Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 19
gróska hins íslenzka þjóðtífs bjóði hverjum ungum manni tækifæri, en tíl þess að hagnýta þau, þurfi frekar andlega auðlegð, — þó hin veraldlega verði ekki sniðgengin. Mér er sú stund ákaflega minn isstæð, er ég hitti Jóhann fyrst, og reyndar allar okkar saanverustund ir, því hin einarðlega og hrein skilnisiega framkoma, sem honum var meðfædd, ásamt sterkri skap gerð, var svo áberandi í öllu fasi hainis, að öllum hlaut að verða strax ljóst, að þar fór enginn með alimaður. Það kom líka fljóbt í ljós, er hann hóf umsvif hér syðra, að þar fór vasikur drengur er var reiðu búinn til að fara ótroðnar slóðir, og skapa sér sinn eigin sess í þjóð félaginu. Eins og að framan er rakið, kom hann upp fullkominni prentsmiðju, og nú síðast bók bandsvinnustofu, ásamt bóka og blaðaútgáfu. Er hann ákvað að hefja útgáfu Suðurnesjatíðinda, réði þar fyrst og fremst, að það var frekar hugsjónamál hans en fjárhagsatriði, því að honum fannst að skapa þyrfti fjölmiðlara, sem hreyfiafl um málefni Suðurnesja, sem hann hafði fest ástfóstri við. Þannig einkenndi þessi hugsjóna- andi öll hans vinnubrögð. Ég held að það sé hægt að orða lífsviðhorf hans í einni setningu: Þeir sem geta gert hlutina, gera þá, hinir taia um þá. Er nokkrir ungir menn í athafna lífi Suðurnesja stofnuðu klúbb, sem tengdur er við alþjóðahreyfing una Junior Chamber of Comm- erce, gerðist Jóhann Vilberg strax í upphafi félagi þar. Þar sem ann ars staðar gerðist hann mjög virk ur félagi, og átti nú síðast sæti í sitjórn J.C. Suðurnes. Við félag arnir þökkum honum fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar, og finnum nú, hve mikið skarð er fyrir skildi, og hve sárt hans er saknað. Eiginkonu, Elízu Þorsteins dóttur, og dóttur þeirra, Jódísi, ^ottum við sórstakar og innilegar samúðarkveðjur, svo og öðrum að standendum, og vonum að guð al máttugur gefi þeim styrk í sorg þeirra. Það hefur stundum verið notað sem samlíking, að við værum cll sem sandkorn á sjávarströnd, og lná vafalaust til sanns vegar færa, Því miður skilja ekki öll korn ín ©fti-r sig sama fadð á strönd lnni. Mér segir svo hugur um, að Það far, sem Jóhann markaði í at ÍSLENDINGAÞÆTTIR hafnalífinu og i hugum manna, verði ekki fyllt, því verið getur að manneskja komi 1 manns stað, en ekki alitaf maður. Sum blóm blómstra aðeins i ör fáa daga, venjulega eru það fall egustu og sjaldgæfustu blómin. Hver er tilgangur guðs, að láta það fegursta blómstra í nokkra daga? Ef til vill er hann sá, að þrátt fyrir skammar samvistir og nauma snertingu, hefur honum tek izlt að auðga líf okkar, og veita okkur fegurð, sem því miður sum okkar skynjum ekki til fulls, fyrr en blómið er fallið til jarðar. Hverjum klukkan glymur veit víst enginn, en því miður hefur kólfurinn skapað brest í okkar litla brot alheimsklukkunnar hér á Suðurnesjum, er hún glumdi and lát Jóhanns Vilbergs. Guð blessi minningu góðs drengs. J.A. t KVEÐJA frá Iðnaðarmannafélagi Suður nesja. Er ég heyrði andlátsfregn fé laga okkar, Jóhann Vilbergs, prentara, kom upp í huga mínum, hve við öll höfum lítið vald yfir því, hve lengi við dveljum meðal ástvina og samstarfsmanna. Þótt við mennirnir vitum harla lítið fyr irfram, hver örlög biða okkar á langri eða skammri lífsleið, þá er okkur öllum ljóst, að dauðinn er í raun og veru sá eini þáttur í til veru okkar, sem er öruggur og viss. Þrátt fyrir þá staðreynd kem ur dauðinn okkur oftast nístandi á óvart, ekki sízt þegar við heyrum um andlát ungs fólks í blóma lífs ins. Við kynntumst Jóhanni Vilberg haustið 1966, er hann gerðist með limur I.S., þá nýlega fluttur til Keflavíkur til að stofnsetja prent smiðjuna Grágás, ásamt félaga sín um, Ru-nólfi. Þrátt fyrir byrjunar örðugleika á þeim tíma, voru þeir félagar bjartsýnir á framtíð fyrir tækis síns hér í Keflavík, fyrirtæk is, sem hefur vaxið og dafnað og er nú drjúgur þáttur í atvinnu og menningarlífi byggðarlaga hér syðra. Þeir félagar voru fyrstu prent ararnir, sem gerðust meðlimir I.S. í starfi innan Iðnaðarmannafélags ins var Jóhann góður liðstyrkur, ætíð jáikvæður í hverju því máli, er unnið hefur verið að á undan förnum árum. í fyrirtækinu Grágás valdist Jó hann til forustu. í starfi hans nutu sín vel góðir hæfileikar, dugnaður og hlýtt viðmót. Hann var vakinn og sofinn í að byggja upp gott og þarft fyrirtæki. Allir, sem kynnt ust Jóhanni í starfi og félagsmál um, bundu við hann miklar vonir á sviði athafna og félagsmála. Jó hann hafði fest rætur hér í Kefla vík, hann var bjartsýnn á vöxt byggðakjarnans hér á Suðurnesj um og hafði komið auga á margt ógert til aukinnar hagsældar og þjónustu til handa byggðarlögun um í Keflavík og nágrenni. Andlát Jóhanns Vilbergs er mik ill mannskaði, við vottum ástvin um og samstarfsmönnum hans samúð. Um leið og við félagar Iðnaðar mannafélagsins kveðjum Jóhann Vilberg, lifir minningin um góðan dreng og samferðamann. Eyþór Þórðarson. t Kæri vinur. Ég var harmi sleginn, er mér barst sú fregn, að þú hefðir verið kallaður burtu svo skyndilega úr okkar hópi. Þegar ég réðst til þín, fyrir rétt um tveim árum, kom ég hingað til Keflavíkur með hálfum huga, ókunnugur með öllu. En ég hafði þó ekki unnið lengi í fyrirtæki þínu, er ég fann, að undir þinni stjórn var gott að vinna. Þú varst margt i senn: Ötull framkvæmdamaður, sem — ásamt meðeiganda þímum — með óbil andi trú og kjarki tókst að koma litlum atvinnurekstri upp í stórt og myndarlegt fyrirtæki, en varst svo burtu kallaður, einmitt þegar það þurfti sem mest á kröftum þínum að halda. Snyrtimenni varstu og nákvæmur, og reyndist óþreytandi við að miðla okkur af þekkingu þinni og benda okkur á það, sem betur hefði mátt fara. Þú varst drengur góður, trygglynd ur og greiðvikinn, og ávallt reiðu búinn að leysa vandann, ef ein hver var, — og uppskarst að laun um vinsældir meðal félaga þinna, starfsfólks svo og margra annarra. Ég sendi Elíu, Judísi litlu, og öðrum aðstandendum þínum mín ar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Steingrínnir Lilliendah. 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.