Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 26
MINNING VILBORG JÓNSDÓTTIR FRÁ HLEMMISKEIÐI „Þó að bili heimsins hylli og heykist vinur iiver, móðurástin býr á bir rgi og breytir aldrei sér. Ásdís enn í völduim víða vor á meðal er.“ Lífsreynsla Vilborgar .Tónsdótt- ur á Hlemmiskeiði var vissulega mjög ólí'k reynslu Ásdísar á Bjargi, enda tímannir ekki sambærilegir. En engri nútímakonu hefði ég treyst betur til að standa i sporum Ásdísar en Vilborgu, án þess að bogna. Ást Vilborgar til barna sinna og annarra vina var heilsteypt etns og allt annað í hennar skapgerð. Hana hef ég vitað bregða sér kvenna minnst við válega hluti. Stiiling hennar brást aldrei, ásamt ótrúlegu þolgæði. Hún stundaði niann sinn ein í margra mánaða erfiðri banalegu hans, til viðbótar við umfangsmikil húsmóðurstörf. Sama er að segja um foreldra henn ar og aðra sem þjáðust og dóu á heimili hennar. En gleggsta dæmið um styrk hennar, er kannski það, hvernig hún tók því þegar dóttir hennar Rósa, þá 27 ára gömul varð bráð- kvödd og féll fyrirvaralaust örend að fótum hennar og kallaði um leíð og hún hneig niður: „Mamma“. Vilborg sá hvað orðið var, æðraðist hvergi en gerði allt sem gera þurfti með sinni venju- legu stillingu, þar til læknir kom. Útrás sorgarinnar varð að bíða ein verunnar. Þannig bregðast hetjur við. Engum, sem Vilborgu þékkti vel, dettur í hug að þar hafi kald Ivndi komið til. Lengi var hún hjálparhella sveit- unga sinna þegar slys eða snögg veikindi bar að höndum og ekki náðist í lækni. Alltaf var hún til taks, að lijálpa í neyð. hvernig sem á s'tóð heima fyrir. Enga konu 'hef ég þekkt, sem af meiri alúð reyndi a,ð vanda upp eidi barna sinna. Meðan ég kenndi á Skeiðunum voru þar sérstaklega góðir nemendur, en þó voru börn þeirra ITlemmiskeiðishjóna alltaf meðal þeirra duglegustu og hegð- un þeirra eítir því. Einhverntían ann heyrði ég það sagt, að það væri metnaðinum hennar Vilborg ar að þakka. Ekki tel ég mig fær- an um að dæma um það hvaða tii finningar kunnu að blandast móð- urástinni. En mundi ekki þjóðfé lag O'kkar eiga glæsilega framtíð ef hvert foreldri legði fyrst og fremst nietnað sinn í, að ala upp gott og duglegt fólk. Það mun hafa stafað af því, að ég kenndi börnunum hennar, að mér varð kunnugt um hvað hún hraut. mikið heilann um það, á hvern hátt þau hjón gætu komið þeim lil sem mests þroska. Það var erfitt á tímum kreppunnar, að kosta marga unglinga til náms við framhaldsskóla, en það varð að gera, fannst henni og það var gert. Kjarkurinn og dugnaðurinn henn- ar Vilborgar var frábær, ásarnt ágætri greind. En þess er skylt að geta, að hún stóð ékki ein. Maður hennar Þorgeir Þorsteinsson var valmenni og dugnaðarmaður hinn mesti. Varð ég aldrei var við ann að en að þau væru fullkomlega samhent í ölu. En það voru fleiri en fjölskylda hennar Vilborgar, se,m nutu anann- kosta hennar. Áður hef ég aðeins drepið á hjúkrunarstörf hennar í sveitinni. En ég fór sjálfur efcki varhluta af góðsemi þeirra hjóna. Þegar ég kom fyrst austur á Skeið haustið 1930, hafði ég engan mann séð þar í sveitinni. Kom ég þá fyrst að Hlemmiskeiði. Jón faðir húsfreyjunnar var formaður skóla nefndarinnar. Mér var strax tekið þar sem gömlum vini, með svo ó- þvingaðd og ynnilegri hlýju, a'ð ég gleymi því aldrei. Alla þá vetur, sem ég dvaldi þar í sveitinni, var ég meira eða minna á heimili þeirra, ýmist sean heimilismaður eða velkominn gestur. Þar íeið mér eins vel og væri ég hjá góð um foreldruan. Það er ekkert skirum, isem ég hef sagt um hana Vilborgu á Hlemmiskeiði. Hún var óvenjuleg 'kona. Hún' var að visu ekki allra vinur. Það eru stórbrotn ar konur venjulega ekki. En trgygðin hennar brást þeim ekki, sem á annað boi*ð náðu vinfengi hennar. Það var líka eittbvað nota- legt við heimilisandann, sem þeim hjónum hafði tekizt að skapa. Hann mætti manni strax í dyrun um. f slíku andrúmslofti hlýtur að vera indælt að ajast upp. Margir senn á það heimili komu, veittu því sérstaka eftirtekt. hvað söng- list var þar mikils metin, Mun hún hafa verið snar þáttur í upp eldi barnanna. Vilborg Jónsdóttir fæddist 9. maí 1887 í EfraLangholti í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu. For eldrar hennar voru: Jón Jónsson smiður og síðar bóndi og spari- sjóðsformaður á Helmmiskeiði og kona hans Vilborg Guðlaugsdóttir frá Helluin. Bæði ættuð úr Rang árvallasýslu. Á bernskuárum Vil- borgar fluttust foreldrar hennar rneð hana austur í Rangárvalla 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.