Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Page 23

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Page 23
t Vinarbveðja. frá börnum Jóns Sveinssonar frá Gjögri. Við kveðjum þig kæri vinur svo klökk í hinzta sinn. Þú áttir hug okkar allra elsku Gunnar minn. Við biðjurn að blíðir englar bjóði þig velkominn. Fyrir hönd okkar allra. Jakob J. Th. Jónsson. t „Ölium er afmörkuð stund og sérhver hlutur hefur sinn tíma“, stendur i hinnu helgu bók. — Hversu oft stöndum við mannanna börn ekki frammi fyrir þeim sann- leika og einnig því að „líf mann- legt endar skjótt“. Við skynjum að á bak við óvænta atburði er ákvörðunarréttui' þess valds og máttar, sem stjórnar tilveru okk- ar og ræður lífi og dauða. Fyrir þeim mætti verðum við öll að beygja okkur hvort sem við eig- um mikið eða lítið undir okkur. Óvænt flaug sú frégn meðal okk ar Árneshreppsbúa dagana 19. og 20. jan. s.l., að sveitungi okkar og góðvinur, Gunnar Lýðsson bóndi á Víganesi hefði fundizt úti á víða- vangi rænulaus seinnihluta dags þann 19. jan., sjúkraflugvél feng- in til að flytja hann í sjúkrahús í Reykjavík og mjög væri tvísýnt um líf hans. — Si varð og raun- in á. Hann andaðist á Landakots- spítalanum miðvikudaginn 21. jan. tæplega 52ja ára gamall. Heilablóð fall hafði gripið liann svona heift- arlega og varð banamein hans. Alla setti hljóða við oennan at- burð. Hér hafði góður og gegn drengur verið burtu kallaður mitt í önn dagsins, maður á bezta aldri og hraustur að því er virtist. Hönd dauðans hafði óvænt höggvxð á lifsþráðinn. Sæti góðs drengs og vinar var nú autt, og tómt það rúm, sem hann hafði svo vel skip- að. Sú staðreynd slær ávallt þungt, ekki einungis þá sem næstir standa heldur einnig aðra vini og samstarfsmenn. í fámennu byggð- arlagi þar sem segja má að hver styðji annan, beint og óbeint, verð ur missirinn enn tilfinnanlegri. Og hér var sá fallinn í valinn, sem svo mörgum hafði verið stoð og stytta á margan hátt. Við fráfall þessa góðvinar mlns og samferðamanns langar mig að minnast hans með nokkrum orð- urn og biðja íslendingaþætti Tim- ans að geyma þau. Gunnar fæddist að Víganesi í Árneshreppi þann 29. janúar 1918. Foreldrar hans voru þau hjónin Lýður Lýðsson og Jensína Jens- dóttir á Víganesi. Um föðurætt Lýðs á Víganesi veit ég lítið, en móðir hans var Pálína dóttir Guð- mundar Pálssonar, Kjós f Arnes- hreppi. Öll voru börn Guðmund- ar Pálssonar, þau er ég veit deili á, sérlega vel gefin og er það sterk kynfylgja í þeirri ætt. Svo hygg ég að einnig hafi verið með Pálínu. — Eiít er það sem mig langar til að vekja athygli á í þessu sambandi, er að öll þau ættmenni hafa óvenju fallega og stílhreina rithönd. Segja má að margt af því fólki skrifi svo líka hönd að rekja megi frændsemi á því þó að ekkert hafi það haft saman að sælda og fjariægðir skilji milli. — Jensína móðir Gunn ars var Jensdóttir á Víganesi, Guð- mundssonar í Ingólfsfirði, Guð- mundssonar á Kjörvogi og í Ingólfsfirði, Jónssonar Pálssonar í Stóru-Ávík. Voru því þeir Guð- mundur í Ingólfsfirði og Guð- mundur Páisson í Kjós langafar Gunnars í föður og móðurætt, bræðrasynir. Móðir Jcr.sínu ? Víga nesi var Guðrún Jensdóiúr ætiuð af Langadalsströndum við fsafjarð ardjúp. Ég kynntist Jensínu á Viga nesi nokkuð síðustu æviár hennar. Hún kom mér þannig fyrir, að hún væri greind kona en dul i skapi. — Af þessu sem ég hef hér lítil- lega rakið um ætt Gunnars sést að hann er af góðu bergi brotinn og margt hefur verið kjarnakarla í þeim ættum. Þau Lýður og Jensína bjuggu á Víganesi, sem var smábýli úr Kjör vogsiandi. Lýður stundaði aðal- lega sjóróðra og framfleytíi sínu heimili að mestu með þeim hætti. Iiöfðu þau nokkrar kindur en aldrei kú í sínum búskap, enda var túnið litið og grasnytjar litl- ar. Var Lýður ákaflega duglegur sjómaður og sveik ekki af sjóveð- ur ef fært var á sjó og nokkurs fengs von. Af húsfreyjunnar hendi var vel á því haldið, sem í búið barst. Kornust þau því sæmilega af, eftir því sem þá gerðist, en urðu öll til að kosta daglegri nauð syn heimilisins. Þau eignuðust 6 syni, sem allir náðu fullorðinsaldri og góðum þroska. Gunnar var 4. í aldursröð þeirra. Ungir voru þeir Víganesbræður er þeir fóru að stunda róðra með föður sínum. Þegar þeir náðu aldri og þroska fóru þeir að leita burtu á vertíð- ir því að ekki var þörf fyrir þá alla á útvegi föður þeirra. Þóítu þeir hvarvetna hinir vöskustu menn. Gunnar fór aldrei að heim- an. Mun hann hafa verið þeirra ó- hneigðastur til sjómennsku. Allt hans starf var því bundið heimil- inu og sveitungum hans. Konr það því snemma í hans hfut að annast þann bústofn sem heimilið átti og afla fóðurs fyrir hann. Eftir að Lýð ur faðir hans andað'ist árið 1940 héit Jensína áfram búskap með yngri bræðrunum og varð Gunn- ar fyrir búinu með henni. Á þeim árum hófst hann handa um að stækka túnið á Viganesi og vann hann úr þeirn möguleikum eftir föngum. Jókst þá heyfengur hans að miklum mun og búið stækkaði fullkomlega til jafns við það sem var á mörgum öðrum býlum f sveitinni. sem meira landrými höfðu. Og við burtför fólksins á Reykjanesi fékk hann hálfar land- nytjar Reykianess. Ileyjaði hann þar og hafði þar nokkrar skepnur, sem hant, hirti að heiman, enda skamrnt í milli. Átti hann þá mik- il hey og fyrningar, en vavð að horfast i augu við þá raun, eins og margir aðrir, hin síðustu árin að gras brást algerlega á túnum hans. Jafnframt búskapnum hafði Gunnar ýms önnur störf á hendi. Um margra ára skeið hafði hann fiskimóttöku fyrir Kaupíélag Strandamanna á Gjögri og aðra umsjón fyrir Kaupféiagið þar. Leysti hann þau störf af hendi méð sérstakri árvekni og trú- mennsku svo að ekki varð á beVa kosið, við þær aðstæður. Verður nú vandfundinn maður í hans stað til þeirra trúnaðarstarta. — Meðan Jón Sveinsson bjó á Gjögri og rak þar smá verzlun og hafði á hendi skipaafgreiðslu mátti með sanni segja að Gunnar væri hans önnur hönd. Og eftir að Jón var orðinn einstæðingur. börn hans fluttu í burtu og heilsan dvínandi mátti svo heita að allt sem hon- um kom við, hvíldi á herðum Gunnars. Vita það allir, sem til þekkja, að í því hjálparstarfi Gtinn ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.