Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 23

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 23
 Jón Halldór Jónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri frá Tröliatungu Fædclur 2. nóvember 1886. Dáinn 28. maí 1071. Tröllatunga í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu er landnámsjörö og liefur frá öndverðu verið eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Sveitin dregur nafn af bænum og nefnist Tungusveit. Síðasti presturinn í Tröllatungu var séra Halldór Jónsson. Er hann lét af störfum árið 1887, fluttu þangað hjónin Jón Jónsson bóndi og söðlasmiður frá Laugabóli við ísafjarðardjúp og kona hans Hall- dóra Jónsdóttir frá Hjöllum í Þorskafirði með son sinn Jón Hall dórs á fyrsta ári, er hér verður minnzt með fáeinum orðum. Jón Jónsson gerðist þegar um- svifamikill bóndi í Tröllatungu. Hann bætti jörðina mikið og jók bústofninn, unz hann átti um 200 kvíaær, sem var stórbú á þeirrar tíðar mælikvarða. Jal'nframt var viðbrugðið, hve mikillar hirðu- semi og snyrtimennsku gætti á heimili lians, bæði utan húss og innan, enda lilutu húsráðendur voru þau hjón sérstaklega gestris- in, enda lögðu margir þangað leið sína og áttu þar góðar stundir. Þar var gleði og hjartahlýja, sem yljaði öllum. Síðustu árin voru þau í sambýli og skjóli dóttur sinnar, Ástu, og manns hennar, Jóns Guðbrandssonar, er þar búa. Þar dvaldi ég part úr degi fyrir tæpum tveimur árum, þá fannst mér þau enn ung í anda. Guðrún Þorvaldsdóttir liélt óskertu minni allt til síðustu stund ar. Hún andaðist á heimili sínu þann 14. maí s.l. Ég votta eftirlif- andi eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum mína innileg- ustu samúð. Magrnís Sveinsson. verðlaun úr styrktarsjóði Kristj- áns konungs IX. Við þessa fastmótuðu heimilis- hætti, reglusemi og snyrti- mennsku, ólust börnin upp, sem urðu alls ellefu, og var Jón Hall- dórs elztur í þeim stóra hópi. Fyrir aldamót áttu fá ungmenni kost á skólagöngu, þar sem menntastofnanir voru ekki fyrir hendi. En um þær mundir, sem Jón Halldórs var að alast upp gerðust þau tíðindi í Tungusveit, að unglingaskóli var reistur að Heydalsá. Bar það framtak fagurt vitni um framfarahug og fórnar- lund þeirra manna, er að því stóðu, ekki sízt þegar haft er í huga, að einskis styrks var að vænta til skólans úr landssjóði. Fyrsti kennari skólans í rúman áratug var Sigurgeir Ásgeirsson á Ileydalsá, er stundað hafði nám á Möðruvöllum. Jón Halldórs fór í Heydalsár- skólann þegar hann hafði aldur til, jafnframt lærði hann söðla- smíði hjá föður sínum og lauk sveinsprófi i þeirri iðn. Tuttugu og þriggja ára gamall kvæntist Jón Halldórs Matthildi föðursyst- ur minni, dóttur Björns Ilalldórs- sonar á Smáhömrum. Hófu þau búskap á Heydalsá, er þá var þrí- býlisjörð. Bústofn þeirra var ein kýr, 30 ær og þrír hestar. Hætt er við, að einhverjum þyki slikt bú broslega lítið nú, en fyrir 60 árum þótti ekki nein frágangssök að s-tofna heimili og hefja búskap, þótt áhöfnin væri ekki stærri en þelta. Á Heydalsá bjuggu þau hjón i 10 ár en fluttu þá að Tröllatungu og tóku við % hlutum jarðarinn- ar. Jón Halldórs vann að jarðabót- um með elju og þrautseigju eins og reyndar flestir bændur í Tungusveit, sem höfðu af vissum ástæðum, sem hér verða ekki rakt ar, sýnt óvenjulegan áhuga fyrir umbótum jarða sinna um allnalgt skeið. Þeim hjónum, Jóni Halldórs og Matthildi varð fjögurra barna auð ið, en af þeim dóu tvö í bernsku. Þau, sem upp komust eru Björn verzlm. í Reykjavík, kvæntur Guð rúnu dóttur séra Jóns Norðfjörð á Stað í Steingrímsfirði, og Hall- dóra, er giftist Steina Kristjáns- syni verzlm. Reykjavík. Halldóra andaðist fyrir þrem árum, 48 ára að aldri og var mikil eftirsjá að þeirri góðu og gáfuðu konu. Var þar mikill harmur kveðimi að öldruðum foreldrum, eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum henn ar. Er móðir mín veiktist af berkl- um, og varð að dvelja um skeið á Vífilsstöðum, tóku þau Jón Hall dórs og Matthildur yngstu systur mína, Aðalbjörgu, í fóstur árs- gamla. Ólu þau hana upp og gengu henni í foreldrastað. í Tröllatungu var rýmra um þau hjón og meira svigrúm til að færa út kvíarnar, heldur en í þrí- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.