Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að getur verið heillandi að horfa á stórmenni takast á. Og ef maður á sjálf- ur eitthvað undir því að annað þeirra beri sigur úr býtum verða átökin þar að auki taugatrekkjandi. Maður sam- samar sig sínu stórmenni og hvert högg sem hæfir það hæfir um leið mann sjálfan. Samt er maður undir niðri þakklátur stórmenninu sínu fyr- ir að taka á sig höggin fyrir mann. Og vitundin um að maður myndi sjálfur aldrei geta háð þá baráttu sem stórmennið stendur í fyllir mann lotningu í orðsins fyllstu merkingu – maður lýtur stórmenninu. Þess vegna fá stórmenni að komast upp með ýmislegt sem meðal- mennunum myndi aldrei líðast. Og ein- mitt þannig hefjast stórmennin upp fyrir hefðbundin gildi og reglur og fara jafnvel að móta gildin og reglurnar. Þá er stór- mennið orðið að ofurmenninu sem heimspekingurinn Fried- rich Nietzsche kynnti til sög- unnar. Ofurmenni er sá sem setur kúrsinn, vísar veginn – leiðir meðalmennin áfram. Án ofur- mennisins eru meðalmennin villuráfandi sauðir. Þau þurfa því á ofurmenninu að halda, enda sagði Nietzsche að of- urmennið kæmi fram á sjón- arsviðið af brýnni nauðsyn – fremur en eigin frekju – vegna þess að hefðbundin kristin gildi væru úr sér gengin. Það var þetta sem hann átti við með þeim frægu orðum að Guð væri dauður. Ofurmennið kemur í staðinn fyrir Guð. Þessi hugmynd Nietzsches er alls ekki jafn fráleit og hún kann að hljóma með hans eigin orðum, því hann var nítjándu- aldarrómantíker, gefinn fyrir dúndur og drama og svakaleg orð. En ef maður tálgar leik- tilþrifin burtu og orðar hug- myndina með settlegum sam- tímahætti situr eftir ágætis greining á leiðtogum. Sjálfur nefndi Nietzsche nokkur stór- menni sögunnar sem gæfu vís- bendingu um hvernig ofur- mennið væri, svo sem Jesús, Napóleon og Goethe. Ef maður hugsar málið aðeins kemst maður að því, að líklega þekkja flestir svona ofurmenni. Hér á Íslandi voru þau lengst af skáld eða stjórnmálaskörungar – og stundum var sami mað- urinn hvorttveggja. Í seinni tíð fer minna fyrir skáldum í of- urmennastétt, flest skáld eru núorðið réttir og sléttir launa- menn sem eru bara að sjá sér og sínum farborða með því að segja skemmtilegar sögur. Hvað er orðið um miklu skáldin og rithöfundana sem voru samviska þjóðar sinnar – og vissu að þau voru það? Nei, ofurmennin í íslenskum samtíma eru ráðherrar og við- skiptajöfrar – og stöku vís- indamaður. Þetta eru mennirnir sem núna heyja orrustur og meðalmennin taka afstöðu með eða á móti eftir því hvernig þau sjá hagsmunum sínum best borgið. Rithöfundarnir og skáld- in (að því marki sem nokkur skáld eru lengur til á Íslandi) eru komin í hlutverk trúðsins sem stendur utan við allt og reynir að vekja á sér athygli með því að segja brandara um stórmennin. Á meðan orrusta ofurmenn- anna geisar geta meðalmennin ekki gert annað en fylgjast dol- fallin með, enda drukkna þeirra eigin hugsanir og orð hvort eð er í sverðaglamrinu og vopna- gnýnum. En þegar hlé verður á bardaganum gefst meðalmenn- unum kannski færi á að velta stórmennunum svolítið fyrir sér. Til dæmis mætti spyrja hvaða eiginleika maður þurfi að hafa til að vera stórmenni. Svarið við þessu er flókið, en fyrst og fremst þarf manni að finnast eðlilegt að maður hafi vald og að aðrir fari eftir því sem maður segir. Sjálfstraust og sjálfsálit er því algert skilyrði. Þetta á við um öll stórmenni, fyrr og síðar, hvarvetna. Einnig er það algilt skilyrði að maður sé ekki tiltak- anlega þjakaður af efasemdum. En það eru líka staðbundnari þættir sem geta haft mikið að segja, eins og til dæmis að geta komið vel fyrir sig orði, sem skiptir miklu máli á Íslandi, en er algert aukaatriði í Bandaríkj- unum, til dæmis samanber nú- verandi forseta þar í landi, sem varla getur komið út úr sér óbrenglaðri setningu. Sú spurning sem meðalmenni finnst mest spennandi þegar það horfir á stórmennið er ekki hvernig það sé að hafa völd – meðalmenni hefur engan áhuga á völdum því það treystir ekki sjálfu sér fyrir þeim og er guðs- lifandi fegið að stórmennið skuli sjá um að hafa völdin – heldur langar meðalmennið miklu frem- ur til að vita hvernig það sé að finnast fullkomlega eðlilegt að maður hafi völd og að aðrir hlýði manni. Það hlýtur að vera stórkost- leg tilfinning! Enginn efi um eigið ágæti. Enginn ótti við að hafa ef til vill rangt fyrir sér. Þvílíkt fullkomið frelsi. Enda sagði Nietzsche einmitt um of- urmennið að það væri frjálst undan öllum gildum nema þeim sem það setti sjálft – sér og öðr- um. Þetta frelsi er forsenda sköp- unargáfu, frumleika og frum- kvæðis, en það eru einmitt eig- inleikarnir sem gera stórmennið svo mikilvægt fyrir með- almennið, sem sjálft er án þeirra. Ætla má að ef þeirra nyti alls ekki við yrði líf með- almennisins fátæklegt og um- fram allt mun erfiðara. Þetta veit meðalmennið. Því blasir við, að meðalmennið þarf nauðsynlega á stórmenninu að halda. En ef nánar er að gáð kemur í ljós, að stórmennið þarf líka bráðnauðsynlega á meðal- menninu að halda. Það er aftur á móti ekki víst að meðalmennið geri sér grein fyrir því. Um stórmenni Á meðan orrusta ofurmennanna geisar geta meðalmennin ekki gert annað en fylgjast dolfallin með, enda drukkna þeirra eigin hugsanir og orð hvort eð er í sverðaglamrinu og vopnagnýnum. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, óttast milliliðalausan dóm þjóðarinnar. Hið gamla for- ingjaræði bakherbergjanna skal ráða. Við málskot forseta Íslands á fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar missti Davíð tökin á atburða- rásinni sem hófst með tilurð laganna. Hann getur lamið sitt lið til flestra verka en dómi þjóðarinnar ræður hann ekki. Með því að ógilda fjölmiðlalögin og leggja þau aftur fyrir þingið lítið breytt er forsætisráðherra að slá því afhroði sem ríkisstjórn hans stefndi í með þjóðaratkvæða- greiðslunni á frest. Þar sem lögin eru lögð fram aftur lítið breytt er verið að svindla á þjóðinni og milli- liðalaus aðkoma hennar að málinu höfð að engu. Svindlað á þjóðinni Fyrst átti að svindla á þjóðinni með því að reisa þröskulda á þjóð- aratkvæðagreiðsluna um fjölmiðla- lögin. Þannig brotin ákvæði stjórn- arskrárinnar um þjóðaratkvæða- greiðslur og settar upp hindranir á aðkomu þjóðarinnar að málinu. Þátttökuskilyrði eða aðrir slíkir þröskuldar á þjóðaratkvæða- greiðslur eru stjórnarskrárbrot enda er ekki í stjórnarskránni að finna ákvæði um lágmarksþátttöku kosningabærra manna í þjóð- aratkvæðagreiðslum. Það var þeg- ar allt kom til alls niðurstaða lög- mannanefndar Davíðs og því þorðu þeir ekki þessa leið. Þá var sú leið ein eftir til að forðast dóm kjós- enda að afturkalla lög- in. Leggja þau fram á ný lítið breytt og sleppa undan þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Davíð Oddsson guggnaði þegar á reyndi og sú stað- reynd blasti við að þrátt fyrir þröskulda myndi ríkisstjórnin tapa málinu með af- gerandi hætti. Sterki foringinn hefur stigið niður og gengur lúinn úr forsætinu þann 15. september. Forsæti sem Halldór Ásgrímsson og Framsóknarflokk- urinn hafa keypt dýrara verði en nokkurn gat órað fyrir og mun Framsókn verða lengi að gjalda fyrir það. Eðlilegasti farvegur málsins Eðlilegasti farvegur fjölmiðlalag- anna nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að nema þau gömlu úr gildi er að undirbúa nýja lagasetn- ingu í samráði við stjórnarandstöð- una, blaðamannafélagið og þá sem málinu tengjast í haust. Miklu fleiri en stjórnmálaflokkarnir þurfa að koma að smíðum laga um fjölmiðla þannig að almenn sátt og samstaða náist um þetta viðamikla mál og þær breytingar sem því fylgja. Ef afnám laganna er til þess eins að skjóta ríkisstjórninni undan dómi kjósenda þá er það hrein skrum- skæling á lýðræðislegum rétti þjóðarinnar til að hafa síðasta orðið um þau í beinni kosningu um mál- ið. Afnám fjölmiðlalaganna er sigur fyrir okkur andstæðinga þeirra en verði þau sett strax aftur lítið breytt er verið að hæðast að þjóð- inni og flýja milliliðalausan dóm hennar yfir verkum ríkisstjórn- arinnar. Ætli Davíð Oddsson að gera Sjálfstæðisflokkinn stjórntæk- an á ný gengur hann til verka með þessum hætti og losar flokkinn þar með úr þeirri einangrun sem hann hefur komið honum í. Væng- stýfðum bæði til hægri og vinstri. Afnám fjölmiðlalaganna og dómur kjósenda Björgvin G. Sigurðsson fjallar um afnám fjölmiðlalaganna ’Afnám fjölmiðlalag-anna er sigur fyrir okk- ur andstæðinga þeirra en verði þau sett strax aftur lítið breytt er ver- ið að hæðast að þjóðinni og flýja milliliðalausan dóm hennar yfir verkum ríkisstjórnarinnar.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ,,AÐ þekkja matinn frá moðinu“ er gamalt orðtak um að greina hism- ið frá kjarnanum, illt frá góðu, að sjá mun á heyi og úrgangi. – Langt er um liðið síðan undirritaður gerði nokkrar tilraunir til að vekja athygli á þeirri óheillaþróun, sem hér á landi mátti greina vegna aukinnar neyslu á ruslfæði/skyndibita- fæði, gosdrykkjum og sælgæti. Bent var á aukna tíðni margskon- ar kvilla vegna offitu og ofurfitu, of lítillar hreyfingar og streitu. Manneldisráð hafði þá hvatt til breyttrar samsetningar í fæðu- vali og beint þeim til- mælum til almennings að auka neyslu á græn- meti og ávöxtum og draga úr neyslu fitu og sykurs. Raunar hafði Náttúrulækninga- félagið og Heilsustofn- un NLFÍ í marga ára- tugi haldið uppi áróðri af þessu tagi og hvatt til neyslu hollustufæðis. Þeir, sem töluðu fyrir breyttu mat- aræði, voru kallaðir sérvitringar og sagt að fara á beit með öðrum gras- bítum. Íslensk stjórnvöld aðhöfðust fátt, þótt sýnt væri hvert stefndi vegna lífsháttabreytinga að bandarískum sið. Það er fyrst á síðustu misserum að vart verður einhverra viðbragða, en þá eru alltof margir Íslendingar að kljást við offitu og afleiðingar hennar. Í umræðum um offituvandann, einkum í Bretlandi og Bandaríkj- unum, hefur mikið verið fjallað um ábyrgð framleiðenda matvæla, gos- drykkja og margvíslegs neysluvarn- ings. Ýmsir þeirra hafa verið sakaðir um hreinar blekkingar, lélegar inni- haldslýsingar og óprúttnar aðferðir á auglýsingamarkaði þar sem auglýs- ingum er í æ ríkara mæli beint að börnum og unglingum. Umhugsunarefni Á eftir fara helstu at- riðin, sem fram hafa komið í þessari um- ræðu:  Of mikið salt hefur fundist í nokkrum tegundum smá- barnamatar.  Í „snakki“, sem börn og unglingar sækja mikið í, er oft mikil fita, mikið salt og miður hollar krydd- blöndur.  Sælgætishallir stór- verslana eru sér- staklega hannaðar til að vekja athygli barna og örva löngun í sætindi.  Neysla sykurs í gos- drykkjum er eitt stærsta vandmálið.  Skyndibitastaðir nota leikföng og „ósæmilegar“ að- ferðir til að laða að börn og unglinga. Bretar segja, að 95% þeirra fæðutegunda, sem sér- staklega eru auglýst fyrir börn, séu ruslfæði „junk food“.  Margar tegundir morgunkorns eru mjög sykraðar. Í einni tegund, sem er sérstaklega auglýst, er syk- ur 40% af innihaldi hvers korn- pakka. Ýmsar mjólkurafurðir eru einnig mikið sykraðar.  Rannsókn í Bretlandi, sem nær til síðustu 30 ára, sýnir, að auglýs- ingar á neysluvörum almennings hafa veruleg áhrif á innkaup, en þó sérstaklega auglýsingar, sem beint er að börnum. Framleið- endur ná til foreldra með atbeina barnanna.  Mjög er gagnrýnt hvernig íþrótta- og poppstjörnur auglýsa ruslfæði og gosdrykki.  Rannsóknir sýna, að bresk börn á aldrinum 12–16 ára hreyfa sig rösklega í 20 mínútur í hverri viku.  Oft er mikil fita falin í kjöthakki og fáar tilraunir gerðar til að upplýsa neytendur um hlutfall fitu og kjöts.  Í einum stórborgara geta verið allt að 600 kalóríur og aðrar 600 í stórum mjólkurhristingi.  Nokkur matvælafyrirtæki í Bret- landi hafa verið staðin að því að nota ódýrt og lélegt hráefni í fram- leiðslu sína til að hagnast meira. Þau hafa m.a. fjarlægt næring- arefni og sett í staðinn sykur, bragðefni og lit.  Hagnaðarvonin er drifkraftur þeirra fyrirtækja, sem selja rusl- fæði. Ef þau teldu hag sínum jafn- vel borgið með framleiðslu á holl- ustufæði, þá myndu þau framleiða það og selja.  Flest efni, sem auglýst eru sem grenningarlyf, eru að hluta gagns- laus eða gagnslítil. En hvað er til ráða? Margir hafa lagt til að sykur verði ríf- lega skattlagður. Sú aðferð er ekki skynsamleg. Flestir telja að skólar geti gegnt lykilhlutverki með fræðslu og framboði á hollum mat. Skólarnir þurfi að senda skýr skilaboð til for- eldra um ábyrgð þeirra. Næring- arfræðingar gegna mikilvægu hlut- verki í skólum og framleiðendur og verslanir ættu að hafa þá í þjónustu sinni. Merkingar á neysluvörum þarf að stórbæta. Framleiðendur og auglýs- endur eiga að axla mun meiri ábyrgð en þeir gera nú. Auka þarf eftirlit með auglýsingum og tryggja að þær séu sannar og réttar. Efla þarf íþróttakennslu og auka almenna hreyfingu barna og unglinga í skól- um. Opinberir aðilar þurfa að láta þennan málaflokk meira til sín taka og móta ákveðna stefnu. Boð og bönn duga ekki; aðeins fræðsla og stöðug fræðsla. Með átaki í þessum mála- flokki má spara mikla fjármuni í heil- brigðiskerfinu. Að þekkja matinn frá moðinu Árni Gunnarsson fjallar um mataræði ’Með átaki íþessum mála- flokki má spara mikla fjármuni í heilbrigðis- kerfinu.‘ Árni Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.