Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Side 32

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Side 32
SEXTUGUR Baldvin Þ. Kristjánsson, félagsmálafulltrúi Baldvin Þ. Kristjánsson félags- málafulltrúi Samvinnutrygginga átti sextugs afmæli 9. þessa mánað ar. Hann fæddist að prestssetrinu Stað í Aðalvík 9. apríl 1910, þar sem foreldrar hans Halldóra Fimn- bjarnardóttir og Kristján Egilsson áttu þá heima hjá þáverandi Stað- arpresti séra R. Magnúsi Jónssyni. Þau hjón fluttu brátt til Hnífsdals og þar ólst Baldvin upp. Hann stundaði sjómennsku í æsku, svo sem sjálfsagt þótti á þeim slóðum. Hann fór í Núpsskóla 17 vetra gamall og útskrifaðist þaðan. Munu námsvetur hans á Núpi, mannræktar- og siðmenningarandi, sem þar ríkti, hafa lagt varanlega undirstöðu að fólagshyggju hans og afdráttarlausu fylgi við sam- vinnuhreyfinguna. Að loknu námi á Núpi, réðst Baldvin til náms í Samvinnuskólann og brautskráðist þaðan árið 1931. Að því búnu leit- aði hann út fyrir landsteinana. fór til framhaidsnáms og sótti náms- dvöl 1 Jakobsberg lýðháskóla í Svíþjóð. Síðar var hann á nám- skeiði við sænska samvinnuskól- ann Vár gára árið 1948. Og enn fór hann í námsför hjá hinu víð- kunna sænska samvinnutrygginga félagi Folksam árið 1948 í því skyni að kynnast til hlýtar út- breiðsiuskipulagi þessa volduga tryggingafélags. Má af þessari upp rifjan á námsferli Baldvins marka, að hann hefur hvorki horft í fé né tíma til að kynnast fullk .miega samvinnustarfinu utan .ands sem innan. Baldvin hefur vitanlega gegnt mörgum störfum, auk aðalstarfs síns hjá S.ÍS. og. síðan Samvinnu tryggingum. Hann var aðalbókari og gjaldkeri síldarútvegsnefndar á Siglufirði árin 1935—‘44 og einn- ig trúnaðarmaður Siglufjarðar- kaupstaðar við virkjun Skeiðfoss. I-Iann gerðist erindreki Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna árið 1945. Var hann einungis eitt ár í því starfi, eða þar um bil, en stofn 12 aði þó mörg útvegsmannafélög víðs vegar um landið og endur- reisti önnur. Einnig safnaði hann fé í innkaupasjóð L.f.Ú og .mun starfsemi hans á því sviði ennþá bera þess merki. Hinn 1. okt. 1946 gerðist hann svo erindreki Sambands ísl. sam- vinnufélaga og gegndi þvi starfi til ársloka 1953. Þar fékk hann starfsgrundvöll, sem hæfði ágæt- um hæfileikum hans til flutnings erinda og fyrirlestra. Öðlaðist hann brátt mikið traust samvinnu- manna og áheyrenda fyrir ákveð- inn, snjallan, vel orðaðan og rök studdan málflutning. Fór hróður hans í þeim efnum vaxandi. Er hann lét af erindrekastörfum hjá S.Í.S., tók hann að sér fram- kvæmdastjórn hraðírystihúss- ins Kirkjusands, og sinnti þvi starfi til 1. júlí 1960. Gerðist hann nú útbreiðslustjóri Samvinnutrygg inga. Hér var óruddur akur fyrir áróður um nauðsyn á hvers konar tryggingum, og þó einkum bifreiðanna, sem þá voru óðum að komast inn á hvert heimili, ef svo mætti að orði kom- ast. Ég og ýmsir fleiri hugðum að prédikanir um nauðsyn trygginga, fyrir utan hinar lögboðnu bifreiða tryggingar, yrðu um of einhæfar til þess að ná verulega eyrum ým- issa áheyrenda. En þær spár hafa látið undan síga. Baldvin hefur með orðfimi sinni, mælsku og ó- bifandi sannfæringarkrafiti tekizt að gera áheyrendum sínum, og ekki síður í viðtali, trygg- ingamálin yfirhugleikin og kveikt sterkan áhuga hjá nýmörgum, er áður létu þessi mál af9kiptalaus, eða voru þeim jafnvel mótsnúnir. Og hér hefur ekki verið látið sitja við orðin tóm. Verkin sýna merk- in. Hin öra og rismikla þróun Sam- vinnutrygginga sýnir, að hér hef ur ekki verið sofið á verðinum. Hér eiga vitanlega margir ágætir menn hlut að máli, svo sem for- stjórinn, framkvæmdastjórar og ó- taldir starfsmenn Samvinnutrygg inganna. En skerfur útbreiðslu stjórans verður hvorki veginn né mældur hér. Óhætt tr þó að full- yrða, að hann er mikill og raunar ómetanlegur. Ótalin er svo hér forganga Baldvins i stofnun klúbb anna „Öruggur akstur“. Þeir eru orðnir 33, ef ég man rétt, klúbb- arnir, sem hanm hefur komið á fót. Ebki hefur stofnun þeirra ver- ið fyrirhafnarlaus. Og jafnan hefur hann í ræðu og riti barizt ótrauður fyrir bættri umferðar- menningu. Mun sá þáttur hans í öryggismálum ökutækjanna ekki gleymast. Það þarf ómæit þrek til þess að þeytast um landið úr einum stað í annan vikum, mánuðum og jafn- vel árum saman. Og ekki síður andlegt táp til að þylja ræður um sama eða svipað efni. En Baldvin er ávallt ferskur, er hann kemur í ræðustól, og er sýnt að breyta um efni þar sem við á. Hann er ávallt orðglaður, snjali í máii og nær þvl auðveldlega öruggum tölc Framhald á bls. 31. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.