Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Qupperneq 18

Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Qupperneq 18
Vilbegs, svo mæta vel vai fai hans. Hann var fyrst og fremst sólskinsmaður að skapi, en lionum var nautn að því að finna eust- inn, logn og kyrrstaða voru hon urn ekki að skapi. Þegar ungir menn falla frá, hef ur þeim sjaldnast tekizt að móta svo lífsstefnu sína, að séð verði, hvert mannsefni er um að ræða. Svo var ekki um Jóhann. Skapfesta hans var slík, að þegar 4 unga aldri mótaði hann sér stefnuna, sem hann fylgdi síðan í aðafatrið- um, og þegar hann fell frá. stóð hann föstum fótum í athafnasömu fyrirtæki við hlið félaga, sem val izt hafði með honum til uppbygg- ingarstarfa á nýjum slóðum, þar sem verkefnið var frá upphafi tek ið föstum tökum og rtöðugt hald ið áfram á framfarabraut, þannig að stórfyrirtæki hefur nú risið á þeim lága grunni, sem þeir byrj uðu á. Hverjir voru meginþættirnir í skapgerð hans? Voru það eljan og samvizkusemin, sem lýstu sér bezt í framkomu hans? Var það snyrtimennskan, sem kom fram í öilu, sem hann vann? Var það fuil komnunarleitin, sem hann sóttist eftir með gagnrýni og ástundun? Var það höfðingslundin og lyndið, sem vinir hans og fjöl skylda kynntust svo vel? Var það alúðin og drenglyndið, sem að vissu leyti sameina-r flest það, sem áður var nefnt, en birtist á svo sér stæðan, persónulegan hátt hjá hon um? Um það er erfitt að segja. Ef til vill átti þroski hans enn eftir að vaxa og veita öðrum í enn rí’kara mæli það öryggi og þá hlýju, sem jafnan er að finna í fari þeirra, sem sjálfsagðir eru til forustu og mainnaforráða. Endurminningarnar eru við kvæmni þrungnar á skilnaðarstund en fyrir hverja og eina þeirra skal þafekað, hverja samverustund, hvert samtal, þótt fjarlægðir skildu. Það fór ekki hjá því, að tekið væri eftir hávaxna, ljóshærðu Ijós myndaranum frá Alþýðublað inu, sem hvarvetna var mættur með myndavélina sína, þar sem eitthvað var um að vera. Og-þótt ekki væri hann sérstaklega skólað ur í ljósmyndafræðum, hygg ég að fáir hafi verið þar í því Starfi, sem umgengust myndavélar sínar og tæki af slíkri natni og hann. Hann Ias allt, sem hann komst yfir á þessu sviði, og hann var aldrei á nægður fynr en hann hafði náð þeim árangri, sem unnt var að fá beztan við hverjar aðstæður. Á því blaði hafa orðið hnignunar og uppgangstímabil, tíðari en hjá öðr um blöðum, og átti Jóhann ekki hvað minnslan þátt í viðgangi blaðsins þann tíma, sem hann var þar. Svo mjög báru myndir hans af myndum annarra, þær sýndu alltaf það, sem mes.^ máli skipti — og svo var hann hvar sem var, hvenær sem var, sem er aðals merki blaðaljósmyndarans. Honum varð ekki mikið fyrir því að breyta yfir í vinnubrögð vikublaðsljósmyndarans, og göm ul blöð af Fálkanum frá þeim tíma, er hann starfaði þar, sanna bezt, hversu mikilli snilli hann var gæddur á þessu sviði, og hversu næmt auga hann hafði fyr ir því, sem máli skipti. Þarna naut kímnigáfa hans sín ekki síður, og enn sem fyrr var það aðalsmerki hans að vera fyrstur á vettvang, fyrstur með myndirnar. Hann fór víða, kynntist mörgum, og hafði frá svo ótal möngu að segja, þeg ar leiðir lágu saman, dagpart eða kvöldstund, eða örstutta stund úti á götu. Ég veit ekki, hversu prentlistin hefur átt ríkan þátt í skapgerð hans, fyrr en þeir félagar, Runólf ur Elentínusson og hann, koma hingað til Keflavíkur og hefja rekstur prentsmiðju. Sannaðist þar, að mjór er mi'kils vísir, — en enginn, nema sá, sem gjörst til þekkir, veit, hvílíkt erfiði þeir fé lagar lögðu á sig í sambandi við uppbyggingu fyrirtækisins. Ég kom hingað skömmu eftir að þeir keyptu setjaravél til fyrirtækisins og þær voru ófáar næturnar, sem lagðar voru við daginn og kvöld ið, til að ljúka þeim verkefnum, sem fyrir lágu. Þá voru verkaskipt in ekki heldur glögg, heldur geng ið að hverju þyi, sem gera þurfti, þannig að verkinu væri lokið á til settum tíma. Leiðir skildu um tíma, en sam band var alltaf náið, og þegar Jó hann kvaddi mig á ný til starfa með þeim félögum, hugsaði ég mig ek'ki tvisvar um. Við hóiumst handa við nýskipan vikublaðsins, sem honum var svo hjartfólgið, og þeir félagar höfðu hafið útgáfu á á sl. ári, og enn á ný fékk ég að finna óbifanlega trú hans á hverju verkefmi, áhuga á smáu sem stóru, áhuga, sem var mér og öllum, sem með honum unnu, ómetanleg lyfti stöng, svo að allt erfiði varð sem leikur. Skjótt hefur sól brugðið sumri, en í harmi okkar höfum við þá huggun, að látinn lifir þótt hann hverfi okkur um stund. Ég bið al- góðan guð, sem örlögum ræður, að hugga og styrkja ástvini hans á þessari stundu, föður hans, sem var honum svo náinn, aldraða ömmu hans, sem var honum ung um og móðurlausum slík stoð og stytta, ungu eiginkonuna hans, sem hann unni, og litlu dótturina, auga steininn hans. Þér sjálfum, góði vinur, fylgja innilegar kyeðjur félaga þinna og vina yfir á strönd eilífðar. Megi endurfundirnir verða jafn ánægju legar og allar samverustundirnar, sem við þökkum þér nú af klökk- um huga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. Baldur Hólmgeirsson. t Kveðja frá J.C. Suðurnes. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Laugardaginn 14. marz var fag ur dagur hér suður með sjó. Gróska vorsins var í lofti ásamí hækkandi sól, en um það leyti, er sól hneig til viðar, barst sú harma fregn, að Jóhann Vilberg Árnason, framkvænidastjóri Grágásar, hefði látizt af slysförum. Það var eins og vorgróskan hefði skyndilega stöðv azt, og syrt fyrir sól. Jóhann Vilberg Árnason fæddist í Reykjavík, 6. febrúar 1942. Hann lærði prentverk í Alþýðuprent smiðjunni 1967—‘61, en hætti þá prentverki og fór til Fálkans sem Ijósmyndari, en síðan til Alþýðu- blaðsins. Haustið 1966 stofnsetti hann fyrirtækið Grágás í Keflavík, ásamt Runótfi Elentínussyni, sem með samhentu átaki varð að stór fyrirtæki á örskömmum tíma. Allt virtist skorta til, nema áræði, dugn að, kjark, snyrtimennsku og yerk hyggni, sem Jóhann átiti í svo rík um mæli. En honum tókst að samna að fcrúin flytur fjöll, og að vor- 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.