Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 5
urn lýsi sem bjargráð í sjávar-
háska og var tvö hundruð eintök-
um af honum útbýtt í Vestm.eyj-
Um árið 1889. Varð það til þess
að um þær mundir bundust fjöru-
tíu formenn og skipseigendur sam
tökum um það, að hafa lýri eða
olíu í bátum sínum á vetrarvertíð-
um. Síðan var sett ákvæði í fisk-
veiðasamþykktina er skyldaði
menn til .þess að hafa ýla í skip-
um, til þess að lægja sjó í upp-
gangsveðrum. Varð þetta að góðu
liði.
Áður hafði Skipaábyrgðarfélag
Víístmannaeyja (1887) samið um
það við eigendur áttræringsins Haf
frú og júlsins Blíðu, að þeir hefðu
skip sín með öllum fargögnum í
Hrófunum utan vertíðar. svo hægt
yrði að grípa fljótlega til þeirra,
ef slys bæri að höndum.
Eftir að vélbátaútvegurinn hófst
og bátum fjölgaði varð mjög að-
kallandi að hefja slysavarnir, land-
helgisvarnir og gæzlu veiðarfæra,
sakir vaxandi ágangs erlendra
veiðiskipa. Flestar vertíðir fórst
einn eða fleiri vélbátar og einnig
bar við, að vélbátar, sem komnir
voru í höfn, lögðu aftur út í sort-
ann og hafsjóinn til þess að leita
að biluðum bát, komu aldrei aftur
að landi úr slíkri björgunarferð.
Karl fékkst um tíma við útgerð,
þegar hann var í Eyjum. Hann átti
vb. Norrænu með þeim Halldóri
Gunnlaugssyni lækni og Jóni Ein-
arssyni á Gjábakka. Ábötuðust þeir
lítið af þeim útvegi, enda var fleyt-
an lítil, um 8 lestir, og lenti í hrak-
förum. Árið 1911 bilaði vélin í
stórviðri og hrakti bátinn vestur á
móts við Selvog. Þar fann hann
brezkur togari og kom með hann
til Syja á þriðja degi. Var hann þá
talinn af. Jóhann Einarsson á Gjá-
bakka var þá formaður
Þegar Karl bauð sig fram til al-
þingis, í annað sinn var Hjalti Jóns-
son skipstjóri í framboði fyr-
ir Heimastjórnarflokkinn. Hann
hreyfði því á þingmálafundinum,
að nauðsyn bæri til þess að björg-
unar- og eftirlitsskip yrði við Vest-
mannaeyjar á vertíðum. Vest-
mannaeyingar tóku vel undir þessa
ágætu uppástungu, og í júní 1914
samþykkti sýslunefnd, en Karl var
oddviti hennar, að skora á Alþingi,
að styrkja Vestmannaeyinga með
fimm þúsund krónum árlega til
þess að hafa eftirlit með veiðum
erlendra fiskiskipa, en tók þó fram
að lokama-k'^ yrði að vera sér-
sta'kt eftirlitsskip,
Heimsstyrjöldin skall nú yfir og
hurfu þá erlend fiskiskip af mið-
unum, en alltaf var björgunarskip
ofarlega í hugum manna í Eyjum.
Erlendu veiðiskipin höfðu alltaf
verið mikil hjálparhella, ef leita
þurfti að vélbát, og björguðu mörg
um manni og skipi.
Á þingmálafundi árið 1918 var
samþykkt tillaga um að skora á A1
þingi að styrkja Vestmannaeyinga
til kaupa á björgunarskipi. Karl
flutti málið á Alþingi um sumarið
og var þá samþykkt þingsályktun
um heimili fyrir landstjórnina, að
styrkja Vestmannaeyinga til kaupa
á björgunarskipi með fjörutíu þús-
und krónum, en þó ekki yfir þriðj-
ung kostnaðar við kaupin.
Þegar Karl kom heim af þingi
um sumarið boðaði hann 3. ágúst
til almenns borgarafundar til þess
að ræða stofnun björgunarfélags
til að kaupa björgunarskip. Var á
fundinum samþykkt að stofna slíkt
félag og var kosin á fundinum
bráðabirgðastjórn og áttu þessir
menn sæti í henni: Karl Einarsson
sýslumaður, formaður, Jóhann Þ.
Jósefsson kaupmaður, ritari, Árni
Filippusson gjaldkeri, og með-
stjórnendur Þorsteinn Jónsson í
Laufási og Gísli Lárusson kaup-
félagsstjóri. Skömmu síðar gekk
Sigurður Sigurðsson lyfsali í
stjórnina, að beiðni bráðabirgða-
stjórnarinnar, en hann var ráð-
inn erindreki félagisins og safnaði
hlutafjárloforðum með miklum
dugnaði.
Á fundum 16- og 17. sept. 1918
var síðan kosin stjórn í félagið og
urðu þessir menn fyrstu stjórnend
ur þess:
Karl Einarsson sýslumaður for-
maður, Jóhann Þ. Jósefsson kaup-
maður ritari, Sigurður Sigurðsson
lyfsali, Jón Ilinriksson kaupfélags-
stjóri og Gísli Lárusson kaupfé-
lagsstjóri.
Stjórnin samdi síðan frumvarp
til laga fyrir félagið, sem valið var
heitið Björgunarfélag Vestmanna
eyja, og voru lögin samþykkt á
fundi 7. apríl 1919.
í ágúst 1919 var ákveðið að festa
kaup á danska hafrannsóknarskip-
inu Þór af danska ríkinu og kost-
aði það fullbúið til starfa tvö
hundruð og sjötíu þúsund krónur.
Félagið var skrásett í Vest-
mannaeyjum samkvæmt tilkynn-
ingum dags 13. og 18. marz 1920
og eru þær á þessa leið samkv.
því, er segir í Stjórnartíðindum (B.
bls.362):
Firmað Björgunarfélag Vest-
mannaeyja annast bjargráð, eftir-
lit með veiðarfærum og landhelgis
gæzlu við ísland fyrst um sinn
með björgunar- og eftirlitsskip-
inu Þór frá Vestmannaeyjum. Lög
félagsins 7.4.1919. Stjórn skipa
fimm hluthafar í Vestmannaeyj-
um: Bæjarfógeti Karl Einarsson
formaður, Kaupmaður Jóhann Þ.
jósefsson ritari, kaupfélagsstjóri
Jón Hinriksson, lyfsali Sigurður
Sigurðsson, og kaupfélagsstjóri
Gisli Lárusson.
Heimild til að rita firmað hefur
formaður og tveir meðstjórnend-
ur. Útgerðarstjóri Jóhann Þ. Jós-
efsson kaupmaður getur skuld-
bundið félagið í daglegum rekstri.
Hlutabréf hljóða á nafn og skipt
ast í 25, 50, 100 og 500 króna hluti.
Hlutaféð er 180 þús. krónur, þar
af eru innborgaðar 160 þús. krón-
ur.
Stofnfé ennfremur áætiað 90.
þús. krónur úr landssjóði, þar af
innborgaðar 40 þús. krónur.
Aðalfundi skal auglýsa í Lög-
birtingablaði með 2ja mánaða fyr-
irvara.
í Vestmannaeyjum eru hluthaf-
ar kallaðir með 3ja daga fyrirvara.
Vestmannaeyjum 13. og
18.3. 1920. .
Stjórn Björgunarfélags
Vestmannaeyja
Jóhann Þ. Jósefsson, Karl Einars-
son. Sigurður Sigurðsson Jón
Hinriksson, Gísli Lárusson.
Þetta eru mennimir, sem leiddu
þetta stórmál til farsælla lykta und
ir forustu Karls Einarssonar sýslu-
manns.
Hlutafjársöfninin gekk mjög
vel í Eyjum og var þátttaka al-
menn, jafnvel börn lögðu aleiguna
í skipið. Minnist ég þess að ég
keypti 25 króna hlut. Stærsti hlut-
hafinn var Kaupfél. Bjarmi með
kr. 10.000.00 en af einstaklingum
lagði Sigurður lyfsali fram mest,
kr. 5.000.00.
Þór kom til Vestmannaeyja 26.
marz 1920 kl. 5 síðdegis og hóf
þegar starfsemi sína.
Þegar Karl fluttist burt úr Vest-
mannaeyjum árið 1924, var Sig-
urður Sigurðsson lyfsali, kosinn
formaður félagsins, enda hafði
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
5