Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 17

Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 17 „STRÁKARNIR voru að gera að skötuselnum þegar hrognabeltið kom innan úr hrygnunni. Við viss- um ekkert hvað þetta var, enginn okkar hefur séð þetta áður,“ sagði Gunnar K. Gunnlaugsson, skipstjóri á Hafborgu GK. Hann var að lýsa rauðum hrognaborða sem kom út úr skötuselshrygnu um borð. Skipverjar settu hrognaborðann í poka og fóru með hann í Rannsókn- arstöðina í Fræðasetrinu í Sand- gerði þegar komið var í land. Þar mældist borðinn hvorki meira né minna en 7,1 metri á lengd. Starfs- menn Fræðasetursins höfðu sam- band við Gunnar Jónsson, fiski- fræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem óskaði eindregið eftir því að fá að sjá hrognaborðann þannig að farið var með hann þangað í gær. Skipverjarnir á Hafborgu fengu hrygnuna þegar þeir voru á skötu- selsveiðum grunnt út af Sandgerði. Í Fiskabók Gunnars Jónssonar kemur fram að fiskurinn hrygnir í heita sjónum suður og suðaustur af landinu, langt frá landi og á miklu dýpi, eða um 1800 metrum. Að- alhrygningarsvæðið er suður af Færeyjum og vestan Bretlandseyja og suður í Biskajaflóa. Í bókinni kemur fram að um ein milljón eggja sé í borðanum sem geti orðið 10 metra langur og 45–90 sentímetra breiður. Gunnar skipstjóri sagði að hrygnan hefði verið úttroðin og borðinn verið vafinn um maga hennar. Þegar hrygnurnar hafa los- að sig við borðann berst hann með straumum á meðan eggin klekjast út. „Eitthvað hefur þessi ruglast í ríminu,“ sagði Gunnar þegar honum var sagt hvar hrygningarsvæði skötuselsins væri. Hann sagði að hitastigið í sjónum væri að breytast. Nefndi að engum hefði dottið í hug fyrir svona fimmtán árum að reyna að veiða skötusel á grunnslóð. Sjö metra hrognaborði kom út úr skötuselshrygnunni þegar skipverjar á Hafrúnu gerðu að henni Enginn okkar hefur séð þetta Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vísindamenn: Halldór Halldórsson og Alfonso Romos sáu um að breiða úr hrognaborðanum í Rannsóknarstöðinni. lagahöfundar í úrslitum keppninnar eru Elvar Gottskálksson, Bryndís Sunna Valdimars- dóttir, Védís Hervör Árnadóttir, Ingvi Þór Kormáksson, Magnús Kjartansson sem sigraði í Ljósalagskeppninni á síðasta ári, Hreimur Örn Heimisson og Örlygur Smári. Þótt Halldór sé ekki þekktur lagasmiður er hann enginn nýgræðingur í tónlistinni. „Ég var að leika mér í tónlistinni í kringum 1975, var þá að spila með æskuvini mínum. Gunnari Friðþjófssyni, og við kölluðumst Gunni og Dóri. Við gáfum út tveggja laga plötu og spil- uðum víða, meðal annars í sjónvarpsþáttum,“ segir Halldór. Hann segist hafa verið að gutla aðeins í tón- listinni eftir þetta og fyrir tveimur árum byrj- að að semja aftur. Þá sendi hann inn lag í Ljósalagskeppnina í Reykjanesbæ og það náði þriðja sætinu. Hann segist hafa sent inn lög í ýmsar keppnir, meðal annars Evrópu- söngvakeppnina hjá Sjónvarpinu. „Ég á nóg af lögum. Maður tekur bara þátt og lítur á það sem stóran plús ef maður kemst inn. Þetta er skemmtilegt happdrætti,“ sagði Halldór og sneri sér aftur að smíðunum. Nú verður byrjað að útsetja lögin tíu og þau verða gefin út á geisladisk, með einhverjum hætti, að sögn Guðbrands Einarssonar sem sæti á í undirbúningsnefnd. Besta lagið verður síðan valið á skemmtun sem haldin verður í Stapanum í Njarðvík síðari hluta ágústmán- aðar. Lagið er sem fyrr tileinkað fjölskyldu- og menningarhátíðinni Ljósanótt sem haldin er í Reykjanesbæ í byrjun september ár hvert. „LAGASMÍÐARNAR eru áhugamálið mitt, ég hef verið að taka þær aftur upp eftir nokkurt hlé,“ segir Halldór Guðjónsson, húsasmíða- meistari í Hafnarfirði, sem samdi þrjú lög af þeim tíu lögum sem dómnefnd valdi til að taka þátt í úrslitum Ljósalagskeppninnar í Reykja- nesbæ. Dómnefndin valdi lögin án þess að vita hverjir höfundarnir eru. Það var því skemmti- leg tilviljun að þrjú laga Halldórs af alls sex sem hann sendi inn skyldu komast í úrslitin. Þorsteinn Eggertsson samdi texta við tvö af lögunum hans og Kristján Hreinsson það þriðja. Halldór segist hafa unnið áður með Þorsteini og haft ánægju af. Þá segir hann að Magnús Kjartansson hafi hjálpað sér mikið við útsetningar og upptökur á lögunum. Aðrir Húsa- og lagasmiður úr Hafnarfirði á þrjú lög af tíu í úrslitum Ljósalagssamkeppni í Reykjanesbæ Þetta er skemmtilegt happdrætti Morgunblaðið/Jim Smart Smiðurinn að störfum: Halldóri Guðjónssyni húsasmið er fleira til lista lagt en smíðarnar, hann semur áhugaverð dægurlög. UPPSKERUSTÖRFIN eru hafin hjá Sögu Medica. Verið er að safna laufum ætihvannar í Mýrdalnum og vonast Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri til þess að tíu tonn náist sem er tvöfalt það magn laufa sem fyrirtækið fékk á síðasta ári. Síðar í sumar verður safnað öðru eins af fræjum. „Ég stend hér í miðjum hvanna- skógi fyrir sunnan Hjörleifshöfða og hún nær mér upp fyrir axlir. Ég hef verið í þessari vinnu í þrjú ár og hvönnin er blómlegri en ég hef séð hana áður, eins og sjálf- sagt allur gróður,“ sagði Þráinn þegar hann var truflaður við upp- skerustörfin. Tólf manna hópur vinnur með honum að því að safna laufunum. Allt er handskorið og sett í poka. Einnig er unnið að til- raunum með ræktun hvannar á ökrum þar sem betra er að koma vélbúnaði við en Þráinn segir að áfram verði safnað laufum af villtri ætihvönn. Vísindamenn fyrirtæk- isins hafa komist að raun um að virka efnið í laufunum er best á þessum tíma sumars og keppist fólkið því við að ná sem mestu á sem stystum tíma. Í byrjun ágúst er síðan gengið í það að safna fræjum ætihvannarinnar. Hráefnið er flutt í Gunnarsholt þar sem það er þurrkað og síðan eru unnar úr því ýmsar heilsuvör- ur sem fyrirtækið hefur verið að þróa, Voxis-hálstöflur, Angelica- jurtaveigar, húðvörur og fleira. Fækkar salernisferðum eldri karlmanna á nóttunni Í haust verður markaðssett ný vara sem byggist á efnum úr æti- hvannarlaufum en hún á að sögn Þráins að geta dregið úr salern- isferðum eldri karlmanna á nótt- unni. Vörurnar eru á markaði hér á landi og tilraunir hafa verið gerðar með útflutning til Noregs og Dan- merkur. Angelica-vörurnar hafa að sögn Þráins náð góðri fótfestu í Noregi og hálstöflurnar í Dan- mörku. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að sérhæfa sig í sölu vara úr lækningajurtum af norð- lægum slóðum. „Flestar lækninga- jurtir koma af suðlægum svæðum og í kringum þær er stóriðnaður. Því skyldum við ekki taka þátt í honum?“ spyr Þráinn og heldur áfram að klippa lauf. Vinnuflokkur sker ætihvönn til framleiðslu heilsuvara Hvönnin með besta móti Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hvannaskógur: Ætihvönnin hefur vaxið vel í sumar eins og sést á saman- burðinum við Þráin Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Sögu Medica. SUÐURNES LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.