Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.07.2004, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 25 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SUNNUDAGINN 4. júlí sigldi Esperanza skip Greenpeace frá Ís- landi að lokinni tveggja vikna heim- sókn. Á Húsavík sýndi Halldór Blön- dal forseti Alþingis okkur þann heiður að bjóða skipið velkomið til hafnar. Halldór Blöndal er engan veginn sam- mála afstöðu Greenpeace til hvalveiða en mestu skiptir að við áttum tal sam- an. Á Ísafirði tók Haraldur Tryggva- son á móti okkur á gúmbát. Flestir ályktuðu að hann væri að mótmæla komu okkar en það reyndist ekki vera heldur var hann að fagna komu Greenpeace og þeirri leið samtakanna að efna til viðræðna við Íslendinga um hvalveiðar og önnur umhverfismál. Nokkur hundruð manns hafa heim- sótt okkur um borð á Ísafirði, Húsavík og í Reykjavík. Þar á meðal fulltrúar Hollands, Frakklands, Spánar, Sví- þjóðar og Noregs á ársfundi OSPAR (www.ospar.org) um varnir gegn mengun í Norður Atlantshafi sem haldinn var í Reykjavík nýlega. Einn- ig hafa nokkrir alþingismenn komið um borð. Fæstum kemur á óvart að Green- peace eru andsnúin hvalveiðiáætlun íslenskra stjórnvalda. Samtökin hyggjast áfram vinna að því að hval- veiðar verði aflagðar í samvinnu við bandamenn okkar á Íslandi. Hitt er ekki síður mikilvægt að efna til sam- vinnu við Íslendinga til að bægja frá þeim hættum sem stafa að lífríki sjáv- ar af völdum mengandi efna og lofts- lagsbreytinga. Það var markmiðið með heimsókn Esperanza. Samvinna milli Íslands og Greenpeace gæti verulega eflt það starf sem þarf að fara fram til að koma í veg fyrir hættulegar og óafturkræfar breyt- ingar á lífríki sjávar. Að lokum viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sem veittu okkur að- stoð og sýndu stuðning sinn í verki á meðan á heimsókn Esperanza stóð. FRODE PLEYM, talsmaður Greenpeace. Framtíð án hvalveiða Frá Frode Pleym: ÉG VAR að lesa ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag „Viðhorfið til hjónabands samkynhneigðra“. Þar segir að 87% séu hlynntir því að sam- kynhneigðir fái að ganga í hjóna- band. Hvers lags hjónaband er það? Ég hef alltaf haldið að hjónaband væri samtenging manns og konu og kristin kirkja veitti svo samþykki sitt ef engir meinbaugir eru þar á. Síðan eignast hjónin börn og svo áfram- haldandi. Þannig viðhelst mannkyn- ið. Ég vil vitna í Biblíuna, því að þar er grundvöllur kristinnar kirkju: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, marg- faldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna. Annað form á hjónabandi fyrir- finnst ekki í Biblíunni. GUÐBJÖRG S. SIGURJÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, 105 Reykjavík. Ein rödd úr hópnum Frá Guðbjörgu S. Sigurjónsdóttur: UM ÞESSAR mundir eru fjöru- tíu ár frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands. Á starfstíma Ferðamála- ráðs hefur Ísland tekið stakka- skiptum sem ferðamannaland og aðstaða til móttöku ferðamanna er með allt öðru sniði en var árið 1964. Starfsskilyrði þeirra sem sinna þeim mikilvæga þætti þjóðlífsins að taka á móti gestum sem um landið fara eru allt önnur en fyrir fjórum áratugum. Því hefur tekist að gera ferðaþjón- ustuna að einni af þremur stærstu út- flutningsatvinnu- greinum okkar Ís- lendinga. Árið 1964 voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 0,8% af heildargjaldeyris- tekjum hér á landi en á síðasta ári var hlut- fallið komið í 13%. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna til landsins fimmtán- faldast eins og sést á meðfylgjandi mynd. En hvað veldur þessum vexti í ferða- þjónustu á Íslandi? Þar er af mörgu að taka. Landið og saga íslensku þjóðarinnar er segull sem fær ferðamenn til þess að velja Ísland sem áfangastað. Öflugar samgöngur til landsins, stórbætt vegakerfi, leiðakerfi innanlands- flugs og vaxandi og bætt þjónusta við ferðamenn hefur leitt til þess að landið er núna fullgilt sem áfangastaður kröfuharðra ferða- manna. Ferðaþjónustan er sú atvinnu- grein á Íslandi sem vaxið hefur hvað mest á umliðnum árum. Við upphaf þessa kjörtímabils lýsti ég yfir þeim vilja mínum að ferða- þjónustan fengi forgang í ráðu- neytinu þetta kjörtímabil. Í verk- efnaáætlun samgönguráðherra fyrir kjörtímabilið 2003–2007 er gerð grein fyrir helstu verkefnum sem í ráðuneytinu verður unnið að næstu árin. Þar er af mörgu að taka og vísa ég til þess á heimasíðu ráðuneytisins. Framfarir í íslenskri ferðaþjónustu Á sjöunda áratugnum var um- hverfið með allt öðru móti en nú er. Aðstaða til móttöku ferðafólks var fábrotin og hótel og veitinga- staðir, af þeim gæðum sem við þekkjum í dag, varla til staðar. Þó urðu mikil umskipti á sjöunda ára- tugnum við opnun Hótels Sögu og Hótels Loftleiða. Bændagisting var óþekkt fyrirbæri fyrr en um miðj- an sjöunda áratuginn. Landkynningin var eðlilega fábreyttari en samt voru áherslurnar frá upphafi á sérstöðu Íslands sem eldfjalla- lands og eins og í dag prýddu myndir af Geysi og Mývatni kynningarefni þess tíma. Ísland var og er sveipað ljóma í huga fólks um allan heim og þá ímynd þurfum við að styrkja og varð- veita. Í dag uppfyllir Ís- land að flestu leyti þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til ferðamannastaða. Náttúra landsins er, eins og ávallt, helsta aðdráttaraflið en öll umgjörð er orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Gististaðir, sælkera- matur, söfn og ævintýraferðir af öllu tagi standast samanburð við það besta. Margt má þó enn bæta. Flugið er mikilvæg undirstaða Einn allra mikilvægasti þátturinn í ferðaþjónustu okkar er gott leiða- kerfi Icelandair. Kerfið byggist að miklu leyti á farþegaflutningum yfir Norður-Atlantshaf en tryggir um leið öflugar samgöngur til og frá landinu. Það er von mín að Íslendingar njóti sem lengst þessa þétta leiða- kerfis og jafnframt allra þeirra nýjunga sem bjóðast á þessu sviði af öðrum fyrirtækjum, svo sem Iceland Express og leiguflug- félögum. Ég trúi því að flugfélögin eigi eftir að fjölga áfangastöðum enn frekar í framtíðinni austan hafs og vestan. Mikilvægt hlutverk Ferðamálaráðs Ferðamálaráð hefur frá upphafi verið vakandi yfir uppbyggingu ferðaþjónustunnar og haft frum- kvæði að ýmsum nýjungum sem nauðsynlegar hafa verið til að greinin hafi mátt vaxa eðlilega. Ferðamálaráð og stærstu ferða- þjónustufyrirtækin hafa einnig stýrt kynningarmálum en á þeim vettvangi eru örar breytingar og krefst það mikillar útsjónarsemi að nýta það fé sem ætlað er í al- menna landkynningu. Framlög stjórnvalda til kynningar á Íslandi sem ferðamannalandi hafa aukist mjög að undanförnu enda er at- vinnugreinin sífellt mikilvægari fyrir íslenskt efnahagslíf. Eitt af hluterkum Ferða- málaráðs er að hafa frumkvæði að fegrun umhverfis og góðri um- gengni á viðkomu- og dval- arstöðum ferðafólks. Ferða- málaráð nýtur hér mikillar sérstöðu í samanburði við ferða- málaráð í öðrum löndum. Lýsir þetta vilja stjórnvalda til að ferða- mannastaðir skaðist ekki af um- ferð ferðafólks. Framtíð ferðaþjónustunnar Ferðaþjónustan tekur, eins og aðr- ar atvinnugreinar, stöðugum breytingum. Sem dæmi um það má benda á hve ferðamönnum ut- an svokallaðrar háannar hefur fjölgað mikið. Samkeppnin um ferðamanninn er líka gríðarleg. Með stöðugt lækkandi ferðakostn- aði stendur allur heimurinn opinn þeim sem vilja ferðast. Þess vegna hefur samgönguráðuneytið hafið vinnu við að móta markvissa stefnu til að hægt sé að takast á við breytt umhverfi af fullum krafti. Áhuginn á Íslandi mun vænt- anlega byggjast áfram á stórbrot- inni náttúru landsins en í auknum mæli beinast einnig að menningar- arfinum, nútímamenningu og heilsu- og íþróttatengdri ferða- þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Nauðsynlegt er að marka stefnu utan um þessar áherslur svo allir rói í sömu átt. Öflugt samstarf allra landsmanna mun treysta stöðu Íslands sem ferðamanna- lands um ókomna framtíð. Ég færi Ferðamálaráði mínar bestu árnaðaróskir á þessum tíma- mótum og óska því alls hins besta í framtíðinni. Ferðamálaráð fjörutíu ára Sturla Böðvarsson fjallar um Ferðamálaráð Sturla Böðvarsson ’Ferðamálaráðnýtur hér mik- illar sérstöðu í samanburði við ferðamálaráð í öðrum löndum.‘ Höfundur er samgönguráðherra. Fjöldi erlendra ferðamanna 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 400.000 1960 1970 1980 1990 2000 2010 RÉTT í þann mund sem umræðurnar um forsetakosningarnar voru að fjara út steig Einar Oddur fram á sviðið með hreint makalausa fullyrð- ingu. Hann staðhæfir í Morgunblaðsgrein að sjálfstæðismenn hafi á engan hátt beitt sér gegn Ólafi Ragnari í aðdraganda forsetakosninganna. Hann segist ekki hafa séð eina einustu grein í dag- blaði þar sem menn innan raða Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér gegn Ólafi Ragnari og aldrei heyrði hann í útvarpi eða sjón- varpi eitt eða neitt í þá veru. „Er ég þá bæði heyrnarlaus og blindur?“ spyr Einar Oddur. Það að brigsla forsetann um vanhæfi og bendla hann við Norðurljós og Baugs- veldið, svo dæmi séu tekin, var þá eftir allt saman ekki atlaga að Ólafi Ragnari í að- draganda forsetakosn- inganna. Það að bera forsetanum á brýn að hafa skapað gjá milli embættisins og þjóðarinnar og að hann sitji ekki á friðarstóli, svo önnur dæmi séu tekin, var heldur ekki atlaga gegn Ólafi Ragnari – og allra síst af hálfu sjálfstæð- ismanna. Þetta er svo merkileg niðurstaða að það er ekki nema von að aumingja maðurinn velti því fyrir sér hvort hann sé bæði heyrnarlaus og blindur. En nú hef- ur Einar Oddur fullvissað okkur um það, í sömu grein, að hann sé hvorki heyrnarlaus né blindur, svo að þá er aðeins einni spurningu ósvarað: Einar Oddur, lifir þú í öðrum heimi? Er Einar Oddur af öðrum heimi? Jón Þorvarðarson ritar svargrein við grein Einars Odds frá 2. júlí Jón Þorvarðarson ’Hann staðhæfir íMorgunblaðsgrein að sjálfstæðismenn hafi á engan hátt beitt sér gegn Ólafi Ragnari í að- draganda forsetakosn- inganna.‘ Höfundur er stærðfræðikennari.                             ! "              !"   # $       % &     '       &       (  % &   )#      ' &   *   % &  % +   , & '    - .    * /,  0   /12     !  /,  0 &        (3*   4&('       * /,  0  0  /( %% 5 ( *  6     &    *   -     ( &('      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.