Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 6
úsar, þau eru því komu við, komu að jairðarföriinni, svo og Þóriir Kr. Þórðarson prófessor, sem er kvsent ur systurdóttu'r Magnúsar, og loks kom Amiþór Helgason, blindur vin ur Magnúsar, sem stundar nám í Menntasfcólanum í Reykjavík. Að jarðarförinni afstaðinni bauð Margrét í Skuld aðkomnum gest- um, vinum og vandamönnum, presti og líkmönmum til erfi dryk'kju á heimili sínu í Skuld en dætur Margrétar önnuðust fram- reiðsluna, en veitt var af rausm og að hliðstæðum hætti og gert hafði verið við útför Stefáns manns Margrétar og Guðfinnu móður . hennar. Margrét Jónsdóttir í Skuld er nú 83 ára gömul, ein furðuhress, og þarna var eins og aldurinn hefði verið strokinn af henni, hún var svo búin, að 'klæðast svötrum silkipeysu'fötum rnleð tilheyrandi búnaði, og guliroðnu stokkabelti úr siifri, og það var reisn yfir Mar gréti, eins og endranær, og það kembdi af henni, fyrir myndarhús- freyjiunmi sem aldrei hefur látið á sjá né bugast hvað sem á hefur dunið. Á þessurn tíimamótum voru ekki liðniir þrír mánuðir frá því Margrét var við útför kærs tengda sonar síns, Ólafs Björnssonar hús gagnasmíðamei'stara. Húsakynnin í Skuld eru ekki rúm á nútímamælikvarða, en þar hefiur aldrei orðið rúms vant og er þarna voru við erfidrykkjuna samankomnir þrír tugir gesta sam- tímis, og einhver Iét orð falla um að nú tæki að þrengjast, þá svar aði yngsta lóttir Margrétar: Það er aldrei þröngt í Skuld. Það var orð að sönnu. Stefán Björnsson í Skuld er lát inn fyrir fullum áratug. Sigurður Oddsson og Ingumm Jónasdóttiir eru líka látin og nú hefur Maignús Jakobsson safnazt til feðra sinna og áður var Guðfimna Egilsdóttir tengdamóðir Stefáns látin. Mar grét Jónsdóttiir, ekkja Stefáns, er ein uppistandandi og eftirlifandi af hópi þess fólfcs sem um lamgan aldur settu svip sinn á bæjar- og athafnalífið í Eyjum og áttu ríku legan þátt í uppbyggingu byggðar lagsins og drógu björg í bú. Sr.m heldni og vinátta þessa fólks, alls, var slífc að það gekik undir einu og sameiginlegu nafni í Vestimanma- eyjum, Pólkið í Skuld eða Skuld arfól'kið og það nafn færðist síðar sameiginlega yfir á afkomendiur MINNING Sverrir Þorbjarnarson forstjóri F. 22. aprfl 1912 D. 13. febrúar 1970 Sverri Þorbjarnarsyni kynntist ég þegar hann kom frá námi í Þýzkalaudi. Hann var maður at- hyglisverður, fyrirmannlegur í sjón, glaður og skemmtilegur í viðræðu. Hann var fróður um margs konar efni, en einfeum var hann ættfróður og hafði mikinn áhuga á þeirri fræðigrein. Sverrir fæddist á Bíldudal, son- ur Þorbjarnar héraðslæknis þar og konu hams, Guðrúnar Pálsdótt- ur prófasts í Vatnsfirði. Sverrir varð stúdent frá M.R., lauk prófi í hagfræði frá háskólanum í Kiel og framhaldsnámi þar 1936. Árið efltir hóf hann starf í Tryggingar stofnun ríkisins og varð forstjóri hennar þegar Haraldur Guðmunds son varð sendiherra í Osló 1957. Sverrir Þorbjarnarson var kennari í hagfræði við lagadeild Háskólá íslands 1937—‘43 og síðar við við- skiptadeild Háskólans og prófdóm- ari í sinni fræðigrein hjá öðrum kennurum. Hann kenndi einnig hjónanna í Skuld, börn þeirra, börn Stefáns Björnssonar og Mar grétar Jómsdóttur og börn Sigurð- ar Oddssonar o.g Ingunnar Jónas d'óttur eru sameiginlega nefnd börnin frá Skuld jafnvel eru af ko'mendurnir, bamabörnin og barnabarna’börnin kölluð Skuldar- fólkið og þykir það sæmdarheiti, sem það líka er, og Magnús Jakobs son ungi maðiurimm sem gerðist heimilismaður í Skuld féll undir þetta sammefni. Það sem bezt og lengst mun munað o^g min-nzt um allt þetta látna fólk og lifandi, eru vináttutengslin og órofa samlyndið sem aldirei rofnaði og nær út yfir giröf og dauða. Helgi Benediktsson. bókfærslu við M.R. um skeið. Sverr ir ritaði nokkuð, meðal annars um lífeyrissjóð emibættismanna, barna kennara og Ijósmæðra 1924 og um sjúkratryggingar á íslandi 1950. Hann var fullitrúi íslands í rit- stjórn Freedom and Welfare 1953 og í ritstjórn að skýrslum nor rænu sosialistísku nefndarinnar í nokkur ár. Sverrir var Mýr í sam- skiptum, réttsýnn, einarður og vim- sæU. Þegar Haraldur Guðmundsson hvarf frá forstjórastarfi Trygging arstarfi ríkisins, mælti tryggingar- ráð einróma með S. Þ. sem for- stjóra eftir kynni ráðsins af hom um, sem ritara þess. Starfinu hélt hann til æviloka, enda vel lærð- ur í tryggingafræðum. Trygginga- ráð bar til hans fyllsta traust vegna kunnáttu hans, samvizku- semi og öryggis. Starfsfólkið var honurn vinveitt og yfirleitt trútt. Eiginkona Sverfis var Ragnheið- ur Ásgeirs, hún er systurdóttir Bjarna Ásgeirssonar ráðherra, gáf- uð kona og vinsæl. Hún lifir mann sinn ásamt einni kjördóttur. Bjarni Bjarnason. 6 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.