Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Blaðsíða 12
Hólmfríðu r Benedikísdóttir
Nýlega var til moldar borin að
Hjarðarholti í Dölum vestur,
Hólmfríður Margrét Benediktsdótt
ir frá Þorbergsstöðum. Hún fædd
ist 3. ágúst 1891 og andaðist hinn
16. þessa mánaðar.
Foreldrar Hólmfríðar voru hjón-
in Margrét Steinunn Guðmunds-
dóttir og Benedikt Kristjánsson, er
bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að
Ketilsstöðum í Hörðudal í Dala-
sýslu. Þar fæddist þeim sex börn,
Egill, Kristján, Ágúst, Jakob, Ása
og hið elzta var Hólmfríður. Árið
1902 fluttust þau hjón Margrét og
Benedikt, að Hóli í Hörðudal. Þar
eignuðust þau tvær dætur, Lilju
og Ingibjörgu, en sú síðarnefnda
andaðist skömmu eftir fæðingu.
Árið 1907 fluttu þau að Þorbergs-
stöðum í Laxárdal, föðurleifð Bene
dikts, og bjuggu þar ti-1 æviloka.
Margrét og Benedikt tóku við
stórbúi Kristjáns Tómassonar að
Þorbergsstöðum. Býlið var í þjóð-
braut og þangað leituðu gestir og
gangandi og enginn fór þaðan bón
leiður. Gestrisni, höfðingslund,
glaðværð og reisn ríkti þar jafn-
an. Kristján hafði verið aðsóps-
mikill forystumaður sinnar sveit-
ar og sinnt margháttaðri opinberri
stjórnsýslu í áratugi, er hann féll
frá. Benedikt og Margréti búnaðist
vel. Þau áttu barnaláni að fagna og
eigi síður tengdabarna, enda hélzt
þeim ekki lengi á elzta barninu,
dótturinni Hólmfríði. Hún var tvx-
tug gefin ungum, skörpum hag-
leiksmanni frá Hellisandi, Binni
Magnússyni. Þau hófu þegar bú-
skap á hálflendu Þorbergsstaða og
bjuggu þar í fimm ár, en fluttu
þá ásamt börnum sínum fjórum að
Vígholtsstöðum í Laxárdal. Eftir
átta ára búsetu þar fluttu þau að
Skógsmúla í Þverdal og voru böm
in þá orðin sjö að tölu og hið
yngsta bættist í hópinn í Skógs-
múla. Eftir tóif ára hamingjuríka
búsetu í Skógsmúla fluttu þau að
Þorbergsstöðum á ný árið 1937.
Bræður Hólmfriðar, Ágúst og
Jakob, höfðu tekið við jöi’ðxnni við
fráfalí Benedikts 1931 og annazt
búreksturinn í félagi, unz Ágúst
féll frá 1936. Hólmfríði og Birni
auðnaðist þó ekki að reka bú sitt
þax saman nema í eitt ár. Björn
lenti I slysi um mitt ór 1938 og
lézt hann eftir stutta legu á Lands-
spítalanum.
Ástríku hjónabandi var lokið eft
ir 27 ára sambúð. Missirinn var
sár, en skapfestan, trúnaðartraust-
ið og æðruleysið var styrkur Hólm
íríðar.’ Hún átti hvorki í eigin vara
sjóði né opinbera sjóði að sækja í
þrengingum, en hún átti nokk
uð, sem var guUi betra —
hrausta sál í hraustum líkama,
minningar um traustan lífsföru-
naut og sameiningartáknið í kær-
leiksríkum, vel gefnum og hraust-
um börnum. Hún helgaði þeim líf
sitt og þeirra mökum og afkom-
endum. En það var einnig endur-
goldið í rikum mæli af þeim öll-
um.
Eftir lát Björns bjó hún ásarnt
ýmsum barna sinna að Þorbergs-
stöðum til haustsins 1949, er hún
flutti til Reykjavíkur. Allt frá 1942
dvaldist sá, er þetta ritar, hjá henni
og börnum hennar á sumrin.
Minningar þeirra stunda eru
með þeim dýrmætustu frá bernsku
árunurn. Minningar, sem aldrei
munu fölna. Þær eru ekki tengd-
ar kó'kdrykkju, ísáti, bíóferðum,
bítlamúsí'k, gólfteppum og Drápu
hlíðargrjóti. Þær eru tengdar sveit
arsælunni undir handarjaðri Hólm
fríðar og barna hennar. Hólmfríð-
ur var hin skapgóða, umburðar-
lynda og ski-lningsríka kona og
móðir og stjórnsami og stað-
fasti húsbóndi. Hún var stefnu
föst og lét ekki hlut sinn, en var
þó ávaUt hógvær og prúð. Hún
vildi ávaMt hafa það, er rétt var
og réttlátt og tók mjög tillit til
náungans. Hún vildi hvers rnanns
vanda leysa og gesrisin var hún
með afbrigðum. Aldrei var matar-
Ibitinn það lítill, að eigi væru
veittar góðgerðir, livenær sem gest
bar að garði. Aldrei var það þröngt
i húsum hennar, að eigi væri rúm
fyrir næturgest. Hólmfríður veitti
ávallt af heilum hug gestrisninnar,
sem henni var reyndar í blóð bor-
in. Þorbergsstaðir voru eigi síður
heimili gestrisninnar undir henn-
ar stjórn en foreidra hennar og
afa, Kristjáns dannebrogsmanns
Tómassonar. Þetta fundu líka gest
ir og gangandi. Allir sem í hús
hennar komu og ornuðu sér við
eldinn af brennandi taði og gengu
eftir hvítskúruðu timburgólfinu að
loknum góðum veitingum, minnt-
ust hennar af sérstökum hlýhug.
En hún var ekki aðeins hin elju-
sama, góðhjartaða, staðfasta hús-
móðir og húsbóndi. Hún var hrók-
ur alls fagnaðar á góðra vina
fundum, söngelsk mjög, enda oft
glatt á hjalla að lokinni dagsins
önn. Hún var hin sanna fóstur-
landsins freyja.
Hólmfríður fluttist til Reykjavík
ur 1949 og dvaldist þar til dauða-
dags. Fyrstu árin bjó hún með
tveim sona sinna, Kristjáni og
Árna, en sá síðarnefndi var yngsta
barn hennar og stundaði þá
menntaskólanám og lauk prófi i
fslenzkum fræðum við Háskóla ís-
lands. Síðar bjó hún ein í litlu
12
ÍSLENDINGAÞÆTTIR