Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 17
bdiaðsims Fá'lkans, þá tvitugur að atd'ri. Á þeiim áruon voru sviptingar mMar í íslenzka blaðaheiminum og hart barizt um hylli lesenda og gœtti þess ekki hvað sízt meðal þeirra vikublaða í Reykjavík, sem þá komu út og töldu sig yfir dæg- urmálin hafin með efni og útlit. Fálkinn var þá í nýrri mótun efitir nokkurt fyrirfarandi timabil þar sem hallað hafði undan fæti í baráttunni um lesendahyllina, og valt því sérstaklega á miklu að starfslið blaðsins væri samhent í dugnaði og árvekni um hag þess og gengi. Það kom fljótt í Ijós að blað- inu hafði bætzt alveg óvenjudug- mikill og áhugasamur liðsmaðuí þar sem Jóharan Vilberg var. Jóhann var e'kki „lærður“ ljós myndari, en hafði af áhuga og mikilli elju þreifað sig áfram í tækni og möguleikum ljósmynda- vélarinnar og hafði, er hér var komið, náð óvenjulega góðum tök- um á þessu viðfangsefni. Jafnframt Ijósmyndastarfinu greip Jóhann í ýmis önnur verk við blaðið, sem til féllu. svo sem dreifingu þess í útsölustaði borg- arinnar o.fl. Ávallt voru öll hans störf unnin af áhuga og dugnaði, þótt starfsdaguriran væri sjaldnar miklu, en hitt, mældur í vissum klukkustundafjölda, til þess var starfslið of fáliðað. Ætíð eirakenndist framkoma hans af drengskap, samfara ein- urð og festu í skoðunum, eigin- ieiki, sem því miður prýðir of fáa bjá okkar litlu þjóð. Samstarfið við Jóhann var ávallt sérstaklega ánægjulegt og sfcildi eftir góðar minningar þ?"ar leið ir síðar skildu sín tií hvorrar áttar Þjóðlífsins. Um nokkur hin síðari ár, veitti Jóhann forstöðu ásamt með öðr- UlT>, öflugu bókaútgáfu- og prent smiðjufyrirtæki í Keflavik og mun Par sem annars staðar, hafa áunn 10 sér traust allra er horaum kyrant- ust. bað er óbætanlegt tjón fámennri W°ð, þegar ungir og dugandi nienn hverfa skyndilega af vett- Vangi, svo er um Jóhann Vilberg en minningin um góðan dreng og goðan félaga, gleymist ekki. Jón A. Guðmúndsson, Kollslæk. ÍSLENDiNGAÞÆTTIR t Enginn veilt hver annan grefur. Votta ég ástvinum Jóhanns mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, því mér er manna ljósast, hve missir þeirra er mikill. Runólfur. Laugardaginn 14. marz barst hel fregn um Keflavík. Ungur maður, öllum bæjarbúum að guðu kunn- ur, hafði með sviplegum hætti ver- ið kvaddur á brott úr okkar hópi. Jóhann Vilberg Árnason, fram kvæmdarstjóri Grágásar sf., hafði látið lífið í slysi í bifreið sinni á Keflavíkurveginum, skammt frá af- leggjaranum niður að Vogum, í rök'kurbyrjun þá um kvöldið. Meran setti hljóða við fregn þessa. Hann, sem stundu áður hafði verið kátastur með kátum, ötulastur með ötulum, var svo skyndilea nár, að því var líkast að þetta gæti efcki verið satt. Svo sviplega og miskunnarlaust hegg- ur dauðinn að rótum þeirrar jurt- arinnar, sem svo hátt og myndar lega bar í jurtagarði okkar litla samfélags. Jóhann Vilberg fæddist 6. febrú- ar 1942, og var því fyrir skömmu orðinn 28 ára, er hið hönnulega slys bar að höndum. Foreldrar hans voru Jóhanna Halldórsdóttir og Árni Vilberg Jóhannsson, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, en rnóðir Jóhanns lézt skömmu eftir barns- burðinn, og fór Jóhann þv hvít voðungur til ömmu sinnar, Jódís aæ Árnadóttur, og ólst upp hjá henni við mikið ástríki. Jóhann hóf nám í Alþýðuprent- smiðjunni í Reykjavík fimmtán ára og lauk sveinsprófi 1961. Hvarf hann þá frá prentverki um skeið, en gerðist Ijósmyndari, fyrst hjá Alþýðublaðinu, síðar hjá Fálkan- um og síðan aftur hjá Alþýðu- blaðinu, og stóð ljósmyndastarf hans til ársins 1966, en áhugi á þeim efnum æ síðan, enda þekk ing og reynsla yfirgripsmi'kil í þeim efnum. Árið 1966 gefck hann að eiga unga reykvíska stúlku, Elísu Þor- steinsdóttur, sem alizt hafði upp í Vestmannaeyjum. Það ár fæddist þeim dóttir, sem ber ömmunafn Jóhanns, og heitir Jódís. Haustið 1966 flytjast bau til Keflavíkur, en þá hafði Jóhann gengið í félag við ungan prentara úr Reykjavík, Runólf Elentínusson. Stofnuðu þeir fyrirtæki. sem hlaut nafnið Grágás, og var upphaflega prentsmiðja, sem æ síðan hefur verið að færa út kvíarnar, og er nú orðið stórfyrirtæki á sviði prent unar og útgáfu, með fullkomnum vélabúnaði. Heimili þeirra Elízu og Jóhanns, fyrst á Klapparstíg 7 og sðar Faxa- braut 25, var hlýtt og ástríkt og bar svipmót beggja. Þangað var gott að koma, hvort sem var á gleðistund, eða þrejiitur og leiður. Þar áttu vinir og félagar athvarf, sem aldrei verður fullþakkað. Jóhann Vilberg var félagslynd- ur. Hann var meðlimur í Junior Chamber Suðurnes og sat í stjórn félagsskaparins. Ilann gegndi trún- aðarstörfum fyrir Bóksalafélag ís- lands. Einnig var hann meðlimur Iðnaðarmannafélags Suðunesja. Við dauða Jóhanns Vilbergs er sem dimm regnský hafi dregið fyr- ir sólu um hábjartan vordag. Og er það ekki táknrænt, hversu tengd þessi rysjótta íslenzka veðr átta er kjörum okkar og skap- gerð? íslenzka karlmennið finnur hvað mesta nautn í því að láta um sig næða kafaldsbyiina, exrki hvað sízt til að geta tekið á, reynt. þrek sitt, sigrað erfiðleikana og síðan njóta hlýju og yls vermandi sólar, að erfiðinu afstöðnu. Hjá islenzka karhnenninu fer samun yndi af kafaldi og yljandi geisilum sólar- innar, og á þessu byggist lífsnaut’i hans. Þessa urðum við, vinir Jóhanns 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.