af 15 sem valdar voru til frumsýningar og þátttöku í keppninni. Friðrik Þór Friðriksson, leik- stjóri myndarinnar, Gary Lewis, einn aðalleikaranna, og framleið- endurnir Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson voru allir við- staddir sýninguna og þeir fyrr- nefndu sátu fyrir svörum á blaða- mannafundi fyrr um daginn. Grímur Hákonarson nemur kvik- myndagerð í Tékklandi og var með- al þeirra tvö þúsund sem sóttu frumsýningu Næsland. „Myndin var frumsýnd í stærsta sal hátíðarinnar og komust færri að en vildu,“ segir Grímur. Hann segir Friðrik Þór hafa haldið ræðu fyrir sýningu mynd- arinnar við góðar undirtektir við- staddra. „Hann talaði eiginlega meira um fótbolta en myndina sjálfa og tengdi það nýafstaðinni Evrópukeppni. Hann sagðist hafa haldið með Tékk- um og uppskar mikinn hlátur,“ seg- ir Grímur. Að sögn Gríms voru viðtökur við- staddra góðar. „Það var mikið klappað í lok myndarinnar og meira að segja nokkrum sinnum inni í miðri mynd í þeim atriðum sem þóttu fyndnust,“ segir Grímur. Þar sem sýning fyrir blaðamenn og gagnrýnendur var ekki fyrr en í gærmorgun hafa ekki enn birst neinir dómar í fjölmiðlum um myndina. Grímur segir þó umfjöllun um myndina hafa verið talsverða fram að sýningunni. „Friðrik Þór er nokkuð þekktur hér í Tékklandi. Kvikmynd hans Englar alheimsins keppti hér árið 2000 með góðum árangri,“ segir Grímur, en Englar alheimsins hlutu þá fyrstu verðlaun dómnefndar Al- þjóðasamtaka kvikmyndagagnrýn- enda (FIPRESCI) sem besta myndin á hátíðinni og sérstaka við- urkenningu aðaldómnefndar hátíð- arinnar. Grímur segist hafa séð nokkrar þeirra 15 mynda sem keppa til verðlaunanna eftirsóttu og segir þær margar hverjar mjög góðar. Hann segir Næsland þó jafnan talda til þeirra sem þykja sig- urstranglegastar á hátíðinni í um- fjöllun fjölmiðla. Verðlaunaafhendingin fer fram næstkomandi laugardag. Kvikmyndir | Næsland á Karlovy Vary Gary Lewis og Friðrik Þór voru kampakátir á blaðamannafundinum. Klappað lof í lófa TENGLAR ..................................................... www.kviff.com ROKKSVEITIN Placebo heldur tónleika í Laugardals- höll í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin leikur á Íslandi en hún hefur sent frá sér fjórar plötur og er með kunnustu rokksveitum í Evrópu og heiminum í dag. Placebo er tríó og komu þremenningarnir Brian Molko, Stefan Olsdal og Steve Hewitt til landsins síðla mánudags. „Það er óhætt að segja að það sé mikið að gera,“ seg- ir Ragnheiður Hanson hjá tónleikafyrirtækinu RR sem einnig stóð fyrir tónleikum Metallica á sunnudag. „Við vorum ekki fyrr búin að skila Metallicu-drengjum út í vél en við þurftum að hraða okkur til að taka á móti Placebo.“ Ferðin í Leifsstöð nýttist þeim tónleikahöld- urum því býsna vel. Strax við komu til landsins í gær fóru þeir að sögn Ragnheiðar í Bláa lónið og eyddu góðum tíma þar enda veðrið frábært. „Um kvöldið fóru þeir allir með aðstoðarfólkinu út að borða en þeir komu 20 saman til landsins.“ Framkvæmdir við tónleikahaldið hófst í gær en á meðan brugðu þeir Placebo-menn sér í útivistargírinn og fóru á vélsleða og í skoðunarferð. „Þeir hafa mikinn áhuga á landinu og ætla sér líka að nýta daginn í dag í að skoða sig frekar um, áður en þeir stíga á svið.“ Auðvitað hafa þessir ungu rokkarar svo áhuga á ljúfa lífinu og segir Ragnheiður þá vissulega hálf- spælda yfir því að öldurhúsum borgarinnar skuli lokað kl. eitt eftir miðnætti, enda hafi þeir haft spurnir af blómlegu næturlífi. Óskir þeirra um hvað á að vera fyrir hendi í búnings- herbergjunum eru síðan einfaldar; snakk, súkkulaði og veigar af sterkara taginu. Uppselt er í stúku á tónleikana en ennþá eru til mið- ar í stæði. Það er íslenska rokksveitin Maus sem hlotn- ast hefur sá heiður að hita upp áhorfendur en í viðtali við Morgunblaðið á dögunum sagðist Brian Molko söngvari mjög hrifinn af tónlist Maus og ánægður með að þeir skuli hita upp. Rokktónleikar | Placebo leikur í Laugardalshöll í kvöld Vélsleðaferð, snakk og súkkulaði Húsið verður opnað kl. 19.00, Maus stígur á svið um kl. 20.00 og Placebo um 21.00. Miðasala er í verslunum Og Vodafone. HLJÓMSVEITIN Nýdönsk og Sin- fóníuhljómsveit Íslands hafa náð samkomulagi um að spila saman á tónleikum í vetur. Áður hafa Todmobile og Sálin hans Jóns míns spilað með Sinfó við góðar viðtökur. „Við setjum okkur í ákveðnar sinfónískar stellingar og semjum sérstaklega fyrir tónleikana. En til að allir aðdáendur fái sitt leyfum við nokkrum eldri lögum að fljóta með í nýjum búningi,“ segir Stefán Hjörleifsson úr Nýdanskri. „Þetta er mikil áskorun, við höf- um ekki gert neitt af þessu tagi áð- ur. Það þykir okkur mest spenn- andi. Þetta býður upp á nýja möguleika og nýjar tónsmíðar,“ segir hann. „Við ætlum ekki að nota efni sem við eigum til, eins og við höfum oft gert. Við ætlum að hitt- ast og leggja línurnar hvernig við viljum hafa þetta og semja útfrá því.“ „Í raun og veru ekki,“ segir Stef- án spurður um hvort hann hafi hlustað eitthvað á tónlist af þessu tagi þar sem samvinna rokks og sinfóníu er í fyrirrúmi. „Það komu strax upp í hugann hjá okkur hlutir sem Bítlarnir hafa verið að gera á þessum nótum. En við reynum að forða því að þetta verði mjög stórar og miklar útsendingar. Við viljum nota Sinfóníuhljómsveitina þannig að hún hæfi hljómsveitinni,“ segir hann. Tónleikarnir fara fram 4. nóv- ember og miðasala hefst þegar nær dregur hausti. Tónlist | Rokk og klassík í eina sæng Nýdanskar sinfóníur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómsveitin Nýdönsk á tónleikum á Nasa fyrr á árinu en sveitin heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.