Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 1
6. TÖLUBL. — 3. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL NR. 38 ARNI GUÐBJARNASON Eitt af helztu boðorðum skáta- hreyfingarinnar er að vera jafnan viðbúin að hjálpa öðrum og veita aðstoð hvar og hvenær sem er. Þessi boðorð og sá ásetningur að greiða úr annarra vanda, þegar á þarf að halda, er af manndyggð og kærleika sprottinn og horfir til mannheilla og fullkomnara samfé- lags. Þessi lífsviðhorf ættu raun- ar að vera öllum mönnum hug stæð, og þeirn nánast nauðsyn að breyta gagnvart öðrum í samræmi við þau. Með þessu hugarfari og með þeim ásetningi að verða öðr um að liði fór Árni Guðbjarnason að heiman frá sér mánudagskvöld- ið 2. marz s.l. Vinnufélagi hans var á leið yfir Breiðadalsheiði og á móts við hann var ferðinui heit- ið á vélsleða til að létta honum ferðalagið yfir hinn erfiða fjall- veg. Örlögin höguðu því þannig að þetta varð síðasta ferð Árna til hjálpar meðbræðrum sínum. Hon- um varð ekki afturkomu auðið á heimili sitt til eiginkonu og barna. Slys henti, og hann var fluttur á Sjúkrahús ísafjarðar þegar eftir slysið. Allt var gert sem unnt var og í mannlegu valdi stóð til bjarg- ar. Næsta dag var hann fluttur með sjúkraflugvól til Reykjavíkur, og fór kona hans með honum. Var hann lagður inn á Landsspítalann, en hann andaðist sama dag, þ. e. þriðjudaginn 3. marz. Jarðarför hans var gerð frá ísafjarðarkirkju 10. marz. Árni Guðbjarnason fæddist á ísa firði 14. október 1939, sonur hjón- anna Elínar Árnadóttur og Guð- bjarna Þorvaldssonar, núverandi afigreiðsluimanns Skipaútgerðar ríkisins. Var hann elztur af þrem börnum þeirra og ólst með þeim upp við ástríki og umönnun. Að loknu barnaskólanámi fór hann í Gagnfræðaskóla ísafjarðar og út skrifaðist þaðan með ágætri eink- unn. Síðar hóf hann rafvirkjanám hjá Neista hi. og lauk þaðan prófi. Jafnframt lauk hann prófi úr Iðn- skóla ísafjarðar. Ifann stundaði síðar nám í undirbúningsdeild Tækniskóla ísafjarðar og lauk það- an prófi með ágætum vitnisburði. Hann hafði fyrir nokkru hlotið meistararéttindi í iðn sinni. Af franianskráðu er ljóst að Árni var mijög vel menntaður í sinni grein, og því vel búinn undir lífsstarf sitt. Árni var prýðilegum gáfum gæddur og lagði alltaf mikla alúð við nám sitt og störf. Að námi loknu vann Árni að iðn sinni, fyrst hjá Neista h.f. og síðar hjá Skipasmíðastöð M.Bern- harðssonar h.f. Nú síðu9tu tvö ár- in vann hann hjá Pólum h.f. á Ísafirði, en hann var meðeigandi í því fyrirtæki. Árni þótti mjög hæf ur iðnaðanmaður og var því eft- irsóttur til starfa sökum dungaðar, trúmennsku og verkhyggni. Að félagsmálium vann Árni mjög mifcið. í skátafélagið Einherja gekk hann á unglingsárum sínum, og var þar, sem og annars staðar, mjör starfsfús og liðtækur. Flest- um mikilvægustu störfum innan félagsins hafði hann gegnt og var nú aðstoðarfélagsforingi. Hann var rnikill skáti að hugarfari og allri breytni. Að málefnum Skíðafélags ísafjarðar vann hann einnig lengi og vel og var síðasta áratuginn í stjóm félagsins, og síðustu árin varaformaður. Ag öllum fram- kvæmduim sem félagið stóð í, vann hann ötullega og lagði á ráðin. Hann var mikill unnandi skíða- íþróttarinnar og iðkaði þá íþrótt ti ánægju og heilsubótar þegar frí- stundir gáfust, enda þótt hann tæki ekki sjálfur þátt í keppni. Árni hafði mikinn áhuga á þjóð- málum. Hann var einn af stofn- endum Félags ungra Framsóknar manna á ísafirði og formaður þess síðustu árin. Að ýmsum öðrum fé lagsmálum vann Árni, svo sem að málefnum Æskulýðsráðs ísa- fjarðar. Hann hafði bundið tryggð við heimabyggð sína og vildi lifa þar og starfa. Þann 29. júní 1963 kvæntist Ár.ni ef'tirlifandi konu 9inni, Ást- hildi Ólafsdóttur. Er hún dóttir hjónanna Ólafs Ólafssonar, gjaid- kera á sýsluskrifstofunni á ísa- firði, og konu lians Unnar Her mannsdóttur. Þau hjónin Ásthild ur og Árni eignuðust tvær dætur, Elínu, sem er sex ára gömul, og Unni, sem er fjögurra ára, hin mestu efnisbörn. Með þeim hjón- um var mikið jafnræði og ástríki. Við hið sviplega andlát Árna, aðeins þrítugs manns, er þungur harmur kveðinn- ástvinum öllum og vandamönnum, en 'þó sárastur ungri eiginkonu og börnunuím. For eldrar harma hjartkæran og eftir- látan son, og aðrir vandamenn hafa MINNINC

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.