Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FUNDURINN Í HVÍTA HÚSINU Fundur Bush Bandaríkjafor-seta og Davíðs Oddssonarforsætisráðherra í Hvíta hús- inu í gærmorgun er mikilvægasti þátturinn til þessa í þeim viðræðum, sem staðið hafa yfir um nokkurt skeið um framtíð varnarstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Þær ákvarðanir, sem teknar verða í þeim efnum eru jafnframt lykilþáttur í mótun nýrrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum okkar Íslendinga á 21. öldinni. Endurskoðun þeirrar stefnu, sem við höfum byggt á er nauðsynleg vegna gjörbreyttra að- stæðna í heiminum. Þegar niður- staða er fengin um framtíð varnar- stöðvarinnar má búast við miklum umræðum um aðra þætti utanríkis- stefnunnar. Davíð Oddsson er sá forsætisráð- herra í aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins, sem lengst hefur setið við völd. Augljóst er að Bush hefur með boði sínu til forsætisráðherra um að hitta hann að máli í Hvíta húsinu viljað sýna honum og ís- lenzku þjóðinni virðingu og þakklæti en ekki fer á milli mála, að fá aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins hafa verið jafn einarðir stuðningsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna í meira en hálfa öld og við Íslend- ingar höfum verið. Þetta er þriðja heimsókn íslenzks forsætisráðherra í Hvíta húsið af þessu tagi. Bjarni Benediktsson hitti Lyndon Johnson að máli á Viðreisnarárunum og Þor- steinn Pálsson var boðinn í Hvíta húsið í forsetatíð Ronalds Reagans. Ljóst er að engar endanlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum í gær um framtíð varnarstöðvarinnar. Íslenzk stjórnvöld hafa lagt áherzlu á, að hér yrðu áfram loftvarnir. Bandaríkjamenn hafa verið þeirrar skoðunar, að þeir gætu sinnt þeim annars staðar frá. Bush stöðvaði sjálfur fljótfærnisleg áform, sem uppi voru í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu um brottflutning her- þotnanna frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Hugmyndir Bandaríkjamanna verður að skoða í samhengi við end- urskoðun þeirra á staðsetningu her- stöðva og liðsafla víða um heim. Sú endurskoðun stendur nú yfir. Mark- mið hennar er bæði að beita herafla Bandaríkjanna með öðrum hætti en á árum kalda stríðsins og líka að spara peninga bandarískra skatt- greiðenda. Við Íslendingar höfum góða reynslu af varnarsamstarfi við Bandaríkin, sem nú hefur staðið yfir í meira en hálfa öld. Við gerum okk- ur grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa í veröldinni, en við sjáum líka, að engin þjóð getur verið varn- arlaus í heimi hryðjuverkamanna. Miðað við þær upplýsingar, sem fram hafa komið hjá forsætisráð- herra eftir fundinn í Hvíta húsinu er nokkuð ljóst, að það skiptir Banda- ríkjamenn máli, að við tökum meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavík- urflugvallar. Það eru eðlilegar óskir. Þær eru ekki settar fram í fyrsta sinn nú. Morgunblaðið hefur árum saman lýst þeirri skoðun, að við Ís- lendingar ættum að taka meiri þátt í þessum kostnaði. Við erum nú í hópi auðugustu þjóða heims. Við teljum okkur þurfa á landvörnum að halda. Við verðum að venja okkur við þá hugsun að landvarnir kosti peninga og að eðlilegt sé að við greiðum ein- hvern hluta af þeim kostnaði en ætl- umst ekki til að Bandaríkjamenn beri þann kostnað allan. Markmiðið með komu varnarliðsins hingað 1951 var ekki að við ættum að hagnast á veru þess og í umræðum hér framan af voru þær þjóðir litnar hornauga, sem tóku greiðslu fyrir að leyfa Bandaríkjamönnum að hafa her- stöðvar í löndum sínum. Við töldum á þeim tíma, sem við vorum fátæk þjóð, að framlag okkar til varnar hins frjálsa heims gegn kúgun kommúnismans væri að heimila er- lendu herliði að athafna sig á ís- lenzkri grund og að það væri mikið framlag. Fyrir aldarfjórðungi komu upp raddir meðal íslenzkra stjórnmála- manna um að við ættum að krefjast þess af Bandaríkjamönnum, að þeir stæðu fyrir margvíslegum fram- kvæmdum hér, m.a. vegafram- kvæmdum, til þess að endurgjalda okkur afnot af landi undir varn- arstöð. Morgunblaðið barðist hart gegn þeirri stefnu, sem á sínum tíma var nefnd aronska og naut nokkurrar hylli um skeið. Hins veg- ar þýðir ekki að loka augunum fyrir því, að fámennur hópur Íslendinga hagnaðist verulega á dvöl varnar- liðsins hér vegna framkvæmda á varnarsvæðinu. Og er það ekki endi- lega ánægjulegasti kaflinn í sam- skiptum okkar og Bandaríkjamanna síðustu hálfa öldina. Þegar á allt þetta er litið er ekki óeðlilegt og raunar í alla staði sann- gjarnt að við tökum á okkur ein- hvern kostnað vegna reksturs Keflavíkurflugvallar. Í kjölfar fundarins í Hvíta húsinu í gærmorgun má gera ráð fyrir að samráð verði á milli stjórnarflokk- anna og síðan á milli þingflokka á vettvangi utanríkismálanefndar um framhaldið. Flest bendir til að málin hafi þokast í rétta átt í Washington, þótt endanlegar ákvarðanir hafi ekki verið teknar um endurnýjun varnarsamstarfsins á nýjum for- sendum. Senn verður tímabært að hér hefjist almennar umræður um stefn- una í utanríkis- og öryggismálum á nýrri öld. Við þurfum að tryggja öryggi okkar og að því er unnið með viðræðum við Bandaríkjamenn. En við þurfum jafnframt að gera okkur grein fyrir samskiptum okkar við umheiminn að öðru leyti. Á hvað viljum við leggja áherzlu? Hvert getur framlag smáþjóðar, sem þó er vel efnum búin, vel menntuð og vel upplýst verið í heimi nútímans? Ef við horfum til okkar eigin sögu, þótt ekki væri nema til sögu þjóðarinnar á 20. öldinni og vegferðar hennar frá fátækt til bjargálna er ekki ólík- legt að margir Íslendingar muni líta svo á, að við getum lagt eitthvað af mörkum til þess að veita fátækum þjóðum en sjálfstæðum stuðning á þeirri sömu vegferð. Ekki endilega með fjárframlögum heldur með því að miðla til þeirra þekkingu og reynslu. F ramtíð varna Íslands var meginumræðuefnið á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George W. Bush forseta Bandaríkjanna, sem fram fór í for- setaskrifstofu (Oval Office) Hvíta hússins í gærmorgun. Á fundinum lagði Bandaríkjaforseti fram hug- myndir um að Íslendingar tækju að sér aukna hlutdeild í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Fundurinn hófst kl. 10:30 að stað- artíma og stóð yfir í hálfa klukku- stund. Auk Davíðs og Bush voru m.a. Colin Powell utanríkisráðherra, Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Stephen Hadley, að- stoðarþjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta, og James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, á fundinum og af hálfu Íslands sátu hann, auk Davíðs, Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjun- um, Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, Albert Jónsson, skrifstofustjóri í for- sætisráðuneytinu, Illugi Gunnars- son, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, og Guðni Bragason, sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Washington. Traust og mikilvæg vinaþjóð Eftir fundinn var erlendum og ís- lenskum fréttamönnum hleypt inn í forsetaskrifstofuna og fengu að bera fram nokkrar spurningar. Bush sagði við fréttamenn að Davíð Odds- son væri góður vinur og rifjaði upp að þegar hann sótti í fyrsta skipti leiðtogafund NATO hefði það verið Davíð sem gekk á móti honum og bauð hann velkominn. „Ég hef aldrei gleymt þessu. Ísland hefur verið traust og mikilvæg vinaþjóð Banda- ríkjanna,“ sagði Bush. Bandaríkjaforseti sagði þá Davíð hafa átt áhugaverðar og hreinskiptn- ar viðræður um mikilsverð málefni eins og vænta mætti þegar vinir ættu í hlut. Sagði hann að forsætis- ráðherrann léti sig miklu varða ör- yggi og velferð þjóðar sinnar og sú væri einmitt ástæða þess hvað hann hefði verið virkur leiðtogi þess góða fólks sem byggði Ísland. Bush sagði að þeir hefðu átt mjög opinskáar viðræður um varnarmálin á Íslandi. Sagði Bush að Davíð hefði verið talsvert fylginn sér og fastur fyrir á fundinum, sem væri skiljan- legt því hann legði áherslu á að tryggja öryggi síns lands og þjóðar. Lagði Bush áherslu á að þessi mál yrðu leyst með samkomulagi þjóð- anna. Varðandi framtíð bandarískra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli sagðist Bush myndu láta skoða það mál mjög rækilega á næstunni. Dav- íð Oddsson sagði að fundurinn hefði verið jákvæður og Bush skildi að Ís- land gæti ekki verið varnarlaust. Þegar Davíð var spurður hvort þeir Bush hefðu náð samkomulagi um málefni varnarstöðvarinnar, sagði hann að ekki hefði verið ætl- unin að ganga frá samkomulagi á þessum fundi heldur hefði hann út- skýrt sjónarmið íslenskra stjórn- valda fyrir Bandaríkjaforseta og Bush gert grein fyrir sjónarmiðum Bandaríkjastjórnar. Bush tjáði sig einnig um framtíð varnarstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvelli og F-15-orr- ustuþoturnar fjórar sem þar eru og sagði Davíð hafa lagt mikla áherslu á að þoturnar yrðu áfram á Íslandi. Hann hefði verið mjög ákveðinn í því máli. Sagðist Bush ætla að skoða málið af opnum huga en vildi tryggja að hann hefði nákvæmar upplýsing- ar um hverjar yrðu afleiðingar ákvörðunar um hvort vélarnar yrðu áfram á Íslandi eða ekki. „Ég sagði forsætisráðherranum að ég mæti mikils bandalag okkar og vináttu. Ég hef fullan skilning á sjón- armiðum hans og við munum vinna saman að því að leysa þetta mál,“ sagði Bush. Aukin hlutdeild í rekstri og viðhaldi vallarins Davíð sagði við Morgunblaðið eft- ir fundinn að engin endanleg ákvörð- un hefði verið tekin á þessari stundu en allar þær bendingar sem fram hefðu komið í viðræðunum væru mjög jákvæðar. Hann sagði að þótt ekki mætti gera of miklar væntingar þá væri það svo, að Bush skildi að Ís- land gæti ekki verið varnarlaust. Davíð Oddsson sagði að fundurinn með Bandaríkjaforseta hefði verið mjög góður og árangursríkur og hann skipti miklu máli. „Mér fannst það jákvætt að forsetinn skyldi bjóða til þessa fundar, bæði fannst mér það ákveðin viðurkenning á sambandi þjóðanna en líka að menn væru að færast nær niðurstöðu um varnar- stöðina í Keflavík og varnarsam- starfið,“ sagði Davíð. „Þó forsetinn tæki fram í þessu samtali, þar sem hann var mjög einlægur og opinskár, að hann væri ekki að ljúka málinu núna og hann hefði ekki tekið end- anlega afstöðu, þá fannst mér allt hans viðmót og andinn í samtalinu þannig að okkar hagsmunir myndu fá mjög sanngjarna skoðun hjá hon- um. En einnig er augljóst að hann vill gjarnan að við sýnum ákveðna sanngirni á móti. Hann vill sjá á þau spil áður en hann tekur endanlega ákvörðun. Það tengist því að á Kefla- víkurflugvelli eru fleiri starfsmenn en lýtur að varnarliðinu. Við þurfum að fara yfir það en ég sagði að af okkar hálfu værum við ekki að loka fyrir að við tækjum mið af þeim breytingum sem orðið hafa þar sem borgaralegt flug er vaxandi þáttur í starfsemi vallarins, miðað við það sem áður var og það myndi koma að einhverju leyti fram í þátt- töku okkar í rekstri vallarins og við- haldi hans að einhverju leyti,“ segir Davíð. Davíð var spurður hvort hann teldi koma til greina að auka hlut- deild Íslendinga í rekstri Keflavík- urvallarins. „Það kemur til greina að við tökum að okkur þau verkefni sem áður hafa verið í höndum hersins, og þá aðallega að mínu mati í samræmi við breyttar forsendur um notkun vallarins. Þungi venjulegs, borgara- legs flugs hefur aukist miðað við flugstarfsemi varnanna sem slíkra og menn gætu haft einhverja hlið- sjón af því.“ Davíð segir aðspurður að Íslend- ingar eigi ekki að koma að hernaðar- legum þætti starfseminnar í Kefla- vík. „Við ákváðum á þessum fundi að nú myndu menn skoða þetta og for- setinn vísaði því til Colins Powell ut- anríkisráðherra að taka það upp. Ég geri ráð fyrir því að hann muni eiga um það samtöl við okkar utanríkis- ráðherra og ríkisstjórn okkar í fram- haldinu,“ segir Davíð. Þær hugmyndir sem Bush setti fram á fundinum með forsætisráð- herra í gær, um að Íslendingar tækju á sig aukna hlutdeild í kostn- aði Keflavíkurflugvallar, snúa að mati Davíðs frekar að innlendri starfsemi og hinni borgaralegu starfsemi sem um er að ræða, þó sá rekstur hafi til þessa verið á könnu varnarliðsins að öllu leyti. „Við reyn- um að horfa á það með sanngirni, en þó innan einhverra marka sem við ráðum við,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra var spurður hvort staðsetning og rekstur F-15- orrustuþotnanna á Keflavíkurflug- velli væri einnig hluti af hugmyndum bandarískra stjórnvalda um aukna Forsætisráðherra segist eftir fund með Bandarík Íslendingar t Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fund sinn með Georg arinnar í Keflavík yrðu leyst með samkomulagi þjóðanna. Ha ríkisráðherra að hefja vinnu vegna undirbúnings þess. Einar Davíð Oddsson forsætisrá Þeir George W. Bforseti og Davráðherra héldufréttamönnum í Hvíta húsinu að aflokn Bush bauð blaðamenn o komna kl. 10.59 í gærm tíma, kl. 14.59 að íslensk forsetinn: „Það er mér mikil ánæ sætisráðherra Íslands v skrifstofuna. Herra forsætisráðher koma. Ég mun flytja stutta síðan segja nokkur orð; svara nokkrum spurnin Ég minnist fyrsta NA fór á, ég gekk inn og sá mér fyrstur og lét mér l meðal vina, það var þes Þessu hef ég aldrei gley staðfastur vinur Bandar ingar hafa verið mikilvæ Við áttum athyglisver nokkur mikilvæg málefn an af mikilli hreinskilni. fyrir slíku þegar um vin ræða. Samtalið var opið sætisráðherrann er mað þjóðar sinnar mjög fyrir velferð íbúanna, það er hefur verið svo dugmiki fólks sem byggir Ísland Herra forsætisráðherra Davíð Oddsson: „Þakka herra forseti. Það er mé vera hingað kominn, ek dagurinn í dag er afmæ Þetta er mikill heiður.“ „Íslan vinur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.