Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 35 Það er sumar og það slær áþögn. Tónlistin í Reykjavíker komin í frí, nema á risa- vöxnum rokktónleikum og lág- stemmdum kvöldtónleikum í Laugarnesinu. Jú, svo er það sum- aróperan, en hún fer ekki í gang fyrr en síðsumars. Listahátíð er svo sem ekki langt að baki, en það er eitthvert tóm; – tómahljóð. Ef til vill eru íslenskir tónlist- armenn bara þreyttir og þurfa sína hvíld frá öflugu vetrarstarfi, en þó varla all- ir. En þetta tómahljóð er hálfóþægilegt. Á sumrin, í allri birtunni og góða veðrinu, þegar fólk er almennt vel stemmt og glatt, væri einmitt svo ákjósanlegt að geta notið þess að hlusta á tónlist. Það er eins og allt púður tónlistarmanna fari í vetr- arstarfið, og ekkert sé eftir til sumarsins. Jú, margir þeirra flýja út á land, þar sem sumartónleika- raðir hvers konar standa með blóma. En hvers vegna er úrvalið af tónleikum svo fábrotið í Reykjavík á árstíma þegar fólk hefur einmitt rýmri tíma til að njóta. Það er einhver skekkja í hlutföllum milli vetrarstarfs og sumarstarfs; framboðið á veturna allt of mikið, en að sama skapi allt of lítið á sumrin.    Það þarf einhverja nýja hugsuní tónleikaskipulag og tón- leikahald. Það er svo löngu tíma- bært að fólk finni tónlistinni nýjan farveg; finni leiðir til að aðlaga hana sumri og sól. Tónleikahald á veturna er með svipuðu sniði frá einum stað til annars, frá einum tónleikum til annarra. Einn og hálfur klukkutími kl. 20 eða 20.30, með hléi eftir 50 mínút- ur … allt svo fyrirsjáanlegt, allt svo gefið; efnisskránni þröngvað inn í þennan ramma, hvernig svo sem verkin fara saman. Þetta er orðið hálf-lúið fyrirkomulag, og kannski skiljanlegt að enginn nenni hvorki að halda né mæta á slíka tónleika að sumri til, þegar lífið er í svolítið öðrum farvegi. En hvar eru hugmyndirnar? Væri nú ekki ljúft að gæða sér á latte-bolla við Austurvöll á sunnu- dagsmorgni undir örvandi lúðra- blæstri? Eða hlýða á laufskála- músík í Grasagarðinum? Væri ekki gaman að heyra miðnæt- urdjass á Tjarnarbakkanum, jafn- vel í miðri viku? Hvers vegna er Tatu Kantomaa ekki stillt upp á Ingólfstorgi í hádeginu nokkrum sinnum í viku, svo við getum notið útiverunnar í matarhléinu undir frábærum harmónikkuleik? Á móti honum lékju hugsanlega snillingarnir ungu í Dixieland- dvergunum. Og hvers vegna er ekki boðið upp á rímur og rapp milli 17 og 18 á göngustígnum góða, sem liggur frá Ægisíðu austureftir allri borg, fyrir þá fjölmörgu sem nýta sér hann til útivistar eftir vinnu? Og hvernig væri að blása lífi í Lækjartorg með lifandi tónlist alla daga frá 17–19? Myndi maður ekki oftar freistast til að fara í bæinn á þeim tíma og fá sér jafnvel kvöldsnarl í leiðinni? Hvar eiga svo ferða- mennirnir að kynnast tónlistararfi þjóðarinnar? Þeir fara ekki allir á sumartónleika í Skálholti, og vildu örugglega margir eiga þess kost að heyra eitthvað slíkt í höf- uðborginni. Þar er ekki um auð- ugan garð að gresja, því miður.    Tónlistin glæðir líf, og vissu-lega yrði það einnig til að bæta borgarbraginn ef þar hljóm- aði tónlist sem laðar að fólk. Sum- arið er tími sem maður vill helst eyða utandyra, og sjaldnast eru sumarveður hér svo válynd að ekki sé hægt að leika eða syngja utandyra. Það vantar bara ein- hverja drift til að skapa. Borgin, fyrirtæki og stofnanir ættu að taka höndum saman við tónlist- armenn um að efla músíklífið í Reykjavík yfir hásumarið. Það vantar sannarlega meira fútt í það. Tónlist óskast yfir sumarið ’Væri nú ekki ljúft aðgæða sér á latte-bolla við Austurvöll á sunnu- dagsmorgni undir örv- andi lúðrablæstri?‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is S um hús kalla á það að á þau sé bank- að. Fallegar dyr, skrýtnir dyra- hamrar, ómþýðar dyrabjöllur geta gert mann forvitinn um innihald húsa. Fæst hús vilja láta banka í sig að innanverðu; að minnsta kosti þau sem við búum í – allt of mikið vesen að hætta á að mölva vasa og missa hurðir af hjörum, og hver vill svosem hávaða og barsmíðar á slíkum griðastað. En svo eru hús, sem hreinlega bjóða upp á að í þau sé bankað; hús sem eru full af rörum, tönkum, kössum, og alls konar ókennilegu víravirki og furðuverki úr málmi, timbri og grjóti. Hús sem ilma af hávaða liðinna tíma, hús með hljóð, hús með hljóm. Þannig hús er bræðsluverksmiðjan Grána á Siglufirði, sem nú gegnir hlutverki bræðsluminjasafns. Gránu gömlu hefur nú hlotnast sá heiður að fyrir hana hefur verið samið tónverk: Konsert fyrir slagverk, kammersveit og bræðsluverksmiðju. Grána er gengin í endurnýjun lífdaga, og tón- skáldið sem bankar líf í Gránu á nýjan leik er Daníel Bjarnason; tiltölulega nýútskrifaður sem píanóleikari og tónskáld, og stundar framhaldsnám í hljómsveitarstjórn í Þýska- landi. Þetta er stærsta verkið hans frá því hann lauk tónsmíðanáminu. Einleikarinn í slagverkskonsertinum, og sá sem fær að spila á Gránu, hefur kannski ekki unnið í síldar- bræðslu áður, en tilheyrir þó þeirri þjóð sem þekkt er að því að sporðrenna pæklaðri síld í heilu lagi á götum úti. Þetta er Hollending- urinn Frank Aarnink, sem hefur starfað hér á landi síðustu árin. „Já, það er rétt, Frank spilar að einhverju leyti á húsið, en samt langmest á hefðbundin slagverkshljóðfæri. Sum þeirra eru þó þannig, að þau gætu alveg tilheyrt verksmiðjunni. En af praktískum ástæðum hlífi ég honum við því að þurfa að hlaupa um allan salinn. Frank verður niðri á gólfi, en ég og kammersveitin verðum uppi á svölum og sjáumst kannski ekki mikið. Hljóðin sem koma frá hljómsveit- inni eru því kannski svolítið óræð, og hug- myndin er að þau gætu komið eins og úr hús- inu sjálfu. Þetta verður þannig líka eins og húsið sjálft sé að syngja, en ekki bara verið að berja það.“ Í Gránu líka fullt af dóti sem hlýtur að vera svolítið gaman að dangla í, svona rétt til að heyra hvernig það sándar þarna inni, þótt ekki vilji maður láta það spyrjast að maður sé að misþyrma safnmunum. En þetta er nú samt aðeins harðgerðara en þjóðbúningadúkkusafn, er það ekki? „Jújú, þarna eru alls konar hlutir. Ég fór norður í vetur og tók upp fullt af hljóðum í húsinu, sem verða hugsanlega notuð; það á eftir að koma í ljós. Það var rosalega skemmti- legt að geta strax hugsað verkið inn í þetta hús og gaman að fá að flytja tónlist þarna inni. Safnið er auðvitað stórkostlegt, andinn sér- stakur og hljómburðurinn góður. Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Daníel. Sequentia, Bogomil og rímur Tónleikarnir sem hér um ræðir eru liður í Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem hefst í dag með námskeiðahaldi, þar sem ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er í fornum vinnubrögðum, rímnakveðskap eða náttúruskoðun. Tónleikarnir með verki Daníels verða á laugardag kl. 14, og eru aðeins brot af því sem í boði verður. Á Sigló þessa vikuna verða einn- ig: sönghópurin Sequentia frá París, sem flyt- ur tónlist við Eddukvæði, Bogomil Font og Kristjana Stefánsdóttir, Flís-tríóið, sem gladdi gesti hátíðarinnar í fyrra með ómótstæðileg- um leik; Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon, Möguleikhúsið, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Rósa Jóhannesdóttir harðang- ursfiðluleikari, og þjóðlagasveitir og þjóðlaga- söngvarar hvaðanæva úr heimnum. Dagskrá hátíðarinnar er kynnt á vef Siglu- fjarðar: www.siglo.is. Tónlist | Daníel Bjarnason tónskáld verður í sviðsljósinu á Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem hefst í dag Eins og húsið sjálft sé að syngja Morgunblaðið/Golli Daníel Bjarnason tónskáld. FRANSKI orgelleikarinn Thierry Mechler var gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju á Sumarkvöldstón- leikunum 4. júlí. Það er óhætt að segja að margir góðir orgelleikarar hafa setið við Klaisorgel Hallgríms- kirkju en hér var tvímælalaust á ferðinni einn af þeim albestu. Þvílík tækni sem maðurinn býr yfir og fóta- og fingrafimi sem ekki er öllum gef- in. Samt var leikur hans aldrei bara tækni heldur alltaf lifandi tónlist, vel mótuð og registreruð, sem féll aldrei í skugga tækninnar. Mechler hefur gott eyra fyrir raddavali og hvernig hann byggði upp crescendo og de- crescendo með registreringu og borðaskiptingum var virkilega út- hugsað og vel heppnað. Hann sýndi hve orgelið hefur marga möguleika í litavali tónanna og hvað það getur sungið fallega veikt og þrumað vold- ugt á „fullu verki“. Registreringin í verki Liszt og sónötu Reubke var frekar frönsk sem nýtur sín vel á þetta orgel, síðan kom létt röddun barokksins í verkum Bachs og sálm- forleikinn um Vatnaföllin í Babylon BWV 653 hefur undirritaður oft heyrt á tónleikum bæði hér heima og erlendis en þessi flutningur og túlk- un tekur öllum þeim flutningi fram. Svo lifandi leið straumurinn, vel og fallega mótaður og fullur af iðandi lífi á móti syngjandi sálmalaginu sem hljómaði fallega í Krúmhorni 1. hljómborðs. Mechler er þekktastur fyrir færni sína í spuna af fingrum fram. Hann fékk í hendur tvö sálma- lög úr sálmabókinni; íslenska þjóð- lagið Dýrð vald virðing og franska sálmalagið Upp upp mín sál, og spann yfir þau hvort í sínu lagi og óf þau síðan saman í eina fléttu. Þarna var hann í essinu sínu og fór hrein- lega á kostum og mátti greina lögin út úr hljómum og klösum ýmist í hand- eða fótspili. Frábær listamað- ur og frábærir tónleikar. TÓNLIST Hallgrímskirkja Thierry Mechler orgelleikari. Sunnudag- urinn 4. júlí kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson leiddi tónleika þeirra Hjörleifs og Jónasar á hádegistónleikunum í Hallgrímskirkju 1. júlí. Keðjan var vel leikin og mótuð en kannski í hægara lagi. Næst léku þeir tvo þætti úr Fiðlusónötu í D-dúr opus 1 nr. 13 eftir Händel. Einhver mis- skilningur átti sér stað milli þeirra félaga í upphafi sem varð til þess að þeir náðu ekki nógu vel saman í Larghetto-þættinum, en Allegróið var í góðum hraða og fiðlan naut sín vel. Jónas lék því næst Adagio úr Prelúdíu, adagio og fúgu BWV 564. Í efnisskrá var verkið ranglega kynnt úr Prelúdíu og fúgu í a-moll BWV 564. Adagioið var frekar óró- legt en gott að örðu leyti. Hjörleif- ur lék síðan yfirvegað og fallega Adagio úr g-moll-sónötunni eftir Bach. Eftir Jónas Þóri léku þeir fé- lagar spunaverkið Hornstein. Lát- laust, hugljúft og hugmyndaríkt verk sem að hluta til var spunnið af fingrum fram. Lokaverkið var sí- gaunadans eða Csárdás (í efnisskrá „Zardas“) eftir Vittorio Monti. Þessi dans er bráðfjörugur og skemmtilegur en eins og aðrir slíkir dansar ekki hugsaðir fyrir alvöru kirkjuhljómburð, en miðað við að- stæður var flutningurinn góður. HIN þekkta og vinsæla Canon eða keðja eftir Johann Pachelbell inn- Jón Ólafur Sigurðsson ur að líta til vinstri á ljósmyndinni. Málverkið er nú til sýnis í National Maritime-safninu í Lundúnum á sýn- ingunni „Listin að kanna“ sem er fyrsta opinbera sýn- ingin á verkum Williams Hodges allar götur síðan 1795. SJÓNVARPSMAÐURINN kunni Sir David Attenbor- ough handleikur hér fyrsta þekkta olíumálverkið af ísjaka sem landslagsmálarinn William Hodges málaði á 18. öld. Verkið var falið í meira en tvær aldir á bak við annað verk eftir Hodges, hitabeltismynd sem get- Reuters Fyrsti ísjakinn í olíu TÓNLIST Hallgrímskirkja Hjörleifur Valsson á fiðlu og Jónas Þórir á orgel. Fimmtudagurinn 1. júlí kl. 12. ORGEL OG FIÐLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.