Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 5
Hún er bein í baki brjóstin nett eg smá. Hún er yndisfögur, þið ættuð hana að sjá. Hún annma elskar alla, en einku'm börnin smá. Og hennar ein'kayndi er þau að heyra og sjá. Hún ainma böl vill bæta svo blíð er hún og góð. Já, hún er alveg einstök og á hinn dýrsta sjóð. Af sjóði þeim miðlar mörgum svo —mikinn kærleik á, en er það ekki einstakt að alltaf vex hann þá? 3 Heilræði: Vertu gætin orðum í ástunda hið sanna,- hljóta muntu hér af því hlýju og virðing manna. Virtu það sem verðugt er vondu öllu fleygðu. Hafðu guð í huga þér hans og blessun eigðu. Hjáipleg vertu hér við þá, sem hrjáðir eru og líða. Gjarnan þér það gefa má gæfu seinni fíða. Til Brnu: Eisku litla Erna mín þú ert sem fögur rós, ilmur þinn sem indælt vín og yndi brúnaljós. Guð eg bið að blessa þig ■ og bjarta framtíð ljá, leiða þig um lifsins stig, en láta ei sorgir hrjá. Sfakan: Staka smellin lífgar lýð leiða burtu hrekur, eins og sumarssælutíð sanna gleði vekur. . Magnús Jakobsson var hrain- Kkiptinn, skilvís og greiddi glaður keisaranum það sem keisarans er °“ guði það sem guðs er, og vildi bera sinn hluta a£ byrðum samfé ^agsins, en honum voru brigð- •hæigi og hrekkir, fjárdráttur og agirnd Ieið. í upphafi stríðsins gerð Magnús Jakobsson einn af ISLENDINGAÞÆTTIR hluthöfum i félaginu Sæfell, sem annaðist fJutninga á ísvörðum fiski til Bretl'ands á stríðsárunum og flut'ti kol og annan varning til landsins og varð mikið gróðafyrir tæki, endirinn varð þó sá, að fí lagið flosnaði upp fljótlega eftir stríðinu lauk með stórfelldu fjár tjóni fyrir viðSkiptabanka sinn, framikvænidastjórinn lagði meiri- hluta hlutafjárins undir sig og sína og þeir hluthafar sem voru e'kki nógu fljótir til að selja hlúti sína fengu ekki neitt, og var Magn ús einn í þeim hópi, en reiknings- uppgjör á fjárreiðum félagsins fór aldrei fram. Þetta varð Magnúsi þungt áfall, ekki sjálfur fjármiss irinn, heldur sú reynsla sem hamn fékk þarna af mönnum sem hann hafði borið traust til og stufct. Að þessu tilefni rnún Magn- ús liafa kveðið vísuna Ágirndin: Ágirndin er ekki góð um hana segi ég þetta: Ef fá menn hana fast í blóð þeir fá sig aldrei metta. Magnús Jakobsson mun að mestu liafa fylgt Sjálfstæðisflokkn um að máluim. en þó ekki án gagn- rýni og sérslaklega líkaði honurn iila gengisfellingar núverandi stjórnarfloklka og er síðasta hol skefla, gengisfellingin mikla reið yfir, þá rann Magnúsi í skap, þótt gæflyndur væri, og kvað: Fat er „íhaldið11: Þungt er loft og dimmir dagar drýpur úr skýjum, hirninn grætur, ylur nægur, hreinir hagar, heldur þó illa skútan lætur. Framundan er feigðarskerið finnst það mörgum ekki gaman. Hásetarnir hafa verið hraustir menn og staðið saman. Bylgjur rísa, boðar falla byrðing yfiir — skelli veita: SigJt verður áfram svona varla, sjálfsagt er um stefnu að breyta. Yfirmenn það ekki skilja áhafnar þeir skerða kostinn, og frá stýrisvöl ei vilja víkja fyrr en hann er brostinn. Ort 23.11 1968. En þótt Magnúsi Jakobssyni lík- aði ekki öll mannanha veúk og sum ar athafnir særðu næma réttlætis kennd hans, þá geikk Magnús sæll og iglaður á guðs sins fund. Sjálf ur hafði hann kveðið: Eg lyifti hug, eg lyfti sálu minnl lífsins guð, að náðarsólu þinni. Eg finn þar frið og fylling dýrstu mynda, eg finn þar náð og lækning meina og synda. Dætur Margrétar í Skuld til- kynntu móður sinni, með nær færni, að Magnús hefði orðið fyrir slysi og tók ein dóttir Margrét ar móður sína með sér heim til sín. Margrét er skapstyrk kona, og tók fregninni án æðru eða ótta. Um daginn meðan fylgzt var með þvi, hversu meiðsl Magnúsar hefðust við þá gekk Margrét hljóð og hóglál uin gólf lijá dóttur sinni, en er kvelda tök, þá var hin þrek rnikla og lífsreynda kona búin að 'gera þessa lífreynslu upp í huga sinuui og sagði við dætur sínar: Líklegast væri bezt að Magnús fengi að deyja úr því liann er svona illa farinn. þ.e. slasaður. Að morgní varð þetta að veruleika. Eftir að Stefán í Skuld dó, hélt Margrét ekkja hans heimilinu í Skuld áfiram og hafði hjá sér fjör- gamla móður sína, Guðfinnu Egils dóttur, óvenjulega fallega konu og vel eygða, og svo var Magnús áfram á heimilinu. Nokkrum árum síðar andaðist Guðfinna, móðir Margrétar og urðu þau þá tvö eftir, Margrét og Magnús þar til dauðinn sleit sam vistum þeirra og Margrét átti á bak að sjá manni sem hún leit á sem eitt af börnuim sínum. Jóhannes Tómasson, annar af tengdasonum Margrétar, sem á lífi eru, og hefur urn margt verið stoð og stylta tenigdamóður sinnar og forsjá utan heimilisins, annaðist um framkvæmd útfarar Magnúsar Jakobssonar, en Margrét tilkynnti um lát Magnúsar og sá um jarðar- förina eins og um son væri að ræða. Á þessu timabili gekk harð viðrakafli yfir landið svo ósýnt var að fjarstödduiin systkinum og venzla'mönnum Magnúsar tækist að komast til Eyja, en daginn sem jarðarförin fór fram gerði blíð- viðri semi hélzt daglangt og fram eftir næsta degi svo aðkomnir iarð arfarargestir komust að heiman og heim í veðurhlíðu. Systkini Magn 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.