Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 24

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 24
býlinu á Heydalsá, enda dafnaði hagur þeiri-a ár frá ári, svo að þau höfðu áður en langt leið því sem næst ferfaldað bústofn sinn. Vorið 1926 var því ekki annað séð en búskapur þeirra stæði á traust um grunni og framtíð þeirra á föðurleifð Jóns væri tryggð. En þá varð hann fyrir því áfalli, að misstíga sig, með þeim afleið- ingum, að hann fékk illkynjað fótamein. Leiddi það til þess, að taka varð fótinn af um ökklann. Var sú skurðaðgerð framkvæmd í Reykjavík af Matthíasi Einarssyni, er þá mun hafa verið einn fær- asti skurðlæknir hér á landi. Enginn, nema sá einn, sem reynt hefur, getur gert sér fulla grein fyrir því hvílíkt reiðarslag það er, að hljóta slíka fötlun í blóma lifsins. Jón Halldórs stóð rétt á fertugu, þegar allar fram- tíðarvonirnar í sambandi við bú- skap hans í Tröllatungu brustu svo skyndilega með þessum hætti. En hann lét þó ekki bugast, held- ur tók mótlætinu með karl- mennsku, og bjó sig undir að hasla sér völl á öðrum vettvangi, þar sem starfsorka hans nýttist betur. Brá hann því búi árið 1929 og fluttist til Hólmavíkur, sem þá var lítið sjávarþorp en i örum vexti. Hófst þá annar þáttur í lífsstarfi Jóns Halldórs, skrifstofu- og verzl unarstörf, er hann gegndi næstu árin. Þau störf fórust honum vel úr hendi, enda var hann gæddur þeim eðliskostum í ríkum mæli, sem sízt má án vera til slíkra starfa, en þeir ery reglusemi og trúmennska. Lengst af vann hann sem skrifstofumaður hjá Kaupfé- lagi Steingrímsfjarðar. Þótt hann væri ekkj verzlunarlærður, hafði hann fengið nokkra bókfærslu þjálfun sem gjaldkeri Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa um margra ára skeið. Og vissulega var það engin tilviljun að Jóni Halldórs var falin forsjá spari- sióðsins, því að svo var maðurinn vandaður og vel til þess fallinn, að í betri hendur var ekki hægt að leggja þetta fjöregg, sem sióð- ur þessi var í raun og veru bænd- um og búaliði á svarfssvæði han3. Það sýnir og traust bændann.j á Jóni, að þeir vildu heldur að spari sióðurinn fylgdi Jóni frá rröila- tungu til Hólmavíkur, heldur en skipta um gjaldkera og hafa sióð- inn áfram innan hreppamarkanna. Fyrsta ár íltt á Ilólmavík fékk Jón inni með fjölskyldu sína hjá Tómasi Brandssyni og Ágústu konu hans. Þeir Tómas voru lengi síðan nánir samverkamenn og aldavinir. Síðar festi Jón Halldórs kaup á góðu íbúðarhúsi í þorpinu og bjó þar til ársins 1946, er hann kvaddi Steingrímsfjörðinn og fluttist ásamt konu sinni og fósturdóttur til Reykjavíkur, en þangað voru og börn hans bæði flutt og höfðu stofnað þar heimili nokkru áður. Jón Halldórs var því nálega sex tugur að aldri, er þriðji þátturinn hófst í lífssögu hans. Þrátt fyrir fötlun sína bjó hann enn yfir ótrú lega miklu starfsþreki, sem hann sparaði hvergi meðan kraftarnir entust. Hann fékk starf hjá hinum um- svifamikla bifreiðaeiganda Stein- dóri, en síðustu æviárin vann hann í Coca-Cola verksmiðjunni, er var skammt frá heimili hans að Melhaga 18. Jón Halldórs kunni vel við sig í Reykjavík. Hinir sterku eðlisþættir hans, skyldu- ræknin, trúmennskan og góðvild- in gerðu það að verkum, að hann ávann sér vináttu og traust allra þeirra, er kynntust honum. Vinnu veitendum sínum bar hann vel söguna. Einkum var honum hlýtt til Björns Ólafssonar forstjóra, er sýndi honum það drengskapar- bragð, að leyfa honum að starfa við verksmiðjuna meðan kraftarn- ir entust, þótt árin hefðu löngu skilað honum yfir á það aldurs- skeið, sem misvitrir menn hafa útilokað frá opinberum vinnu- markaði. Iðjuleysi var alla tíð eitur í beinum Jóns Halldórs. Hann var sístarfandi og átti því langan vinnudag að baki. er kraftarnir þrutu í fyrra og hann varð að hætta störfum áttatíu og þriggja ára að aldri. Síðustu misserin var hann ým- ist á sjúkrahúsi eða á heimili son ar sína og tengdadóttur að Austur brún 37, er önnuðust hann af mikilli nærgætni og umhyggju við erfið skilyrði. Þar var og Matthíld ur, hinn tryggi lífsförunautur hans, sem studdi hann ávallt í blíðu og stríðu og á'-'i svo ríkan þátt í lífshamingju h-m> Enda var sambúð þeirra til fyrirrnyndar. Jón Halldórs andaðist í Borgar- spítalanum 28. maí s.l. Við útför- ina, er fór fram 4. júní kom í ljós, að þeir voru margir, sem vildu heiðra minningu þessa mæta manns með því að fylgja honum síðasta spölinn, sem er veg ur okkar allra. Þá skein sól af heiðum himni. Mátti það vera táknrænt mér og öllum þeim, er vel þekktu Jón Halldórs, því að persóna hans var jafnan umvafin heiðríkju og birtu, þar bar engan skugga á. Vissulega eru þeir margir, sem vilja bera fáinn skjöld á lífsleið- inni. Jón Halldórs var einn af þeim örfáu mönnum, sem tókst það án þess að hafa nokkuð fyrir því, svo séð yrði. Á þeim tímum, þegar allt virð- ist á hverfanda hveli, tortryggni er áberandi og fáir finnast, sem hægt er að treysta, þá veitir það ofckur beinlínis nýja trú á lífið að kynnast slíkum mönnum, sem Jón Halldórs var. Fyrir það vildi ég þakka með þessum fátæklegu orðum, um leið og ég vil að lokum þakka sérstak ~ lega fyrir hönd okkar allra úr Heydalsárfjölskyldunni fyrir þá gæfu, að hafa fengið að njóta vin- áttu, gestrisni, og greiðasemi Jóns Halldórs og fjölskyldu hans bæði norðan heiða og sunnan. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Torfi Guðbrandssou. 24 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.