Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR ____________ TÍWIANS 12. TBL. — 4. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. JÚLl 1971. NR. 61. Sigurbjörn Guðjónsson, Hænuvík „Glaður og reifur/skyldi gumna hver/unz sinn bana bíður“, segir í Hávamálum og er það vissulega góð eigind og líkleg til farsældar. Svo var um Sigurbjörn Guðjóns- son, sem hér verður lítillega minnzt, en hann lézt 18. apríl s.l. Sigurbjörn fæddist í Reykjavík 14. sept. 1891, sonur hjónanna Guðjóns Bjarnasonar frá Helga- stöðum á Skeiðum og Guðbjargar Brynjólfsdóttur frá Kaldbak, en þau fluttust til Geirseyrar við Pat- reksfjörð skömmu fyrir aldamótin, ásamt tveimur börnum sínum, og var Sigurbjörn annað þeirra. Eftir 10 ára dvöl á Geirseyri, fluttist fjölskyldan yfir fjörðinn til Örlygshafnar og hóf búskap að Geitagili og þar varð síðan sama- staður Sigurbjörns til fullorðins- ára. Snemma varð hann virkur þátt- takandi í þeirri daglegu önn, sem heyja varð fyrir velfarnaði heimil- isins og þótti þar strax góður liðs- maður. Á þeim tímum var lífsbar- áttan hörð og varð hver og einn að leggja sig allan fram ef tilveran átti að verða lífvænleg og einhver von um betri daga. Um alla að- stöðu og ævikjör var fátt eða ekk- ert sambærilegt við það sem nú er. Árið 1913 kvæntist Sigurbjörn Ólafíu Magnúsdóttur frá Hnjóti, vel gerðri konu, góðra ætta. Reynd ist hún honum ákjósanlegur lífs- förunautur og þá bezt er mest á reyndi. — Þau hjónin eignuðust 12 börn, en aðeins 6 þeirra náðu fullorðinsaldri. Hin dóu á æsku- skeiði, þar af þrjú á sama árinu. Var þetta mikil þolraun fyrir for- eldrana eins og að líkum lætur, en til var tekið hve mikið sálar- þrek þau sýndu í þessum áföllum og var þar hlutur Ólafíu sýnu meiri. — Þau börnin sem lifa, 3 synir og 3 dætur, hafa öll hlotið gott hlutskipti, vel metin, mann- dómsfólk. Fyrsu 10 sambúðarárin bjuggu þau Sigurbjörn og Ólafía að Geita gili í sambýli við foreldri sín, en 1923 fluttust þau að Hænuvík (Hænisvík?) og þar undust megin- þættirnir í lífssögu þeirra. í Hænuvík bjuggu þau í 33 ár eða þar til þau fluttust til Reykjavíkur síðla árs 1956, en létu jörðina í hendur elzta sonarins. Mörgum fremur varð Sigur- björn virkur þátttakandi í ýmsum greinum þjóðlífsins og forsvars- maður um margt. M.a. átti hann forgöngu að stofnun Sláturfélags- ins Örlygur, sem jafnframt varð pöntunarfélag og starfar enn á traustum grunni og var hann jafn- an forstjóri þess. Einnig var hann deildarstjóri í Kaupfélagi Patreks- fjarðar og forstjóri þes.s í nokkur ár. Hann var lengi í stjórn Spari- sjóðsins og hreppstjóri í mörg ár, eða allt þar til hann fluttist suður. Við stofnun Stéttarsambands bænda var hann kosinn fulltrúi fyr ir Vestur-Barðastrandarsýslu og átti síðan sæti á fundum sambands ins meðan búsetan var vestra- Af þessu má sjá. að Sigurbjörn naut almanna trausts og var það mjög að verðleikum. Öll verk hans voru svo úr hendi leyst, að ekki varð að fundið, enda var hann um allt ábyggilegur, gjörhugull og sómakær Hann var mikill sam- vinnumaður alla tíð og fylgdi því jafnan Framsóknarflokknum að málum heilshugar. Það lífsviðhorf var eins og sjá má, af því sem áður hefur verið miunzt á, þótt þar sé ekki allt sagt. Strax og Sigur- björn flutti til Reykjavíkur réðst hann til Samb. ísl. samvinnufé- laga og var hann þar enn í starfi, er hann féll frá. Skapgerð hans var heilsteypt og 'góð til aðlögunar, enda naut hann þess meðal samferðamannanna. Sigurbjörn var jafnan sjálfum sér nógur um flest, lagvirkur og afkastadrjúgur, enda þurfti hann lengst af á því að halda, bæði sjálfs sín vegna og annarra. — Starfsævi hans varð lengri en al- gengast er, því að allt til siðustu stunda hafði hann störfum að MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.