Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hver kannast ekki við þáóskemmtilegu reynslu aðætla sér að hefja líkams-rækt af miklum krafti en of- reyna sig svo illilega í fyrsta tímanum að áætlanirnar eru þegj- andi og hljóðlega lagð- ar á hilluna um ókomna framtíð? Þó svo að hver og einn verði vissulega að finna sér þá líkams- rækt sem hæfir hon- um best, geta hlaup verið góður kostur fyr- ir þá sem vilja geta stundað sína líkams- rækt á hvaða tíma dags sem er, hvar sem er og án mikils til- kostnaðar. Gunnar Páll Jóakimsson íþrótta- þjálfari hefur gefið út bók sem sniðin er fyrir þá sem eru að feta sig yfir í markvissa hlaupþjálfun, ýmist sem byrjendur eða lengra komnir. Um er að ræða handbók með fræðsluefni, æfingaáætlunum og æf- ingadagbók, sem áhuga- samir hlauparar geta stuðst við og fylgst um leið með ástundun sinni og árangri með því að skrá hann niður. „Bókin getur komið í staðinn fyrir það aðhald sem margir leita eftir með þátttöku í hlaupahópum. Hún leiðbeinir fólki um hvernig það getur verið sinn eigin þjálfari og fengið sem mest út úr þeim tíma sem það ver í æfingar,“ segir Gunnar Páll þegar hann er tekinn tali og beðinn um að gefa nokkur góð ráð úr bókinni. Gunnar Páll hefur mikla reynslu sem þjálfari keppnisfólks og skokk- ara. Í hlaupahandbókinni, sem ber einfaldlega titilinn Hlaup, eru settar upp æfingaáætlanir af mismunandi þyngdarstigum og þær að nokkru leyti sniðnar með það í huga að skokkarar geti nýtt æfingar sínar sem undirbúning fyrir þátttöku í Reykjavíkjavíkurmaraþoninu í ágúst. Þannig er m.a. sett upp átta vikna æf- ingaáætlun fyrir 10 kílómetra hlaup, hálfmaraþon og maraþon. „Ég hafði það í huga að bókin gæti nýst öllum, en þó er hún e.t.v. fyrst og fremst miðuð við byrjendur og þá sem hafa ekki notið mikillar leiðsagnar. Settar eru upp áætlanir fyrir allt frá byrj- endum til undirbúnings fyrir mara- þon. Þar á meðal er almenn æf- ingaáætlum sem sniðin er fyrir þá sem stunda hlaup til þess að halda sér einfaldlega í góðu formi en eru að leita eftir að skipuleggja sínar æfing- ar,“ segir Gunnar Páll. Hvað þurfa skipulegar æfingar að fela í sér? „Þær þurfa að byggjast á áætl- unum, þar sem byrjað er með viðráð- anlegt álag sem aukið er smám sam- an. Þá er mjög æskilegt að hlaupþjálfun feli í sér ákveðna til- breytingu, því hún má ekki verða of einhæf. Þannig eiga styrktaræfingar og teygjur að vera fastur hluti af allri hlaupþjálfun, sama hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Ég set t.d. fram leiðbeiningar um það hvernig fólk getur skapað sér breyti- legra áreiti, og gert æfingar í tengslum við hlaupið. Með því að stunda göngu eða skokk, í samspili við léttar styrktar- og teygjuæfingar, getur fólk byggt upp mjög góðan al- hliða styrk. Samhliða þessu verður að gæta að hollu mataræði, enda næst seint góður árangur ef þessir tveir þættir spila ekki saman.“ Ástand hvers og eins Gunnar Páll segir það jafnframt mikilvægt að fólk nýti sér fjölbreyti- legar hlaupaleiðir. „Það getur verið hentugt að velja sér tvær eða fleiri miskrefjandi leiðir, t.d. eina létta og aðra með brekkum. Þá ættu menn að huga að því að hafa mismunandi und- irlag, og þar má benda á skemmtilega malarstíga sem margir þekkja og er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu, s.s. í Öskjuhlíð, Elliðaárdal og Heið- mörk. Og aldrei verður of oft brýnt fyrir skokkurum að vera á góðum skóm, enda getur óhentugur skóbún- aður aukið hættu á meiðslum. Þetta á jafnt við um þá sem skokka og þá sem nota göngu, t.d. í og úr vinnu, til að halda sér í æfingu.“ En hvernig fara byrjendur í skokki að því að meta ástand sitt? „Hér er rétt að ítreka að ástand hvers og eins getur verið mjög mis- jafnt og hentar það til dæmis ekki öll- um að byrja að hlaupa þegar í stað. Þannig ætti fólk ekki að byrja á hlaupáætlun fyrr en það treystir sér til þess að ganga rösklega í 30–40 mínútur. Ef menn geta það ekki, ráð- legg ég þeim að ganga eða synda þangað til að ná því þreki. Þeim sem velja göngur ráðlegg ég að ganga talsvert langt a.m.k. einu sinni í viku, í allt að klukkutíma. Það er mikilvægt að hver og einn skoði sínar forsendur og miði við sjálfa sig en ekki aðra. Með því nær fólk mestum framför- um,“ segir Gunnar Páll að lokum.  Á HLAUPUM | Æfingaáætlanir auka árangur Að vera sinn eigin þjálfari Morgunblaðið/Árni Sæberg Upphitun: Mikilvægt er að styrktaræfingar og teygjur séu hluti af hlaupþjálfun. Gunnar Páll Jóakimsson TENGLAR ..................................................... www.hlaup.is www.marathon.is heida@mbl.is Nýjasta tyggjóæðið hjákrökkum á öllum aldri áNorðurlöndum eru litrík-ar tyggjórúllur í boxi frá Hubba Bubba. Svona rúllur hafa fengist í Ameríku en komu á markað á Norðurlöndum í sumar og renna út eins og sjóðheitar lummur. Innflutn- ingsfyrirtækið Ólafur Guðnason ehf. flytur rúllurnar inn hér á landi og Einar Ólafsson starfsmaður þar stað- festi að þær seldust mjög vel og væru nú að verða uppseldar, bæði hér og á Norðurlöndum, en það kemur ekki eingöngu til vegna góðrar sölu heldur líka vegna bilunar í vélum í verk- smiðjunni í Bretlandi þar sem þær eru framleiddar. En allt er á góðri leið og stutt í næstu sendingu og þá geta litlir tyggjórúlluaðdáendur hald- ið áfram að hoppa og skoppa jórtr- andi um sumarið. Bleikar Barbírúllur Rúllur þessar minna einna helst á límbandsrúllur og eru 180 cm langar, svo þær endast vel og lengi og hægt er að fá sér eins langan tyggjóbút og hverjum hentar í hvert skipti og geyma boxið í buxna- eða úlpuvasa eða bara heima í skúffu. Tyggjórúll- urnar fást í þremur litum með mis- munandi bragði, grænar, bláar og appelsínugular. Þá getur verið gaman að „bítta“ eða skipta á einstökum bút- um með mismunandi bragði. Einnig hafa Barbietyggjórúllur í bleikum boxum verið nokkuð vinsæl- ar hjá litlum stelpum, en í boxinu leynist óvæntur hlutur, eitthvað fín- erí fyrir brúðuna Barbie og einnig er límmiði á lokinu með hreyfanlegri mynd. Litlar stelpur hafa líka verið spenntar fyrir brjóstsykri frá Barbie sem er í líki varalits. Spagettítyggjó og tattú Samkvæmt upplýsingum hjá Kon- fektbúðinni í Kringlunni, þar sem tyggjóflóran er nokkuð fjölbreytt, þá eru krakkar mjög sólgnir í stórar og grjótharðar tyggjókúlur sem ganga undir réttnefninu kjálkabrjótar (Jaw- breaker) og óneitanlega koma upp í hugann hinir gömlu góðu „haltu kjafti-brjóstsyk- urshlunkar“. Kjálkabrjót- andi kúlurnar eru þannig gerðar að ut- an um tyggjókúl- una er hart og þykkt lag af nammi sem tekur langan tíma að bryðja sig í gegnum til að ná í sjálft tyggjóið. Bleikt spagettítyggjó hefur vakið lukku og sama er að segja um tattú- tyggjó þar sem í hverjum pakka eru fjögur „armbandstattú“ auk tveggja tyggjóbita. Nóg er því að hafa fyrir þá sem njóta þess að tyggja og smjatta á mis- jafnlega sætu gúmmíi. Þó er aðeins fátt eitt talið í öllum þeim aragrúa sem í boði er og heitir á íslensku jórt- urleður.  SÆLGÆTI khk@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Tyggjókúlur: Gleðja má sjálfan sig og aðra með tyggjókúlublæstri. Morgunblaðið/Jim Smart Kjálkabrjótur: Lengja með nokkrum grjóthörðum nammi-tyggjókúlum kostar 150 kr. í Konfektbúðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Sumar- legt tyggi- gúmmí Morgunblaðið/Jim Smart Spagettí-tyggjó: Kostar 65 kr. í Konfektbúðinni í Kringlunni. Morgunblaðið/Jim Smart Hubba bubba-límbandsrúllutyggjó: Kostar 180 kr. í Konfektbúðinni. Barbí-tyggjórúlla: Með límmiða og litlum dúkkuhárkambi, kostar 149 kr. í nammibúðinni í Hagkaupum. Núpalind 6 - OPIÐ HÚS Stórglæsileg 190 fm íbúð á efstu hæð í lyftu- húsi ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Íbúðin er á einni hæð og skiptist í stórar og góðar stofur, þrjú stór svefnherbergi, glæsi- legt baðherbergi með sturtuklefa og hornkari. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Frábært út- sýni. Áhv. húsb. 9 millj. Verð 30,8 millj. Íris og Guðmundur taka á móti gestum í kvöld og annað kvöld á milli klukkan 17 og 20. 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjóri fasteignasala FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Höfum fengið til sölu jörð á Álftanesi, Bessastaðahreppi. Landið er um 2,5 ha að stærð, án mannvirkja og er sævigirt. Uppdráttur og nánari upplýsingar á skrifstofu. JÖRÐ Á ÁLFTANESI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.