Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 14
MINNING Ámundi Ámundason Fæddur 18. nóvember 1899. Dáinn 22. janúar 1970. Hvað er Hel — Hvíld er stillir storm og él, emdurnœring þumga'þjáðum, þreyttum, píndum, hrelidum, smáðum, eilíf bót, þeim breytti vel, heitir Hel. Matt. Joch. Árnundi Ámundason fæddist að Kamfoi í Flóa. Faðir hans var Ámundi Sigurðsson, Jóhannes- <sonar frá Langholti í Ytri-hrepp, 'kona Jóhannesar var Þorbjörg Á- mumdadóttir af Fjallsætt. Móðir hans var Ingibjörg Pálsdóttir, Guð mumdssonar frá Kaldum 4 Rangár völlum. Ólst Ámundi upp hjá for- eldrum sínum í fjölmennum syst- Ikinahópi, sem öll er upu komust urðu kjarna- og sómafólk, svo að rausnarlegur og hjálpsamur við systkini sín og foreldra. Það var bjart í kringum Sverri, hvar sem hann fór, og mátti vænta nokkurra átaka af hans háifu, er hanrn kæmist á mann- dómxsárin. En skyndilega eins og svo oft er, þegar slys verður var hanm kvaddur af sjónarsviðinu yf- ir landamærin, þamgað, sem vegur allra liggur. Minning um æskumanminn lifir hjá þeim, sem þekktu hann og megi hún verða huggun í raunum þeirra, sem þar eiga um sárast að binda. Með þessum línum vildi ég á- samtkonu minni votta fjölskyldu Sverris sáluga samúð okkar og um leið minmast orða skáldsins, að „aldrei er svo svart yfir sorgar- ranni, að eigi geti birt fyrir eilífa Sigurgeir Kristjánsson. sjá má, að öllu hefur vsrið vel tii skila haldið vegna afkomu heinul- • isins. Ámundi vandist fljótt vinn- unni, eins og víðast var háttað til sveita á þéim tímum. Búskapurinn var á margan hátt erfiður og mann frekur, en vinnusemi og heiðar- leiki þótti aðalsmerki í harðri lífs- baráttu. Ámundi tók við búi af foreldr- um símum er þau hættu búskap, voru þau hjá honum meðan þeim entist aldur. Ingifojörg andaðist ár- ið 1940 en Ámundi árið 1963, þá orðinn 99 ára gamall. Ámundi kvæntist árið 1931, eft- irlifandi konu sinni, Vigdísi Hans- dóttur, ættaðri frá Þúfu á Landi, dugnaðar konu. Eignuðust þau fjögur börn, þrjá syni og eina dótt •ur. Alla sína búskapartið var Á- mundi að rækta og oerrr.-rr.bæta jörðina og bæta við bústofn sinn, en að mörgu leyti við erfiðar að- stæður. Metnaðarmál var það hon- um að fóðra búpening sinn vel. Ámundi var mörgum góðum kostum búinm, góðsemi og umburð arlyndi bæði við menn og málleys ingja voru hans aðalsmerki. Hann var léttur í lund og kvikur í hreyf ingum, taldi ekki eftir sér sporin, enda ósérhlífinn. Drenglung hans og barmslegt sakleysi laðaði að homum börn og unglinga, sem með honum voru. Þótti þeim öllum vænt um hann. Hugsun hans hef- ur eflaust verið þannig, að ekkert er eins heilagt og barnssálin vegna þess, að sakleysið og hreinleikimn sem skín úr augum barnsims hefur hann talið hugsun guðs. Sérstak- lega reyndist hann vel börnum Sigurbjargar systur sinnar, sem ól ust upp að mestu leyti í Kamfoi, og þótti þeim rnijög vænt um frænda sinn, og eru imnilega þakklát fyrir alla hans góðvild í þeirra garð fyrr og síðar. Hann var bókhneigður og las mikið, var minnugur vel og átti mjög auðvelt með að halda uppi samræðum um menn og málefni. Ámundi andaðist á Landsspítal- anum, en þar var hann búinn að dvelja í þetta sinn frá því um síð- astliðin áramót. Áður hafði hann dvalið þar af og til síðastliðin ár. Var búið að gera á honum miklar aðgerðir í sambandi við veikindi hans og sýndu þær snilli þeirra lækna er önnuðust hann. Varð hann aðnjótandi frá- bærlega góðrar umönnunar lækna og annars hjúkrunarfólks, sem hann mat mjög mikils, og var hann ávallt þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Ámundi var sannkölluð hetja í sínu veik- indastríði. Sýndi hann frábært æðruleysi og hugprýði allan þann tíma, sem það tók að berjast við þennan voveiflega sjúkdóm. Hans meginstyrkur lá í því, að trúa þeim kenningum sem Kristur boðaði. Genginn er góður maður. Bless- uð sé minning hans. Ámundi Sveinsson. 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.