Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 21 Eiríksstöðum í Haukadal 9.-11. júlí 2004 - Víkingabúðir Leikir, útskurður í tré og bein, forn matargerð, markaðstjöld, leikir fyrir börnin o.fl. - Kór úr Dalabyggð Heimamenn flytja nokkur sönglög. - Sögufélag Dalamanna og söngur. - Sumarblót í Leifsbúð: Nikkólína. Lopapeysu-teitið, söngvatn og hver syngur með sínu nefi. - Ættir ykkar raktar til Eiríks-rauða af Oddi Helgasyni. - Kórsöngur Vorboðans. - Landnáma. Stoppleikhópurinn. - Horft aftur í tímann. Erla Stefánsdóttir segir m.a. frá því sem hún sér. - Víkingakappleikir. Ungmennafélagið Æskan annast leikina. Keppt verður í glímu, spretthlaupi, grjótkasti o.fl. Allir hvattir til þátttöku. - Ratleikir. - Halli Reynis og band flytja ýmis lög. - Heimsókn Gunnars, Njáls og Kolskeggs til heitmeyjar Gunnars. - Söngur og leikur. Brennu-Flosi tendrar í bálkestinum. Tröllasögur - fjöldasöngur með Nikkólínu. - Dansleikur. Hljómsveitin Ábrestir spilar fyrir dansi. Aðgangseyrir 2.500 kr. 13-16 ára og lífeyrisþegar 1.000 kr. • 12 ára og yngri ókeypis aðgangur Nánari upplýsingar í símum 434 1132 og 434 1410 ÚRSLIT forsetakosninganna hljóta að vera reiðarslag fyrir for- sætis- og utanríkisráðherra. Hyl- djúp gjá. Mikið umhugsunarefni. Þrátt fyrir allan hamaganginn gegn forsetanum mættu svona fáir til leiks. Gjá? Rifja þarf upp, hvernig þeir uppúr síðustu áramótum hófu markvissa herferð gegn ímynd for- seta Íslands, storkuðu henni, snið- gengu hann og beittu slíku útmældu virðingarleysi, að nýmæli verða að kallast í Íslandssögunni af hálfu þeirra sem þykjast vilja halda hefð- um á lofti. Þá strax skyldi greinilega afhelga embættið og skapa síðan óróa um það fram að kosningum. Þarna varð til gjá, og það var stjórnarliðið, sem kastaði ofan í hana hanzkanum. Á bökk- unum sitja forsetinn annars vegar, Alþingi hins vegar. Svo kom fjölmiðlafrumvarpið. Skoðanakannanir sýndu að um 70% þjóð- arinnar voru andvíg því. Annað eins hefur nú myndað gjá. Þetta sá forsetinn. Á bökk- unum sitt hvoru meg- in: Alþingi (aftur) og þjóðin. Hann ákvað eðlilega að leyfa þjóð- inni að útkljá málið í fullum rétti skv. stjórnaskránni að mati flestra þeirra, sem kunna að lesa. Enn ein gjáin. Milli þings og forseta. En hún var þegar komin, munið þið. Dýpkaði hún? Kannski. Þegar menn láta illa og róta upp sverðinum í reiði yfir því að þjóðin eigi að ráða (lýð-ræði) þá geta dýpkað gjár. Og enn ein er sögð komin. Við erum greinilega á jarð- skjálftasvæði. Þurfum hellarann- sóknarfélagið. Milli forseta og þjóð- arinnar? Lítum á: Atið og hama- gangurinn út í forsetann héldu áfram sem aldrei fyrr. Fjöldi manns fór að birta sömu greinina aftur og aftur í ýmsum tilbrigðum í Mogg- anum. Hann sjálfur, nú galvaskur eftir fjölmiðlafrumvarpið, kom út úr skápnum og fór að púsla saman greinunum í leiðara sína. Hvergi sáust friðarstólar á gjábökkum, eng- in fróm hvöt til að halda forsetanum utan við argaþras hversdagsins af því hann eigi að vera sameining- artákn. Þvert á móti. Lokahnykk- urinn var svo styrjaldarfyrirsögn Mbl. um auðu seðlana. Stórfrétt. Ekki nokkur sál fór í grafgötur um að þarna fór heróp. Allir mínir menn skila auðu! Aðeins 13% kosninga- bærra manna svöruðu kallinu eða u.þ.b. kjósendafjöldi litla flokksins, sem fengið hefur að stjórna okkur „þingræðislega séð“. Þrátt fyrir her- ópið nenntu aðeins rúm 60% kjós- enda yfirleitt að mæta. Úrslit kosn- inganna voru fyrirfram vituð. Óþarfi að fara frá boltanum ef maður hefur ekki mikið út á forsetann að setja. Ef svo væri hefði maður náttúrulega svarað kalli Moggans. 40% þjóð- arinnar þótti ekki taka því. Forset- inn fékk næstbestu kosningu sög- unnar af greiddum atkvæðum. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir fékk meira árið 1988, þegar hún sat í friði fyrir óróaseggjum. Hún varð fyrst forseti Íslands með tæp 39% at- kvæða eftir harðan kosningaslag, þar sem tilfinningar risu hátt og úr- slitin sannarlega ekki að allra skapi. En öldur lægði og Vigdís varð far- sæll forseti. Ólafur Ragnar getur haldið áfram sínum ferli með 85,6% gildra atkvæða og 67,5% greiddra atkvæða ef hann fær að vera í friði fyrir grömum stjórnarliðum. En kannski gengur það illa eftir það reiðarslag, sem úrslitin hljóta að vera fyrir ríkisstjórnina. Söngurinn: ekki forseti allrar þjóðarinnar er beinlínis aumur. Hvað má þá segja um litla stjórnarflokkinn, sem hefur fengið að ráðskast með þjóðina í ára- tugi með minna en fimmtung at- kvæða á bakvið sig? Svo ekki sé nú talað um forsætisráðherratign? „Þingræðið“ þeirra er í raun flokkaræði. Varla geta slíkir söngv- arar talið sig þjóna sannleikanum. Slík fylgisaukning „vinstri“ manna frá síðustu Alþingiskosningum hlyti að vera þeim óbærileg. Og forseti Ís- lands nær tign sinni og virðingu eða ekki með verkum sínum eins og fyr- irrennarar hans. Er ekki kominn tími til að þroskast örlítið? Ekki horfa sífellt ofan í hyldýpisgjárnar, heldur lyfta andanum úr lágkúrunni. Megi þjóðinni verða hlíft við ríkjandi skotgrafamálafylgju, bang, bang, sí- felldu þrætubókarskaki og nuddi, orðhengilshætti og lævísi. Falsi. Karp þar sem engin önnur hugsun kemst að en sama slagorða- gjammið rammagrein eftir rammagrein, rök- leysið uppmálað, Baugsveldistal, að ganga erinda o.s.frv., engin ný hugsun, það er fyrir neðan virðingu alls hugsandi fólks, hvað þá háskólamenntaðs. Rúm 65% þjóðarinnar eru nú gerð að hálfgerðum kommum og senditík- um Norðurljósa. Fyll- um nú gjárnar upp og látum þar vaxa blóm. Hugsum fyrir næstu kosningar með þakk- læti til spakra manna áður fyrr, sem bjuggu okkur stjórnarskrá með þeim lýðræðislega ör- yggisventli, að gerist stjórnendur okkar á einhverjum tíma of heimaríkir (t.d. ef þeir hafa setið að völdum lengi)), stjórnsamir, hroka- fullir, einræðissinnaðir eða laumi inn málefnum eða ákvörðunum, sem þeir hafa í engu kynnt eða skrökvað um fyrir kosningar eða mistúlka þekktan þjóðarvilja, þá eigum við undankomu. Við gætum líka þakkað þá umhyggju, sem okkur er sýnd með því að lögleiða bílbelti. Sjálfur hef ég ekið um í hartnær hálfa öld og ekki orðið fyrir skakkaföllum. Mér þættu það samt aum rök fyrir því að afnema bílbelti. Hið sama gildir vita- skuld um málskotsréttinn. Lýðræði er ekki formið eitt. Lýðræði er viss hugsunarháttur, viðhorf, sem er op- ið, breiðhuga, jákvætt; samstarf í stað samkeppni, ásættanlegra lausna er leitað í deilum, ekki sigri einnar hugsunar yfir aðra eða þving- unar. Nýjar hugsanir. Menn valta ekki yfir „andstæðinginn“. Ekki stríð. Stjórnvöld ekki í andstöðu við þjóð sína. Láti hana ekki fara í taug- arnar á sér. Viðurkenna heiðarlega, ef eitthvað er að, t.d. að fátækt finn- ist í landinu, en fyrtast ekki við slíkt né kalli fátækt fólk tækifærisinna. Þau eru vinsamleg öryrkjum, ellilíf- eyrisþegum, sem geta ekki sjálfir ákveðið um kjör sín eftir pöntun, sjúklingum, menntafólki, uppal- endum o.s.frv. Þau reyna ekki að plata mikið. Taka lýðræðislegum úr- slitum í friðsemd eins og reyndar þjóðin öll verður að gera, þegar hún t.d. situr uppi með litla flokkinn í stjórn. Stjórnmál ættu að snúast um annað en endalaust sjálfsupptekna árásarhneigð. Það er svo margt ann- að en vald, sem glatt getur hjartað. Stöðug vöktun þess gerir menn fúla og ólýðræðislega. Þá taka menn ör- yggisventla lýðræðisins alltof per- sónulega. En í haust geta allir orðið glaðir, þegar sjálfviljug valdaskipti munu eiga sér stað. Þegar er búið að útvega þokkaleg eftirlaun. Útgáfa stóru bókarinnar um landstjórnina mun að sjálfsögðu bera upp á þenn- an hátíðisdag. Er samt nóg gert? Gera ætti daginn að opinberum fánadegi. Gefa frí. Kalla til skáta. Kannski sjómenn á pollabuxum eins og á sjómannadaginn. Þinvellir. En nú þori ég ekki annað en hætta. Ég gæti farið að nefna sameiningar- tákn … Gjábakkaþula Ólafur Mixa skrifar um stjórnmál Ólafur Mixa ’Stjórnmálættu að snúast um annað en endalaust sjálfs- upptekna árás- arhneigð. ‘ Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.