Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 20
MINNING
Guðrún Soffía Antonsdóttir
Drjúpir hugur dapur
dána vina mín,
er við leiðarlokin
Ijúft að minnast þín:
Man ég brosið bjarta
— birtu á svipinn stó —
hreina hjartaprýði,
bugarstyrk og ró.
Vit og góðar gáfur
gaf þér vizkudís.
Þeirrar nýtu náðar
nauzt við lof og prís.
Brann með björtum loga
bernskudögum frá
þér í heitum huga
höfug lærdómsþrá.
Von til sigurvinnings
viljans — brýndi hjör.
Sannan sálarþroska
sýndir þung við kjör.
Sárar þrautasennur,
sjúkdómsnauð og hark
aldrei drógu í dróma
djörfung þína og kjark.
Öil er nauð á enda.
Annað tekið við.
Hvfld og friður fenginn.
Flutt á æðra svið.
Rakna raunaböndin,
rætist von og þrá.
Verður eilífð alla
alsæl guði hjá.
H.Z.
t
F. 12. nóv. 1942
D. 6. febr. 1970
Hinn 14. febrúar s.l. var hún til
grafar borin á Dalvík á 28. aldurs-
éri. Bn þetta skamma æviiskeið,
hinnar vel gefnu og glæsilegu
ungu konu, vakti eftirtekt þeirra,
sem höfðu kynnzt því. Þess vegna
langar mig til að fá geymda mynd
hennar ásamt örfáum kveðjuorðum
frá gömlum fnænda hennar.
Ouðrún Sofffa fæddlst að Ytra-
Hvarifi í SvarfaðardaT, þar sem for-
eldrar hennar bjuggu þá, þau
Anton Baldvinsson frá Steindyrum
og Lilja Tiryiggvadóttir bónda þar.
Eru þau hjón bæði greinar á
traustum svarfdælskum stofni,
sem á sterkar rætur þar í jörð og
menningarerfðum. Var hin unga
mær því vissulega af góðu
bergi brotin og sýndi það og sann
aði með sæmd og prýði alla þá
stund, er henmi var gefin hér.
Á barnsaldrí fluttist Guðrún
Soffía með foreldrum sínum til
Dalvíkur, og þar lauk bún skyldu-
námi sínu með prýði. En um það
bil veiktist hún af liðagigt, svo
illkynjaðri, að næstu fjögur árin
er hún tffl lækninga á sjúkrahús-
um og heilsuhælum innanlands og
utan og er þá oft þungt haldin.
En námslöngun brennur henni
í brjósti, og þvi tekur hún sig til
að lesa undir landspróf heima, er
nokkurt hlé varð á, og lýkur því
prófi. En þá varð heuni aftur varp-
að á sjúkrabeð um stund. En ekkl
gefst hún upp, heldur leitar á
brattann með því að hefja nám í
Menntaskólauum á Akureyri. Þar
laulk hún stúdentsprófi 1966, og gat
unnið á skrifsltof'U heima það sum-
ar.
Og enn skyldi áfram halda, því
að það haust innritaðist hún í
Háskólann og hóf þar nám. En þar
var hún stutt, því að nú varð hún
að ganga undir miklar læknisað-
gerðir. 0g á Landspítalanum og á
Eeykjalundi átti hún nú langa vist.
En á Reykjalundi ,gat hún kennt
unglingum og varð það henni nokk
ur harmaléttir. Enda virtist hún
nú nokkurs megnug og hugði gott
til. Þess vegna verður það ætlan
hennar að gerast kennari. Hún
hafði kynnzt því starfi lítilsháttar
Og fallið það vel í geð. Og því hóf
hún nám í Kennaraskóla íslands
á s.l. hausti og þótti sem nú væru
élin að baki og birtan framundan.
En þá var enn gripið í taum og
allhastaríega. Hún veiktist skyndi-
lega á ný, er flutt á Landspítal-
ann og þar lézt hún 6. febrúar,
sem áður segir.
Þannig lauk skammri ævi þess
arar bráðefnilegu konu, eftir mik
inn og langan þrautaferil, sem þó
var reynt að létta henni eftir föng-
um, bæði innan lands og utan, og
hún bar sjálf með dæmafáu þrefci.
Ég kynntist henni lítilsháttar á
þeim þrautaferli og dáðist að hug-
rekki hennar og þolgæði, viðmót-
in-u mildu og hlýju og öllu lífs-
viðhorfi, hennar andlegu og sið
ferðilegu reisn. Hún kvartaði ekiki.
Það var ekki beiskjan yfir böli og
vonbrigðum, sem sezt höfðu að í
huga hennar, heldur hafði hún
vaxið af mótlætinu og öðlazt lífs-
skilning þroskaðs anda, sem lyfibir
öllu andstreymi til æðri sfcynjuniar
og hærri sjónarmiða. Böl hennar
varð henni til þeirrar blessunar, að
Ihún sýndi vantrúaðrí veröld
ihversu miklu meirl andinn er efn-
inu. Og það er líka þetta, serni
kennari hennar, sr. Jóhann Haen
esson prófessor dáir, eg tekuir í
minningarorðum sínum, að yngrí
sem eldri hefðu haft gott af að
kynnast henniar óvenjujyroskaða
persómáeika.
En nú er hln unga hetja fallin
oig héðan horf'ín tll annarrar og
20
fSLENDINGAÞÆTTIR