Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 39 Sumir hvá einu sinni, aðrirtvisvar þegar nám KristínarIngu Hannesdóttur berst ítal. Hún stundar nefnilega háskólanám í sirkusfræðum í London við Central Shcool og Speech and Drama. Hún lætur sér þó ekki nægja sirkusnámið heldur ver Kristín dokt- orsverkefni sitt í taugasálfræði á haustmánuðum, á sama tíma og hún útskrifast með BA-gráðu í sirkus- fræðum. Hafa þessi ólíku áhugasvið Kristínar Ingu vakið töluverða at- hygli í Bretlandi og á dögunum var hún í viðtalið við dagblaðið The Guardian vegna þessa. „Já, þetta er búið að vera svolítið skrýtinn tími síðustu tvö ár. Ég hef ekki átt neitt mjög mikið félagslíf,“ viðurkennir hún. En hvers vegna ætli taugasál- fræðinemandanum Kristínu hafi komið til hugar að nema sirkusfræði? „Ég var alltaf í fimleikum heima á Íslandi og þegar ég flutti hingað til Englands út af náminu mínu reyndi ég að finna einhvern stað sem byði upp á fimleika fyrir fullorðna,“ segir Kristín. „Ég kynntist stelpu sem var að taka þessa gráðu í sirkusfræðum og fannst þetta hljóma spennandi og ákvað að slá til.“ Vegasalt er hennar fag Um 20 manns eru í hvorum árgangi sirkusfræðanna en um hundrað manns sækja um ár hvert að stunda námið. Kristín er enn sem komið er eini Ísledingurinn sem lagt hefur stund á fræðin en námið hefur verið kennt undanfarin 5 ár. Ekki er enn hægt að sérhæfa sig enn frekar eftir BA-gráðuna en Krist- ín segist halda að meistaranám sé í bí- gerð. Sirkusnámið jafngildir þriggja ára námi en er tekið á tveimur skólaárum sem hvort telur 45 vikur. Kristín segir námið standa saman af ströngum líkamsæfingum og bók- legum þætti. Í þeim síðarnefnda þurfa nemendur að vinna rannsókn- arverkefni, skrifa ritgerðir og halda fyrirlestra tengda ýmsum list- greinum svo sem leiklist, arkitektúr og leikhúsfræðum. „Fyrstu 6 mánuðirnir fara í mjög stranga þjálfun sem miðar að því að koma öllum í mjög gott form og und- irbúa mann fyrir sérhæfinguna,“ seg- ir Kristín. „Maður velur sér sérhæfingu út frá því sem maður hefur áhuga á og út frá því sem kennararnir halda að maður eigi möguleika á.“ Mögulegt er að sérhæfa sig í loft- eða gólffimleikum og jöggli (sú list að halda boltum, keilum eða öðrum hlut- um á lotfi) „Það sem ég valdi kallast „teeter- board“ og fer fram á nokkurskonar vegasalti,“ útskýrir Kristín. „Maður stendur á öðrum endanum á brettinu og tveir koma hlaupandi og stökkva á hinn endann og skjóta manni upp þar sem maður gerir ein- hverja fimleika í loftinu og lendir svo á dýnu út í sal eða á öxlunum á öðr- um.“ Óendanlegir atvinnumöguleikar Sem fyrr segir mun Kristín útskrif- ast í fræðunum í haust. Lokaprófið er fjölþætt, sambland ef verklegum og bóklegum prófum. „Við eigum að vinna rannsókn- arverkefni, búa til möppu og koma fram á tveimur sýningum,“ segir Kristín. Rannsóknarverkefni hennar fólst í því að kanna hvernig nemendur geta nýtt þessa menntun sína að loknu námi. Kristín segir atvinnumöguleik- ana vera óendanlega. „Fólk heldur kannski að þetta ein- skorðist við að vinna í sirkus en það er ekki. Maður getur nýtt þetta í svo margt,“ segir hún. „Hingað til hef ég til dæmis tekið þátt í tískusýningum, leikið í stutt- myndum og setið fyrir á ljós- myndum.“ En hvernig hyggst Kristín sam- ræma sirkusfræðin taugasálfræðinni í framtíðinni? „Taugasálfræðin hjá mér er alveg númer eitt, tvö og þrjú. Ég sé meira fyrir mér að ég muni bara reyna að halda hinu við með því að fara á æf- ingar með hópnum mínum nokkra tíma á dag,“ segir hún að lokum. Fólk | Kristín Inga Hannesdóttir stundar nám í sálar- og sirkusfræðum í London Doktor og sirkus- fræðingur Kristín sýnir listir sínar í loftfimleikum ásamt félaga sínum, Andy Conway. Kristín Inga ætlar að einbeita sér að taugasálfræðinni í framtíðinni. TENGLAR ..................................................... www.thecircusspace.com birta@mbl.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  SV Mbl ÚTSALA Laugavegi 49 / sími 561 5813 38 fiREP Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is  SV Mbl Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.40.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÓHT Rás 2 ETERNAL SUNSHINE Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.