Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 22
MINNING Gunnar Jens Elí Lýðsson frá Víganesi, Árneshreppi, Strandasýslu Fæddur 29. jan. 1918 Dáinn 21. jan. 1970. Það sem af er þessu nýbyrjaða ári Ihefur gengið yfir okkur mikil dauðsfaila- og slysaalda.Hörmunga slys hafa orðið hvert á fætur öðru, og eru það miklir skattar sem hið nýbyrjaða ár hefur krafizt af okk- ur svo fámennri þjóð. Því hvert mannslíf hjá okkur er mikils virði, ekki sízt þegar um unga og táp- mikla menn er að ræða. En það er svo margt sem við nvorki ráð- um við né skiljum. Á slíkum stundum finnum við bezt hve smáir við erum og litlir og van- mátta, og við hverja slysafrétt getum við aðeins vonað að þessi óskapaalda s£ gengin yfir og það verði langt langt þangað tii mað- ur heyri slíkar fréttir aftur. En mér varð ekki að þeirri von minni. er ég frétti lát vinar míns og frænda, Gunnars Lýðssonar frá Víganesi í Strandasýslu. Mig setti hljóðan. Gat það verið að þessi síungi. þrekmikli fjörmaður væri horfinn yfir móðina miklu’ Og nú á kveðjustundu míns bezta vinar reyni ég að setja saman mín- ar innilegustu þakkir til hans i fátæklegum kveðjulínum. Gunnar Jens Elí Lýðsson var fæddur á Víganesi í Strandasýslu 29. janúar 1918. Foreldrar hans voru þau Lýður Lýðsson Einars- sonar frá Kjós í Árneshreppi og Jensína Guðrún Jensdóttir f-á Víga nesj Guðmundssonar. Þeim Jens- ínu og Lýði varð sex barna auðið, sem allt voru drengir, og eru nú fjórir bræður Gunnars heitins á lífi. Gunnar mun snemma hafa verið tápmikOl og léttur til snún- inga. og hneieðist hugur hans strax tii búskapar og fiárwæslu. Ekki mun Gunnar hafa veri* eldri en 13—14 ára er hann réðst til Jóns Sveinssonar, kaupmanns á Gjögri.. sem fjármaður, og má 22 segja að upp frá því hafi hann verið hans önnur hönd heima sem heiman unz Jón hætti búskap og kaupsýslu og fluttist suður 1960. En þeir höfðu þó alltaf samband sín á milli, enda mjög samrýndir. Fiskimóttaka var ásamt verzlun- imni, og mun Gunnar ekki hafa reynzt síðri þar en við búskapinn. í nokkur ár, eftir að Jón fór frá Gjögri, hafði Gunnar heitinn með höndum afgreiðslu fyrir Skipaút- gerð ríkisins. Oft var erfið aðstaða við afgreiðslu skipa á Gjögri, þar sem brimsamt er mjög í norðan- veðrum, og var það Gunnari að þakka hve skip voru oft afgreidd þar, er brotist var fram í nær al- ófærum veðrum. Vandi er að skrifa minningar- grein um Gunnar Lýðsson frá Víga nesi vegna þess að þar var um einstakan mann og persónuleika að ræða, en ég finn mig knúinn til að reyna það, vegna þess að maður hefur átt þessum manni svo mikið að þakka. Ég taldi hann alltaf sem minn bezta bróður, enda höfðum við náin og góð kjmni og mikið samband saman og sam- vinnu allt frá bernsku, en þó sér- staklega síðustu árin, sem ég átti heima á Ströndum norður, enda stutt á milli, þar eð við vorum ná- grannar. Gunnar mun hafa verið tuttugu og eins árs er faðir hans lézt. Upp frá því, eða stuttu á eftir mun hann hafa verið talinn fyrir búi á Víganesi ásamt móður sinni, og hafði hann þá fyrir tveim búum að sjá um langa hríð. Mér er það Ijóst hve ómetanleg stoð hann hef ur verið búi foreldra minna á Gjögri frá fyrstu tíð. sem hann vann því með dugnaði, atorku og þessari sérstöku samvizkusemi, sem einkenndi hann allt til dauða- dags. Og ótalin eru öll þau verk, sem Gunnar vann fyrir nágrann- ana, svo að segja um allan Árnes- hrepp, enda held ég að hann hafi ekki neitað nokkrum manni um neitt, svo framarlega sem hann var megnugur þess að rétta hjálpar- hönd. Engan mann hef ég þeklct, sem var eins vinmargur og hann, og teljandi eru þeir menn sem höfðu horn í síðu haus. Síðustu árin bjó Gunnar ásamt bræðrum sínum tveimur, Eiríki og Guðbirni, á Víganesi og er það mjmdarbúskapur á mælikvarða Árneshrepps, og mikið er búið að rækta í Víganeslandi. Aldrei man ég eftir því að hafa séð Gunnar heitinn reiðan, emda hafði hann alveg sérstakt lundar- far, þýður og mildur og aJltaf eins sama á hverju gekk, og orð- var var hann svo að sérstaklega var til þess tekið. Heil®uhraustur var hann og tók sjaldan eða aldrei farsóttir. Gunnar var stór maður, allt að þrjár álnir á hæð, og sam- svaraði sér vel. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Nú, þegar hann er allur, finnum við bezt hinir, fjölmörgu vinir, og frændur hans, hve mikils við höfum misst. Kæri frændi. Ég þakka þér fyr- ir allt, sem þú varst bæði mér og mínum og ógleymanlegar ánægju- stundir bæði á sjó og larndi. Hafðu þökk fyrir allt gott. í dufti lágt ég ligg fyrir þér, æ iofgjörð veika þiggðu af mér, þú tókst til vemdar týndan mig Guð tími og eilífð lofi þig. Ég vil votta bræðrum hans, fóst- urbróður og nánustu ættingjum mína dýpstu samúð og virðingu og óska þeim blessunar. Auðunn H. Jónsson, ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.