Morgunblaðið - 07.07.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 07.07.2004, Síða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ungmenni starfa saman | Tíu ung- menni frá félagsmiðstöðvunum Óríon í Húnaþingi vestra og Gimli í Dalvík- urbyggð eru þessa dagana á Rota á Spáni. Þau taka þátt í samstarfsverkefninu Youth for Europe sem stendur yfir dag- ana 1. til 10. júlí. Fram kemur á vef viðskiptaþjónust- unnar Forsvars ehf. á Hvammstanga, for- svar.is, að þetta er í annað sinn sem ung- menni úr sveitarfélaginu taka þátt í verkefni sem þessu því á síðasta ári hafi svipaður hópur farið til Danmerkur. Sex Evrópulönd taka þátt í verkefninu. Haft er eftir Gunnari Sveinssyni far- arstjóra á vefnum að veður hafi verið afar gott í Rota og mikið verið til gamans gert. „Er þetta kærkomið tækifæri fyrir þetta unga fólk að kynnast menningu og fólki annarra landa,“ segir ennfremur á vefn- um.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Byggja í Súðavík | Hreppsnefnd Súðavík- urhrepps hefur falið sveitarstjóra að bjóða út byggingu tveggja einbýlishúsa við Holta- götu í Súðavík. Fram kemur hjá Ómari Má Jónssyni sveitarstjóra á vef Súðavíkurhrepps að verið sé að leggja lokahönd á hönnunina og síðan verði ráðist í útboð. „Við erum að horfa á að það verði hægt að hefja framkvæmdir við húsin með haustinu og stefnum á að þau verði tilbúin í febrúar eða mars á næsta ári,“ segir Ómar á vef hreppsins. Spurður um hvort hreppurinn hafi kaupendur að húsunum sagði hann, að ekki hefði reynt á það á þessu stigi málsins, og tíminn yrði að leiða það í ljós.    Selja Skúlagarð | Hreppsnefnd Keldu- neshrepps hefur samþykkt að fela oddvita sínum að hefja undirbúning að sölu félagsheimilisins Skúlagarðs í Keldu- hverfi ásamt skóla- stjórabústað. Í fundargerð hreppsnefnd- arinnar segir að mikill meirihluti þeirra hreppsbúa sem þátt tók í skoðanakönnun um málið hafi lýst yfir vilja til að selja húsið. „Sumstaðar er geld- ingahnapp- ur einsog vin í eyði- mörk. Það er ótrúlegt hvar hann holar sér niður, gjarnan þar sem lítill annar gróður er fyrir. Á þeim stöðum gleður hann augað ósegjanlega,“ segir Þuríður Sigurð- ardóttir listmálari og bæjarlista- maður Garðabæjar. Geldingahnapp- urinn þrífst helst og best í sendnum malarjarðvegi. „Fyrir vikið sker þetta bleika blóm sig oft býsna mikið úr í umhverfinu. Rétt einsog hið smáa og litla í umhverfinu gerir yf- irleitt, bara ef við gefum okkur tíma til að líta í kringum okkur. Oft látum við hjá líða að huga að því.“ Sem fyrr er landslag og náttúra ósjaldan viðfangsefni þeirra ís- lensku myndlistarmanna sem í dag eru helst í kastljósinu. „Í dag eru listamenn fæstir að mála landslags- verk einsog gömlu meistararnir gerðu. Samtímalistamenn nálgast viðfangsefni sín með öðrum hætti. Sjálf hef ég hinsvegar mikið sótt í nærmyndir, meðal annars af blóm- um. Ég er ekki í vafa um að þar hef- ur uppvöxtur minn í gróðursælu Laugarnesinu í Reykjavík haft áhrif. Þar spruttu m.a. sóleyjar og fíflar á sumrin – og svo auðvitað líka geld- ingahnappurinn góði,“ segir Þur- íður Sigurðardóttir. Geldingahnappur sker sig úr Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Geldingahnappurinn góði. „Gleður augað ósegjanlega,“ segir Þuríður Sigurðardóttir Blómin eru fölbleik, fremursmá og standa þétt samaní hnöttóttum kolli þannig að fljótt á litið líkist kollurinn stöku blómi. Blöðin sem eru neðst eru striklaga og mynda oft litla þúfu. Blómstilkurinn er hinsvegar alltaf blaðlaus. Geldingahnappur finnst víða í Evrópu og er þá oft- ast bundinn við strandsvæði. Hann er mjög algengur hér á landi við strendur, á melum og söndum bæði á láglendi og ekki síst á hálendi, þar sem hann finnst einnig í sendnum víðimóum. Hann finnst einnig í þurru gras- eða mólendi. Hann blómgast í júní. Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Geldinga- hnappur (Armeria maritima) af gullintoppuætt Mikið hefur veriðrætt um umhverf- isauglýsingu á Gunnars- mæjónesi við þjóðveg- inn. Baldur Garðarsson velti fyrir sér hvort þetta sé til marks um hnignandi bændamenn- ingu: Þar sem áður þjóð- við braut á þúfu stóð ein rolla, er nú jarðföst oní laut auglýsinga dolla. Jón Ingvar Jónsson yrk- ir líka um nesið Gunn- ars-mæjónes. Prúðlega Kampholtskeldan bar klæðin sín græn sem golan blés, Urriðafossinn fagur var en fegurst þó Gunnars mæjónes. Jón Ingvar átti leið um Hvalfjarðargöngin og varð að orði: Órahátt á himni ský hlæja einum munni glaðir hrappar geysast í gat á Fjallkonunni. Auglýsingadolla pebl@mbl.is Kópasker | Páfagaukur tók við stjórn bíls á meðan eigandinn brá sér í búð á Kópaskeri á dög- unum. Er þetta afrískur grápáfi sem Gúru heitir en þeir geta orðið allt að hundrað ára gam- all. Til eru nokkrir fuglar af þessari gerð hér á landi. Grá- páfinn getur lært að tala og komið sér upp þónokkrum orða- forða. Þannig urðu vísindamenn agndofa yfir hæfileikum páfa- gauks af þessari gerð til að tjá sig. Sá býr í New York og hefur orðaforða upp á 950 orð, talar í nútíð, þátíð og framtíð og virð- ist hafa gott skopskyn. Ekki mun þó hinn þingeyski Gúrú vera svo gáfaður að hann geti rabbað við bílstjórann á ferð um Melrakkasléttuna, eftir því sem næst verður komist, og er því frekar hafður til skrauts á heimilinu. Morgunblaðið/Kristbjörg Gúrú við stýrið Páfagaukur Fljót | „Starfið hér fyrir norðan leggst mjög vel í mig. Það hefur verið tekið alveg yndislega á móti okkur hjónunum eftir að við fluttum norður rétt fyrir hvítasunnuna. Síðan höfum við verið að kynnast fólkinu í söfnuðunum,“ segir séra Gunnar Jóhann- esson, sem tók við starfi sóknarprests í Hóla- og Hofsósprestaköllum hinn 1. júní. Svæðið sem séra Gunnar þjónar nær yfir sex kirkjusóknir. Hann segist munu reyna að fara í heimsóknir á sem flest heimili á næstu vikum í þeim tilgangi að hitta fólk og kynnast því. Á myndinni er séra Gunnar ásamt konu sinni, Védísi Árnadóttur, og syninum Sölva á Hofsósi. Nýr prestur tekinn til starfa ♦♦♦ Morgunblaðið/Örn Þórarinsson HAFIN er vinna við stikun gönguleiðar milli þéttbýliskjarnanna þriggja á Skaga, Blönduóss, Skagastrandar og Sauðárkróks. Leiðin sem stikuð er liggur um fjalllendið sem skilur að Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð og er miðað við að upphafs- og endapunktur leiðarinnar geti verið sem næst þéttbýliskjörnunum sjálfum. Kemur þetta fram á vef Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra, anv.is. Leiðin er stikuð með það í huga að betri er krókur en kelda og jafnframt er tekið mið af göngukorti sem gert var af leiðinni fyrir nokkrum árum. Fram kemur á vefnum að nú þegar er lokið við stikun leiðar úr Kálfárdal í Tröllabotna. Frá Tröllabotnum hafa verið stikaðar tvær leiðir, annars vegar í Víðidal yfir Tröllaháls og hinsvegar að Þverárfjallsvegi um Skálahnjúksdal. Leið- irnar frá Sauðárkróki í Kálfárdal, frá Blönduósi í Víðidal og frá Skagaströnd að Þverárfjalli verða stikaðar í lok mánaðarins. Atvinnuþróunarfélagið fékk styrk til efn- iskaupa hjá Ferðamálaráði Íslands til að stika gönguleiðina. Þá hefur Landsvirkjun lagt málefninu lið með því að leggja til vinnuflokk sem hefur gengið og stikað fyrsta áfanga leiðarinnar. Stika gönguleið- ir milli þéttbýlis- staða á Skaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.