Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 19 Gestum Farfuglaheimilisinsí Reykjavík og á tjald-svæðinu í Laugardalgefst reglulega í sumar kostur á að læra íslensku á einni klukkustund. Ingibjörg Þórisdóttir, leikkona og verkefnisstjóri hjá Far- fuglaheimilinu í Reykjavík, kennir erlendu ferðamönnunum þar alla helstu frasana á ástkæra ylhýra. T.d. að heilsa og kveðja og bjarga sér í búðum og á ferðalögum. Námskeiðið er liður í tilrauna- verkefninu Líf og list í Laugardal sem er samstarfsverkefni Farfugla- heimilisins í Reykjavík og Orku- veitu Reykjavíkur. Þar er lögð áhersla á að færa umhverfisfræðslu og ýmiss konar menningarviðburði nær þeim u.þ.b. 30 þúsund gestum sem gista á tjaldsvæðinu í Laug- ardal eða Farfuglaheimilinu á hverju sumri. Dagskráin er að- allega ætluð erlendum ferðamönn- um og til að bjóða þá velkomna en Ingibjörg segir að ýmislegt geti líka höfðað til Íslendinga eins og t.d. ljósmyndanámskeið og tónlist- aruppákomur. Við skipulag dagskrárinnar er unnið samkvæmt umhverfisstefnu Farfuglaheimilisins og sérstaklega að markmiðunum að skapa vett- vang fyrir viðburði og lifandi um- ræðu sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir nátt- úrunni og virðingu fyrir menning- arlegum gildum. Ingibjörg segir að dagskráin sé ákveðin með stuttum fyrirvara, m.a. með hliðsjón af veðri og vind- um. Regluleg verkefni verða t.d. „Reykjavík að innan“ þar sem gest- ir fá leiðsögn á hjólum um Laug- ardal og Elliðaárdal, „A closer look“ þar sem flutt verða fræðslu- erindi á ensku um ýmis málefni er tengjast menningu lands og þjóðar og „Að mynda tröll í sól“ sem er kennsla í ljósmyndun við sér- íslenskar aðstæður á vegum Dikta ehf. Um er að ræða stutt inngangs- námskeið sem hefja göngu sína í júlí. Þar verður lögð áhersla á und- irstöðuatriði hvað varðar mynd- byggingu og hvað íslensk náttúra og margbreytileg birta hefur upp á að bjóða þegar ljósmyndun er ann- ars vegar.  FARFUGLAR Líf og list í Laugardal Morgunblaðið/Golli Á hjólum: Meðal þess sem í boði er eru hjólaferðir um Laugardalinn. Morgunblaðið/Jim Smart Fjör hjá farfuglum: Íslenskan er greini- lega skemmtilegt tungumál. Morgunblaðið/Jim Smart Íslenska á klukku- tíma: Ingibjörg Þórisdóttir leik- kona og verkefn- isstjóri hjá Far- fuglaheimilinu gefur dæmi. Nánari upplýsingar um dagskrána: Farfuglaheimilið í Reykjavík, Sími: 553 8110 Vefföng: www.hostel.is www.visitreykjavik.is F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Rafmagns og bensínvélar www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 verð frá 16.900.- Eigum fyrirliggjandi demantsblöð frá DIMAS í öllum stærðum Dalvegur 16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.