Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 8
EINAR SIGURÐSSON BÓNDI AÐ STÓRA-FJALLl í BORGARHREPPI Einair Sigurðsson, bóndi að StóraFjalli í Borgarhreppi, lézt þanrn 31. marz 1966. Hanm fæddist 30. mairz 1890 að KetilsstöíSium í Dölum og hefði orðið áttiræður þann 30. marz m.k., ef honum hefði enzt aldur tl. Finnst mér einkar ljúft áð minnast Einars fræmda míns nú, em hann var einn af mestu mannkostamönnum, sem éig hef kynnzt. Foreldrar Einars voru þau Sig- urður Magnússon Björnssonar írá Lamibsstöðum á Mýrum og kona hans Guðrún Tómasdóttir Eiríks- sonar að Ketilsstöðuim í Hörðudal Þau hófu búskap á Ketilsstöðum 1889, og litiu síðar f'luttust þau að Hólmlátri á Skógarströnd, en síðan að Svignaskarði í Borgar- hireppi, árið 1895. Árið 1903 fluttu þau að Stóra-FjaUi í sömu sveit O'g bjuggu þar æ síðan. Þeim varð fjögurra barna auðið. Einar var elztur þeirra, þá kom Sigríður, eikkja Tcmasar Jónassonar bónda í Sóiheimatungu, síðan Magnús, fyrrverandi iögreigluvarðstjóri í Reykjavík og loks Guðrún, sem var veTzlunarstúika í Reykjavík, en hún er látin. Einar stundaði nám i Flens borgarskólanum í Hafnarfirði og lauik þaðan burtfararprófi. Árið 1919 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, HÓlmfriði, dóttur sæmdarhjónanna, Ragn- hildar Erliendsdóttur og Jóns Björnssoniar, er bjuggu á Ölvalds- stöðum í Borgarihreppi. Hólmfríð- ur er góðum gáfium gædd, við mótsþýð og í alla staði yndisleg kona. Þau hjónin hófu búskap strax sama ár að StóraFjalli og bjuggu þar síðan miklu myndarbúi, þar sem dugnaður, forsjáilni og fyrir- hyggja hafa ætíð ráðið ríkjum. Þeim Hólnxfiríði og Einiari varð eex barna auðið, en eitt þeirra, Jón Ragnar, dó er hann var að- eins 12 ára gamail, en hann þótti einkar efnilegur piltur, og var fráfaiiið foreldnim hans mikill hairmiur, sem þau báru af sinni al- tounnu stillingu og ró. Hin börnin eru: Guörún, sem var kennari og býr nú á Stóra-Fjalli og er gift Magnúsi Guðmundssyni, en þau bjuggu áður í Grindavik. Sig- urður, sem ávailt hefur unnið að búinu með foreidrum sínum og tók við af föður sínum eftir hans dag, hann er ókvæntur. Tómas, kennari og fyrrverandi rann- sóknariögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Kristínu Stefónsdóttur. Ragnhildur, gift Óskari guð- mundssyni firá Litlu-Brekku í Bongarhireppi. Þau búa á Tungu- læk í sömu sveit. Unnur, ljós- móðir, gift Guðmundi Lárussyni húsasmíðameistara í Hafnar firði, og eru þau busett þar. Ég átti því mikla láni að fagna að fá að dvelja á Stóra-Fjalli sex sumur, fram til 12 ára aldurs. Ég get ekki hugsað mér betra veganesti en að hafa átt þess kost að dvelja hjá slíku dásemdarfólki, sem Stóra-'Fj'alis fólkið er. Þar he'fur alltaf ríkt andi samvizku- semi, samheidni og dugnaðar í svo dikum mæli að fágætt má telja. Alltaf er fjölskyldan eiins og einn maður í hverju því, sem hún tetour sér fyrír hendur. í því sam bandi er mér efst í huga upp- bygging nýbýlisims, þar sem dæturnar gengu að steypuvinnu með karimiönnunum, og ekki síður umhyggja þeirra og ástúð við hjúkrun föður síns, er hann dvaidi síðustu mámuði ævi simnar heima á Stóra-Fjaiii. Þar dvaldi Einar síðustu ævi- stundirnar í skjóli hlýlegs heim ilis, góðrar eiginkonu og velgef- inna, eiskulegira bama, sem voru svo innilega einhuga um að láta honum líða eins vel og unnt var, þar til yfir lyki. Einar var aila tíð hagsýnn og rnikili bóndi, laginn og óragur við að færast mikið í fang. Hann fylgdist af áhuga með ölium nýj- ungum í búskap, sem og á öðrum sviðum, var einlægur samvinnu- maður og stuðningsmaöur allra félagslegra umbóta. Fyrir u.þ.b. 16 árum hófst Ein- ar handa um stóirfelidar umbætur á jörð sinni. Hann byggði allar byggingar frá grunni á hagkvæm- ard istað í landareigninni, þar sem ræktunarskilyrði voru betri og styttri leið á þjóðveg, og þar að auki aðstaða til að fá rafmagn. Þessar framkvæmdir sýna fram- sýni og dugnað Einars, því það er mikið átak að byggja frá grunni stórt og vandað íbúðarhús, fjós yfir 20 gripi, fjárhús yfir 400 fjár ásamt stórum og vönduð- um hiöðum, ræsa fram og rækta tugi hektara lands og girða alla landareignina og hólfa hana niður með fjárheldri girðingu. í öúum þessurn framkvæmdum sýndi Einar sínar sterku hliðar. Greind, framsýni og fyrirhyggja sátu í forsæti, og alit var fram- kvæmt með stákri lagmi, ekki flanað að neinu. ÖU störf voru 8 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.