Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 16
Jóhann Vilberg Árnason, prentsmiðjustjóri Fæddur 6. jan. 1942 Dáinn 14. marz 1970 Þó að veigurinn framundan virð ist bæði beinn og breiður, erum við mannanna börn svo harla oft minnt á þau sannindi, að fótmál eitt sé miili lífs og dauða. Laugardaginn 14. marz varð banaslys á Keflavíkurvegi, er bif- reið fór út af og valt. Þar lézt frændi minn og viinur, um aldur frarn — innan við þrítugt. f minningu um hann eru þær fátæklegu línur, sem hér fara á eftir, en útför hans var gerð frá Fossvogskapellu mánudagimn 23. marz s.l. Jóhann Vilberg fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1942, frum- burður ungra hjóna, þeirra Jó- hönnu Halldórsdóttur fiá Patreks firði og Árna Vilbergs vélstjóra og síðar bifreiðarstjóra hér í borg. En viku seinna syrti að, er móðirin unga var burtu hrifin frá eigin- mamni og syni, sem skírður var við líkbörur hennar þann dag, er hún var lögð til hinztu hvíldar. í eitt hús var þá góðu heilli að venda með lítirnn svein — til Jó- dísar Árnadóttur, föðurmóður hans og ömmu, er þá bjó að Þverholti 18, með dóttur sinni, Vallý. Ekld var þar veraldarauði fyrir að fara, en þeim mum ríkari mann- gæzkan og kærleiksþelið í þeirra garð, sem þurftu umönnunar við. Hörðum höndum var þá unnið sér og sínum til lífsframfæris. En samt gafst oft tóm til vöku- og gleðistunda með okkur frændfólki og vinum. Og Hanni litli óx og dafnaði við ömmu kné, augasteinninn hans pabba, sem atvimnu sinnar vegna var svo oft fjarri. Námið sóttist Jóhanni vel, oft aí kappi, em liika af meðfæddri for- sjá. Og veganestið að heiman dugði íó honum til dirautargengis og undir- búnings þeirra starfs og atorku- ára, er í hönd fóru. Hann lauk prentnámi í Alþýðuprentsmiðj- unni um tvítugt. Og hafði þá verið formaður Premtnemafélagsins og í ritnefnd Prentnemans. Gerðist að loknu námi blaðaljósmyndari hjá Alþýðublaðinu og síðar hjá Fálk- anum. Um skeið hafði hann með hönd- um útgáfu smárita í samvinnu við aðra og aflaði sér á því sviði sem öðrum reynslu og þekkingar. Árið 1965 kvæntist Jóhann eftir lifandi eiginkonu sinni, Elísu dótt- ur Þorsteins Kr. Þórðarsonar kenn- ara og konu hans, Stellu Eyvinds dóttur frá Vestm.annaeyjum. Eign- uðust þau eina dóttur barna, Jó- dísi, sem nýlega er orðim fjögurra ára. Á öðru hjúskaparári þeirra hjóna fluttust þau suður til Kefla- víkur, þar sem Jóhann hóf undir- búning að rekstri alvöruprent smiðju í félagi og samstarfi við vandaðam og traustan meðeiganda, Runólf Elentínusson. Um árabil höfðu svo sem verið uppi tilburðir með prentsmiðju- rekstur í Keflavík. En oltið á ýmsu. Væri tannhjólið ekki í lama- sessi í dag, mátti fullvfst telja, að það yrði hjólreimin á morgun. Og afköstin eftir því. En þeir star,fsbræður Runólf ur og Jóhanm, virtust þekkja til hlítar bæði hjól og reim. Og vita, hvað þeir vildu og ætluðu sér að gera. Sjón er sögu ríkari í dag, þar sem er fyrirtæki þeirra, Grágás við Hafmargötuna. Fullkomin nýtízku prentsmiðja og bótobandsstofa. Ennfremur bóka útgáfa, sem þegar er orðin allrnik- il að vöxtum. Þá hófu þeir úitgáfu vikublaðs, Suðurnesjatíðinda, fyrir meira en ári, en múverandi ritstjóri þess er Baldur Hólmgeirsson. Jóhanm var einn af stofnendum og í stjórn Jr. Chamber of Commerce. Svo sem rakið hefur verið að nokkru, er eigi alllítil saga dugnaðar og áræðis að baki hins urnga manns. >)g framtíðarvonirnar þar af leið andi bjartar, þegar honum er gert — með sviplegum hætti að hverfa af sjónarsviði bak við tjaldið mikla. Margar voru ferðir ykkar Elísu að sunnan, Hanni minn, með Jó- dísi litlu til að heimsækja og gleðja aldurhnigna ömmu þína og Vallý að Austurbrún 6 — og pabba þinm og stjúpmóður, Jón- ínu Magnúsdóttur og hálfsystkin- in, Svahdísi og Gylfa, að Rauða læk 32. Og þá glaðzt sem fyrr á góðu dœgri í ástvinahópi og fagn- að áföngum á leiðinni fram. Nú ríkir söknuður sár í ranni. En sem þú hefur, söknuður, til fulls mér sorgarklæði skorið, þá ljómar inn í lokrekkju til mín af ljósi í dökkvann borið: við sáluhliðið syngur lítill fugi um sólskinið og vorið. Megi minningaljós góðvildar þinnar og hjartahlýju berast í þann dökkva, sem yfir grúfir ást- virnum þínum öllum og venzla- fólki. Og veita döprum hjörtum huggun og frið. Þess bið ég þeim með djúpri samúðarkveðju. Og þér, hjartkæri frændi, bið ég alls góðs „á vængjum morgun roðans meira að starfa guðs um geim“. Kristinn Reyr. t Örfá kvcðjuorð. Það mun hafa verið í janúar 1962 sem Jóhann Vilberg Árna- #on, réðist ljósmyndari til viku- ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.