Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 32

Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk Lalli lánlausi ©LE LOMBARD ERTU AÐ HUNSA MIG GRETTIR? EIGINLEGA EKKI ÉG VÆRI ALVEG TIL Í AÐ ÞÚ HUNSAÐIR MIG MÁ ÉG EKKI BARA STANDA HÉRNA?! NOTA BÁÐAR HENDUR ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA ÞJÁLFARI EITT AF ÞVÍ ERFIÐASTA SEM ÞJÁLFARINN ÞARF AÐ GERA ER AÐ SEGJA NÝJUM LEIKMANNI AÐ HANN KOMIST EKKI Í LIÐIÐ... MAÐUR VEIT ALDREI HVERNIG HANN TEKUR ÞVÍ... BLEE!! MÁ ÉG? VIÐ ÞURFUM SKRIF- BORÐIÐ ÞITT TIL ÞESS AÐ SKIPTA Á HONUM OKKAR BORÐ ERU SVO LÍTIL AÐ HANN GÆTI DOTTIÐ HVER VAR AÐ GERA STÓRT SEM LYKTAR SVONA SVAKALEGA ILLA? GAGA!! LÁRA FRÆNKA ÆTLAR AÐ SMYRJA KREMI Á RAUÐA BOSSANN ÞINN NEI MÓBERG! EKKI BORÐA BLÝANTINN HANS LÚÐVÍKS, ÞÚ GÆTIR ORÐIÐ VEIKUR! GÚGÍ! EKKI RÍFA DAGBÓKINA HANS HELDUR, ÞAÐ ER LJÓTT! SJÁÐU ÞETTA LÁRA, HANN ER AÐ PISSA ÚT UM ALLT! GAGA! LJÓTUR STRÁKUR! ÞAÐ MÁ EKKI PISSA Á TÖSKU KENNARANS! NÚNA SKULUM VIÐ FARA AÐ LÚLLA HANN ER SVO YNDISLEGT BARN! NÚNA SKULUM VIÐ FARA YFIR MÁLFRÆÐIDÆMIN SEM ÞIÐ.... SOFÐU UNGA ÁSTIN MÍN.... framhald ... Dagbók Í dag er miðvikudagur 7. júlí, 189. dagur ársins 2004 Víkverji var á dög-unum staddur í fyrsta sinn sem for- eldri á svonefndu Shellmóti í Vest- mannaeyjum, knatt- spyrnumóti níu og tíu ára drengja úr 6. flokki. Í 20 ára far- sælli og langri sögu mótsins hafði veðrið aldrei verið eins vont, rok og rigning nánast alla fjóra mótsdagana. Við þessi skilyrði dáð- ist Víkverji að mörgu sem fyrir augu bar og skulu nokkur atriði nefnd hér til sögunnar. Fyrir það fyrsta dáðist Víkverji að því hve drengirnir stóðu sig vel á mótinu. Þeir létu vindinn og vosbúð- ina ekkert á sig fá og reyndu eftir megni að leika knattspyrnu við erf- iðar aðstæður. Mjög líklega hefðu fullfrískir karlmenn fljótlega gefist upp og flúið inn í hús, vælandi yfir veðrinu. Mótanefnd KSÍ hefði senni- lega verið kölluð saman og frestað leik í Landsbankadeildinni. Víkverji dáðist að gestrisni Eyja- manna og hve frábærlega þeir stóðu að allri skipulagningu á fjölmennu móti. Keppendur voru hátt í þúsund og með þjálfurum, fararstjórum og öðrum foreldrum voru tvö til þrjú þúsund manns í Eyjum þessa daga. Sömuleiðis dáð- ist Víkverji að þeim vösku konum úr kvennadeild ÍBV sem elduðu sannan ís- lenskan heimilismat ofan í allt liðið og reiddu fram stað- góðan og hollan morg- unmat. Þar var ekkert ruslfæði á ferðinni. Víkverji dáðist að þeim foreldrum sem mættir voru til að styðja og styrkja sína drengi, sama á hverju gekk. Margir stilltu sér þó undir vegg, í skjóli und- an veðrinu eða sátu inni í hlýjum bíl- um sínum. Láir Víkverji þeim það ekki, sem lét sig hafa það að gegn- blotna oftar en einu sinni á hliðarlín- unni og öskra sig hásan upp í vind- inn í hvatningarópum á sitt lið. Aðeins einu undraði Víkverji sig á; að engir útileikir voru færðir inn í hús. Á því var víst einföld skýring: Á meðan meðalþungur leikmaður, sem sendur er út á vallarmiðju, fýkur ekki útaf, þá skal spilað! Víkverji er þegar farinn að hlakka til að mæta með sínum manni að ári, sama hvernig viðrar – bara í regngalla. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Sumarlist | Sumarhópur skipaður ungu listhneigðu og skapandi fólki hefur síðustu sex vikurnar göfgað menningarlíf höfuðborgarinnar með leik, söng, dansi, hönnun og ritlist. Hefur unga fólkið heimsótt og sýnt listir sínar á hjúkrunarheimilum, leikskólum, leikjanámskeiðum og listasöfnum. Í kvöld verður lokahnykkur sumarstarfsins þegar öllum er boðið í kaffi og með því í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hóparnir munu fleyta rjómann af sköpuninni sem átt hefur sér stað í sumar. Góða kaffið verður í boði kl. 20–22. Morgunblaðið/Eggert Gott kaffi í Ráðhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, mun- um vér einnig bera mynd hins himneska (I. Kor. 4, 16).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.