Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 15
mikinn styrk af henni þegar ég á
fullorðinsárum mínum hóf störf
mín að félagsmálum.
Eins og áður er getið var Val-
igerður árum saman virkur félagi
í sjálfstæðis'kvennafélaginu I-lvöt.
Hún var einnig virkur aðili í mörg-
um öðrum félögum s.s. Kvenrétt-
indafélagi íslands, Húsmæðrafé-
lagi Reykjavíkur og mörgum öðr-
um mannréttinda og mannúðar-
félögum. Allsstaðar var hún í
stjórn félaganna og mikilvægustu
nefndunum. Hún sýndi það oft og
mörgum sinnum að hún var vel til
forystu fallin og strax í barnæsku
komu fram hjá henni merki þess
að hún vildi ráða nokkru um gang
mála þeirra sem hún fylgdi til
framvindu og var hún allsstaðar
einlæg og staðföst í skoðunum sín-
um. Fylgdi hún ávallt heil og
óskipt Sjálfstæðisflokknum að mál
um.
Valgerður var stórþrotinn per-
sónuleiki bæði í senn heilsteypt
og umhyggjusöm móðir og húsmóð
ir svo og vinur vina sinna.
Guðrún Jónsdóttir giftist ekki, en
bjó með móður sinni meðan hún
lifði. Voru þær lengst af búsettar
í húsi Árna Jónssonar timburkaup
manns í litlu bakhúsi við Lauga-
veg 37. Þar bjuggu þær mæðgurn-
ar í sínu hlýlega heimiii um
margra ára skeið og var þangað
ávallt gott að koma, alúðlegt við-
mót þeirra bauð gestina velkomna.
Einnig voru þær barngóðar mjögr
og nutu mín börn þess í ríkum
mæli, enda dróu þau mig ósjald-
an með sér þangað. Lengi vel bjó
ég ásamt manni mínum í kjallara-
íbúð í nýrra húsi sem Árni byggði
við gamla bakhúsið, var þá aðeins
stuttur stígur fra kjallarainn-
gangi okkar og að inngangi í íbúð
þeirra Guðrúnar og Helgu. Þangað
sótti Guðmundur litli sonur minn
mikið, þ ótti honum gott þar að
koma og þá sérstaklega sótti hann
til þeirra ef hann fann þaðan koma
kjötsúpulykt, þá sagði hann stund-
um við mig, ef hann átti að fá eitt-
hvað fiskmeti heima hjá sér: „Ég
vil ekki þetta mamma mín, ég
ætla að fara til Gunnu og fá kjöt-
súpu“.
Árni Jónsson var sonur Helgu og
manns hennar Jóns og því albróð-
ir Guörúnar. Guðrún var ágæt
saumakona og vann mikið að
saumaskap, en aðallega vann hún
að verzlunarstörfum lengst af við
Thorvaldssen basarinn. Veitti hún
honum forstöðu og sá um allar
fjárreiður, enda í stjórn þess fé-
lags alla tíð.
Guðrún var mjög listhneigð í
sér, sérstaklega teiknaði hún fall-
ega og hafði hún lært þá list hjá
Stefáni Eiríkssyni hinum þekkta
og dverghaga myndskera. Margar
myndir eru til eftir Guðrúnu, sem
bera vitni um hið listræna hand-
bragð hennar.
Einkar kært var með þeim systr
um Guðrúnu og Valgerði enda
voru báðar einstaklega frændrækn
ar og vinamargar. Gaman var allt-
af að ræða við þær um kunningja
okkar og frændfólk einkum úr
Hafnarfirði og margan fróðleik
fékk maður þá að heyra.
Margar skemmtilegar minning-
ar á ég frá barnæsku minni er ég
var þar svo til heimagangur. Helga
ömmusystir mín kenndi mér að
lesa, skrifa, biblíusögur og landa-
fræði einnig sagði hún mér til í
reikningi.
Guðrún reyndist mér einnig vel
í þessu heimanámi mínu og
sérstaklega lagði hún áherzlu á að
kenna mér að draga fallega til
stafs, hefur sennilega fundist eitt-
hvað vera ábótavant við skriftina
mína.
Þegar ég komst á fullorðinsár
og Bór að starfa bæði í félögum og
seinna á Alþingi, stóðu báðar
frænkur mínar, Guðrún og Val-
gerður við hlið mína og studdu
mig með ráðum og dáð, en það
er einmitt það, sem er öllum ómet-
anlegur styrkur, að fólk finni að
það eigi trúnað og traust vina
sinna og félaga.
Meðan frænkurnar allar lifðu
mun ekki hafa liðið svo sá dagur
að þær hittust ekki, Valgerður,
Guðrún og móðir þeirra Helga og
amma mín, svo kært var með þeim
frænkunum. Oft talaði Guðrún við
mig um móður mína. Sagði hún,
að þær hefðu alltaf verið mjög
samrýndar enda systradætur og
vinkonur. Móðir mín dó mjög ung
úr tæringu og söknuðu hennar all-
ir, sem hana höfðu þekkt. Sérstak-
lega tregaði amma mín móður
mína enda var hún hennar
einkabarn og gat amma mfti
aldrei minnzt á hana ógrát-
andi. Trúi ég því að hún hafi
aldrei fyllilega náð sér eftir dótt-
urmissirinn. Oft kom Guðrún til
ömmu minnar og sátu þær þá iðu-
lega þétt saman og töluðu fram á
nótt um þetta tilfinnanlega áfall og
held ég að Guðrún og amma hafi
verið algerar trúnaðarvinkonur.
Guðrún átti einnig sínar sorgir
eins og flestir aðrir, þótt hún bæri
það ekki utan á sér enda var hún
alla tíð andlega sterk kona. Lengst
af þjáði hana einnig heyrnarleysi
er einnig þann bagga bar hún með
aðdáunarverðri þolinmæði.
Mér finnst, er ég hugsa um Guð-
rúnu á Easarnum, að hún hafi ver-
ið einn af þessum merku presónu-
leikum sem settu svip sinn á bæ-
inn, og víst eru það margir, sem
minnast hinnar glaðlegu prúðu
konu, sem alltaf var á sínum stað
á Thorvaldssensbasarnum og oft á
dag gekk eftir Laugavegi og Aust-
urstræti, ávallt snyrtilega búin á
íslenzka búningnum sínum.
Kristín L. Sigurðardóttir.
t
fSLENDINGAÞÆTTIR
15