Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 25
K.E.A. fjölda ára. Vann marga vet- ur einn til tvo mánuði hjá útibú- inu á Dalvík við skriMofustörf, enda var hann ágætur skrifari og vanur sMfcri vinnu. Þá endurskoð aði hann reikninga útibúsins mörg ár og aðalendurskcðandi reikninga K.E.A. var hann um skeið. Rækti hann þessi störf af natni og sam- vizkusemi. Loks er þess að geta, að hann var mjög lengi fulltrúi á aðaifundum K.E.A. Ármann skipaöi sér undir merki Fram'sóknarflokksins og hélt tryg'gð við hann til hinztu stundar, var ötull málsvari og áróðursmað- Ur flokksins, og vann að_ gemgi hans af milklum dugnaði. Ármann var hvatamaður að stofnun Pram- sóknarfélags Svarfaðardals og gegndi þar formannsstöðu lengi. Urðir í Svarfaðardal er kirkju- staður. Kom það í Ármanns hlut að sjá um hirðingu kirkjunnar og fjárreiður, enda var hann svo ár- um skipti í sóknarnefnd. Fórst honum þetta vel úr hendi eins og önnur störf sem honum voru fal- in. t Víst mætti fleiri félagsmál telja, sem Ármann vann að, þó að það verði efcki gert hér. Hitt má segja að varla mun það framfara- mál, sem á góma bar í Svarfaðar- dal á þeirri tíð, til að Ármann kæmi þar efcki við sögu. En stund um brutu Skoðanir hans í bága við vilja fjöldans. Var honum það enginm fjötur um fót að láta í Ijósi áht sitt, enda var hann mað- ur til að standa einn gegn margn- um. Þó að slíkf bæri við, er áreið anlegt, að áhrifa hans gætti viða í félagsmálum Svarfdælinga um nokkurt skeið. Árið 1936 andaðist Elin kona Ármanns. Hafði hún átt vimsæld um að fagna, enda gædd miklum mannkostum. Þau hjón eignuðust sjö bÖrn og eru sex á lífi. Þau eru: Friðrika húsfreyja, Anton sjó- maður, Marta símamær, Hjörtur lögregluiþjónn, Sigurður emdur- skoðandi og Soffía húsfreyja. Stúlfcu misstu þau fjögra ára úr lömunarveiki. Ármann hélt áfram búskap eft- ir lát Elínar og stýrði elzta dóttir hans búi með honuim. En eftir nokkur ár tóku þrjú af börnum hans við jörðinni og ráku þar fé- laigsbú um skeið. En er þau hætta lergir Ármann Einari HalLgrímssyni Urðir, er býr þar nú og hefur keypt jörðina. Ármann var heimilisfastur á ÍSLENDINGAÞÆTTIR Urðum fram yfir 1950 að hann flytur til Dalvíkur. Þar eyðir hann ævikvöldinu í skjóli Friðriku dótt- ur sánnar og tengdasonar, Gunn- ars Jónssomar hafnarstjóra. Aldrei sleif hann þó temgslin við Urðir og fólkið þar, enda hafði staðurinn orðið honum býsna hjartfólginn. Þar var Mka _trjáreitur við kirkj una, sem Ármann hafði komið upp og hirt um og fór hann þang- að fram á síðustu ár til að fegra hann og snyrta. Ber reiturinn vitni um nákvæmni Ármanns og áhuga. Annars var skógrækf á m-eðal á- hugamála hans og beitti hann sér talsvert fyrir _ eflingu hennar á heimaslóðum. Ármann andaðist 2. ágúst 1969 og var jarðsettur að Urðuim 9. sama mánaðar. Áraiamm á Urðum var vel með- alimaður á hæð, þrekinn og vörpu- legur. Hann var vel farinn í and liti og snyrtilegur. Framkoma hans var buirteis í umgengni en laus við allan beygjuhátt. Greimd ur var hann og hagmæltur, en ekki f' kaði hann þeim hæfileika. Þó ha i vísur hans nokikrar kom- izt í á'- ’vrn alþjóðar þar sem þær hafa v ið lesnar í vísnaþáttum hljóðva -'sins. Ármann var góður ræðum. 'ur og röikvís. Beitti hann hvoru tveg'gja ótæpt, ef hann þucfti að sækja eða verja mál sitt. Vægði hann þá Mtt andstæðingum og sveið oft undan. Ýmsum þótti hann dómharður um menn og mál efni. En skaphöfn hans leyfði enga hálfvelgju og því var afstaða hans ávallt ótviræð. En þar sem hann var skapríkur og opinskár hætti honum stundum til að verða óvæg inn og hlífðarlaus án þess þó að missa stjórn á geði sínu. Hann gat lítt beygt af, ef það samrýmd- ist ekki skoðunum hans. Og þessi ósveigjanleiki olli því að honum varð oft ekki eins mikið ágen.gt og efni stóðu til. Ein þó að Ármann væri æði hrjúfur með köflum og hann vildi jafnvel sem mest láta á þvi bera, þá hygg ég, að hann hafi oftar setf si'g í spor annarra en margan grunaði. Og vist var, að hann rétti hjálparhönd þeim, sem andsti.tt áttu, ekki sízf þegar um ástvinamissi var að ræða. Eni þeix efalaust mangir. sem hann v ."r búinn að ganga til og reyna að hughireysta í raunum þeirra. En hann bar það ekki út á torg og gatnamót. Ármann var mikill trúmaöur, en fór þar sem víðar sínar eigin leið- ir. Hann var leitandi í trúarefn- um og skipti um skoðun eftir því sem hann taldi sig höndla sann leikann. Og hverju sinni var hann heill og hiklaus eins og hann var rauinar í öllu sínu lífi. Síðari hluta ævinnar taldi hann sig fá óyggj- andi sannaniir fyrir öðru lífi með þvi að ná sambandi við dáið fólk. Varð það honum mikill styrkur, mildaði huig hans og gaf honum lífshamiugju. Ármann var óvenjulegur mað- ur, berorður, þegar því var að skipta, viljafastur og ákveðinn. Hann lét ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana, en mat þó rök og skoðanir annarra. Hann var heið- arleigUír og tók hart á sviksemi og vesæld. Hann var tr.i gglyndur og vinfastur. Og undir harðri skel átti hann beitar kenndir og hlýtt hjartalag, sem oft stjórnaði athöfn um hans, þó að leynt fœri. Og ég hygg að Svarfdælingar kveðji þennan svipmikla mann með góð- um huga. Ármann minn. Þú varst mér trygigur vinur. Við áttuan margs konar sikipti saman. Deilduim oft af kappi, en igátum alltaf jafinað hlutina og haldið góðri sambúð. Og þú varst vinur í raun. Ég þakka þér innilega samfylgdina. Vertu ætíð sæll. Helgi Símonarson. 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.