Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 27
eýfilu. Bjuggu svo þar til þess hún var 14 vetra. Fluttu síðan að Hlemimiskeiði og divöldiu þar til eeviloka. Á æsfcuáruim Vilborgar var ekki auðvelt fyrir ungt fólk, að afla sér skólamenntunar. Skólar voru fá- ir oig erfitt að afla sér fjár, ein'kum fyrir kvenfólkið, því kaup fékk það tæplega hálfit á móti karl imönnum. Auk þess var sá hugsun- arháttur býsna almennur að það alþýðufólk sem gengi í skóla væri hálfgerðir oflátiungar. Sigurður Þórólfsson, sá merki skólamaður, hafði þá nýlega stofn að lýðskóla á Hvítárbafcka í Borgar- firði. Um þennan skóla sótti Vil borg og var þar í tvo vetur 1907 —1909. Næst var hún svo einn vet- ur í kvennaskóla í Reykjavik vet urinn 1909—1910 og á kennara námskeiði þá næsta sumar. Hvern- ig hún hefur getað klofið þetta veit ég ekki, en það hefur áreiðan lega þá strax reynt á kjark hennar hagsýni og dugnað. En góða mennt un hefur hún fengið eftir þennan tíima, því áreiðanlega hefur hún notað hann vel. Að námi loknu stundaði hún svo kennslu í sinni sveit. En 1914 gift ist hún Þorgeiri Þorsteinssyni frá Reykjum. Ágætum manni eins og fyrr er sagt. Var hann einn þeirra mörgu og merfcu Reykjasystkina. Sama ár hófu þau búskap á Hlemmiskeiði og bjuggu þar í tæp 30 ár, með hinum mesta myndar- skap. Keyptu þau býlið, reistu íbúðarhús og bættu jörðina á all an hátt og þótti til fyrirmyndar. Heimili þeirra hjóna varð strax þekfcit fyrir gestrisni og höfðing ekap. Bæði stóðu þau í fremstu röð í félagislífi sveitarinnar. Sú vakningaralda, sem- hófst hér á landi með ungmennafélagshreyf- ingunni, fór ekki fram hjá garði þeirra. Eitt af fyrstu ungmennafél lögum landsins var stofnað í Skeiðasveit, og hefur það lifað fram á þennan dag og oft með niiklum blóma. Voru þau hjónin ^neðal stofnenda þess, og unnu þar, Sem anmars staðar með sínum ferennandi áhuga og dugnaði. Vil- bong var einnig meðal stofnenda Kvenfélags Skeiðamanna og í ^jórn þess í mörg ár. bau hjón eignuðust 8 börn og auk þess upp eina fósturdótt u'r’ Ingibjörgu að nafni. Hana Jttisstu þau, þegar hún var 21 árs. ”ln bfa öU nema Rósa, sem áður er ÍSLENDINGAÞÆTTIR getið. Öll hafa þau gifzt og eign- azt góð heimili. Ailar dæturnar urðu kemnarar að menntuii. Þær, sem lifa eru nú starfandi kennar ar í Rvík. Þær heita: Unnur. Inga, Þorgerðux og Vilborg. Synirnir eru: Þórir íþróttakennari á Laugar- vatni, Hörður trésmíðameistari og Jón rafvirkjameistari. Báðir í Reykjavík. Allt er þetta mesta dugnaðar- og ágætisfólk, sem ber foreldrum sínum og heimili þeirra hinn ákjós- anlegasta vitnisburð. Sumarið 1943 missti Vilborg mann sinn. Næstu 2 á'rin bjó hún áftram á eignarjörð sinni með son um sínum, en vorið 1945 brá hún búi, seldi jörðina og búið og flutt ist til Reykjavíkur. Keypti þar hús- ið að Langholtsv. 27. Bjó hún þar í nokfcur ár með börnum sínum. En smátt og smátt giftust þau og fluttu burtu. Keypti Vilborg þá íbúð í húsi Vilborgar dóttur sinnar og Einars Sverrissonar tengdason ar síns, að Álfheimum 10. Þar bjó hún ágætlega um sig og hugðist eyða þar ævikvöldinu, sem hún og gerði, að undanteknum nokkrum vikum síðast, sem hún var í Borgar- sjúkrahúsinu og þar andaðist hún 2. apríl síðastliðinn. Ég heimsótti Vil'borgu nokkrum sinnum síðustu árin sem hún lifði og talaði við hana í sírna þess á miili. Síðast skömmu áður en hún lagðist. bana- leguna, átti ég tal við hana. Við töl- uðum um hitt og þetta. Meðal annars um mál sem efst voru á baugi bæði innanlands og utan, Ekki gat ég fundið hjá henni nein andíeg ellimörk. Hún virtist fylgj ast eins vel með gangi mála og hugsa jafnskýrt og fyryir 30 árum, þegar ég þekkti hana bezt. Þannig segir mér fólk, sem fylgdist með henni á sjúkrahúsinu, að hún hafi verið alveg fram í andlátið. Það má um hana segja eins og Stefán G. kveður um grenitréð: Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast.“ Það var metnaður Vilborgar að hjáipa sér sjálf, vera ekki það, sem kaUað er upp á aðra komin og það gerði hún til loka. Hitt skilur maður líka, að það var dásamlegt öryggi I því, að vera í skjóli ástríkrar dóttur til hins síðasta. Þessu er nú lokið Vilhorg. Vertu sæl og þökk fyrir allt; Lengi lifi minning Vilborgar Jónsdóttur, hetjunnar frá Hlemmi skeiði. 9. aprfl 1970, Klemens Þórleifsson. t Vilborg mín. Síðast, þegar við hittumst, varst þú rúmliggjandi, hafðir tekið sjúk dóm þann, se-m dró þig til d-auða. „Ég vfl hafa börnin hjá mér“, sagðir þú og kærðir þi? ek>°rt um rólegheitin. Þannig man ég þig líka fyrst fyrir nærri 20 árum á heimili þínu við Langholtsveg, þar sem ævinlegj var opið hús fyrir vinum ba-r-na þinna. Við höfum nú verið nágrannar i Álfheimunum í meira en 10 ár jg átt saman marga ljúfa og glaða stund. Á þessum áru-m ha-fa fjöl- skyldurnar hér í húsunum jafnan glaðzt hver með annarri, auk þess að deila hversdag-sleikanum sam an. Þú haf-ðir alltaf mi-klu að miðla af góðvild þinni, reynslu og þe-kk- ingu. Þú kenndir okkur, að enginn er í raun og veru gamall, heldur eru-m við misjafnlega ung. Fyrir miklum kjarki og rósemi hugans víkur ellin á braut, og lifið e-r þá enn eftirsókn-arvert. Þú elsk aðir börn og blóm og allt, sem var heilbrigt og fagurt. En aflir fá sitt kafl, fyrr eða síðar. Við í Álfheimum 8, og aðrir grannar kveðjum þig með söknuði og þakklæti og biðj-uim þér farar- heillar inn á land ljóssins, þar sem ekki finnst kvöl né þraut. Ég óska þínum stóra hópi a-fko-m enda blessunar og mi-kifla starfa. Me-gi þau flytja merki þitt fram á ; leið. ^ | Ólöf Þórarinsdóttir. f ; Afl hver á að reyna, afl sem hefi-r þáð, Sú er sælan eina, sem að fæst með dáð. Steingr. Thorsteinsson. : Þega-rsýna skal þjóðfélagsþegni j mikla virðingu, fyrir unnin afrek j í þágu föðurlandsins, er mön-num j úthlutað heiðursmerkjum af ýms j um stigum og felst í þvi viss viður- j kenning. — Margir munu þó þeir j landsmenn ve-ra, sem lltið sinna í 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.