Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 33

Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 33
Ættingja leitað ÉG heiti Don Oddson og er 62 ára, af íslenskum ættum, fæddur í Seattle, Washington, en nú búsett- ur í Kaliforníu. Afi minn var John (Brenthensen eða Björnsson), fæddur í ágúst 1854. Hann átti 10 systkini. 1865 yfirgaf hann Ísland, þá 11 ára gamall, og réð sig á norsk fiskiveiðiskip. Hann kom sem innflytjandi til Norður- Ameríku frá Kanada og settist að í Seattle 1889. Eldri bóðir hans, Tom, fæddur í maí 1848, kom sem innflytjandi á undan honum og notuðu þeir eftirnafnið Oddson. Amma mín, Guðfinna Gestsdóttir, var fædd í ágúst 1871. Hún var dóttir Gests Gestssonar og Guð- ríðar Nikulásdóttur. Hún kom sem innflytjandi frá Íslandi 12 ára gömul með móður sinni. Þeir sem gætu gefið mér ein- hverjar upplýsingar um ætt mína eru vinsamlega beðnir að hafa samband við mig á netfanginu: don-holly@astound.net – eða á heimilisfangið: Don Oddson, 1950 Owl Ridge Ct. Walnut Creek, CA. 94597, USA. Betri dagskrá ÉG vil koma á framfæri kvörtun til Sjónvarpsins yfir því að ekki sé höfð önnur rás fyrir fótbolta. Eins finnst mér að Sjónvarpið ætti að hætta að sýna glæpamyndir og endursýndar myndir. Fólk er ekki að borga afnotagjöld til að horfa sífellt á endurtekið efni. Finnst að Sjónvarpið mætti bæta sig. Ásrún Heiðarsdóttir. Eyrnalokkur týndist 23. JÚNÍ týndist eyrnalokkur, gull- og hvítagullshringur með steinum, á leiðinni frá Skúlagötu 20 að Grettisgötu 89 og þaðan í rútu að Hvolsvelli þar sem var stoppað og síðan í Vík í Mýrdal. Skilvís finnandi hafi samband við Auði í síma 553 0593. Gleraugu í óskilum BLEIK og gyllt gleraugu fundust við Birkigrund í Kópavogi. Upp- lýsingar í síma 554 7784. Kettlingar fást gefins TVÆR 10 vikna læður fást gefins, Kassavanar og hundavanar. Upp- lýsingar í síma 695-2395. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Ljósastaurar og sláttur MARGOFT hef ég séð kveikt á ljósastaurum Reykjavíkurborgar í glaðasólskini. Þykir mér það furðulegt mjög að sólundað sé skattpeningum mínum í slíkt. Um þessar mundir þegar bjart er all- an sólarhringinn hljóta tendraðar perur á vegum að vera afar gagnslitlar. Bergmálar nú í göng- um okkar skattgreiðenda spurning sú hví kúlur þær lýsa svo glatt yf- ir sumartímann. Hljóta þetta að teljast undarleg vinnubrögð. Þá vildi ég hrósa sláttuhópum Breiðholts fyrir afar vel unnin störf. Eru verk þeirra til mikils sóma. Hvet ég aðra sláttuhópa og áhugasama til að gera sér sér- staka ferð í Breiðholt og bera verknaðinn augum sér til eft- irbreytni og yndisauka. Henrik Garcia, kt. 290185-8589. DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 33 Lokað í dag, útsalan hefst á morgun. menn + konur ,lauga veg i 66,www.gk.is Landsmót UMFÍ hefst í fyrramálið áSauðárkróki og er þetta 24. mótið. Ífyrsta sinn í sögu mótanna hafaÍþróttabandalögin í landinu keppnis- rétt og mun ÍBR senda stóran hóp keppenda. „Við verðum með um 200 manna lið í hinum ýmsu greinum að þessu sinni og ég sé ekki annað en í framtíðinni gerist ekkert annað en að kepp- endum frá okkur fjölgar enn frekar,“ segir Reyn- ir. ÍBR hefur sótt nokkuð fast undanfarin ár að komast á landsmótin. Eru menn ekki ánægðir með að það skuli hafa tekist? „Upphaflega var það ein af ástæðum þess að við sóttumst eftir að verða aðili að UMFÍ að geta tekið þátt í landsmótunum. Við höfum í raun sótt þetta alveg frá 1997. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt enda eru þessi mót dálítið sérstök. Ég vona að þetta verði bæði skemmtilegt fyrir okkar fólk og eins UMFÍ-fólkið því þetta stækk- ar mótið og skapar meiri breidd í ýmsum grein- um. Landsmótin vekja jafnan mikla athygli og hafa gengið mjög vel þannig að við erum mjög ánægð með að komast inn á þau. Landsmótin eru öðruvísi en hin hefðbundnu meistaramót hverrar íþróttagreinar. Þarna koma krakkarnir saman og eru í fjóra daga og kynnast því miklu betur og meira en á öðrum mótum.“ Nú þiggja margir íþróttmenn laun eða ein- hverja sporslu fyrir að iðka íþrótt sína, er ekki ágæt tilbreyting í að menn komi saman sér til gleði og yndisauka? „Jú, jú. Það má segja það. Það myndast meiri hópstemmning en á hefðbundnum mótum sem standa í styttri tíma. Eins hafa svona mót gríðar- leg áhrif á allt lífið úti á landi. Öll uppbyggingin sem verður eftir er líka mikilvæg, sveitarfélögin fara af stað og bæta aðstöðuna. Við höfum stund- um verið fúlir út í þetta hér í Reykjavík, en við vonum að röðin komi einhvern tíma að okkur að halda landsmót.“ Er það næsta skref að sækja um það? „Við sóttum um á sínum tíma, þegar við héld- um að við værum að verða aðilar að UMFÍ. Það er auðvitað búið að ráðstafa þessum mótum næsta áratuginn eða svo, en það kemur auðvitað að því að við sækjum um.“ Ætlar þú að mæta á Sauðárkrók? „Já, já, auðvitað mæti ég og ætla að vera þarna á föstudag og laugardag í það minnsta.“ Í keppnisgallanum eða hvað? „Nei, mín íþrótt voru skíði og þó það sé keppt í óhefðbundnum greinum líka þá er ég handónýtur í eldhúsinu og get því ekki keppt í pönnuköku- bakstri. Það væri þá helst í golfinu þar sem ég er áhugakylfingur.“ Íþróttir | Íþróttabandalögin í fyrsta sinn á Landsmót UMFÍ Spennandi og skemmtilegt  Reynir Ragnarsson er formaður Íþrótta- bandalags Reykjavík- ur, ÍBR, en bandalagið hefur sóst eftir því undanfarin ár að kom- ast á Landsmót UMFÍ og nú rætist það. Hann er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur þar 1947 og hefur starfað að íþrótta- málum lengi, fyrst hjá ÍR, síðan í stjórn ÍBR og formaður síðasta áratuginn. Reynir er endurskoðandi að mennt, samkvæmt gamla kerfinu, en hefur verið í námi í Háskólanum Íslands og lauk þaðan MBA-prófi um daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.